Óreiða í ríkisstjórn Árný Björg Blandon skrifar 16. ágúst 2023 08:31 Það er ekki erfitt að finna fyrir óöryggi í þessu yndislega landi okkar þegar fjölmiðlar bera okkur fréttir af stöðu margra mála, afstöðu og aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar.Það setur ósjálfrátt að manni hroll og spurning hljómar í kollinum „Er þetta virkilega svona í þjóðfélaginu okkar undir stjórn fólks sem er fólk eins og við?“. Meira menntuð en margir kannski en virðast ófær um að halda þjóðarskútunni gangandi svo vel sé og að fólkið sem þau eiga að sjá um geti lifað mannsæmandi lífi.Þau eru dugleg að slá ryki í augu sjálf sín og segja allt vera í svo góðum málum og að landsmenn hafi það bara gott! Þau þurfa að þrífa betur á sér augun og eyrun.Fólkið sem situr að kötlunum í ríkisstjórninni hefur áreiðanlega ekki hugmynd um hvernig það er fyrir marga að vera hinum megin við borðið.Þau eru á góðum launum og þurfa væntanlega ekki að hafa áhyggjur af sinni afkomu. Þau eru ekki flóttafólk í angist, hafa nóg að borða, geta borgað skuldir sínar og átt afgang.Þeim skortir varla neitt og kunna því ekki, né vilja prófa skóna sem margir þurfa að ganga í. Götóttir, gamlir, of stórir, þröngir eða of litlir, ófóðraðir. Þau geta ekki ímyndað sér hvernig það er að vera í svona skóm né myndu vilja prófa það. Svona skór eru ljótir og kaldir.Það væri samt hollt fyrir þau að prófa svo þau gætu sett sig í spor annarra.Þessi ríkisstjórn mun án efa hrynja, það er ekkert annað í stöðunni því þau valda ekki þeirri ábyrgð sem þeim ber gagnvart fólkinu í landinu.Ég trúi því ekki að fólk muni kjósa þessa óreiðu yfir sig enn á ný.Þótt loforð komi áreiðanlega sem fyrr fyrir kosningar eða fyrir stjórnarslit, þá held ég að landsmenn muni átta sig á að það er bara „úlfur, úlfur, einn ganginn enn. Traustið er hrunið og því er ekki óeðelilegt að ríkisstjórnin hrynji með.Við sjáum hvar við erum stödd með loforðin sem voru gefin síðast og þar áður og enn eru óuppfyllt.Við munum eftir eldri borgurum og öryrkjum; við munum eftir húsnæðislausum. Við munum eftir fólkinu sem berst við að láta enda ná saman við hver mánaðamót. Við munum eftir bágri aðstöðu hjúkrunarfólks í landinu. Við munum eftir loforðum um fjárhagslegan stöðugleika og þar að auki munum við eftir innflytjendum og flóttafólki hér á landi sem á hvergi heima.Já, skömm er að óreiðu ríkisstjórnarinnar. Höfundur starfar við textaritun og þýðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er ekki erfitt að finna fyrir óöryggi í þessu yndislega landi okkar þegar fjölmiðlar bera okkur fréttir af stöðu margra mála, afstöðu og aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar.Það setur ósjálfrátt að manni hroll og spurning hljómar í kollinum „Er þetta virkilega svona í þjóðfélaginu okkar undir stjórn fólks sem er fólk eins og við?“. Meira menntuð en margir kannski en virðast ófær um að halda þjóðarskútunni gangandi svo vel sé og að fólkið sem þau eiga að sjá um geti lifað mannsæmandi lífi.Þau eru dugleg að slá ryki í augu sjálf sín og segja allt vera í svo góðum málum og að landsmenn hafi það bara gott! Þau þurfa að þrífa betur á sér augun og eyrun.Fólkið sem situr að kötlunum í ríkisstjórninni hefur áreiðanlega ekki hugmynd um hvernig það er fyrir marga að vera hinum megin við borðið.Þau eru á góðum launum og þurfa væntanlega ekki að hafa áhyggjur af sinni afkomu. Þau eru ekki flóttafólk í angist, hafa nóg að borða, geta borgað skuldir sínar og átt afgang.Þeim skortir varla neitt og kunna því ekki, né vilja prófa skóna sem margir þurfa að ganga í. Götóttir, gamlir, of stórir, þröngir eða of litlir, ófóðraðir. Þau geta ekki ímyndað sér hvernig það er að vera í svona skóm né myndu vilja prófa það. Svona skór eru ljótir og kaldir.Það væri samt hollt fyrir þau að prófa svo þau gætu sett sig í spor annarra.Þessi ríkisstjórn mun án efa hrynja, það er ekkert annað í stöðunni því þau valda ekki þeirri ábyrgð sem þeim ber gagnvart fólkinu í landinu.Ég trúi því ekki að fólk muni kjósa þessa óreiðu yfir sig enn á ný.Þótt loforð komi áreiðanlega sem fyrr fyrir kosningar eða fyrir stjórnarslit, þá held ég að landsmenn muni átta sig á að það er bara „úlfur, úlfur, einn ganginn enn. Traustið er hrunið og því er ekki óeðelilegt að ríkisstjórnin hrynji með.Við sjáum hvar við erum stödd með loforðin sem voru gefin síðast og þar áður og enn eru óuppfyllt.Við munum eftir eldri borgurum og öryrkjum; við munum eftir húsnæðislausum. Við munum eftir fólkinu sem berst við að láta enda ná saman við hver mánaðamót. Við munum eftir bágri aðstöðu hjúkrunarfólks í landinu. Við munum eftir loforðum um fjárhagslegan stöðugleika og þar að auki munum við eftir innflytjendum og flóttafólki hér á landi sem á hvergi heima.Já, skömm er að óreiðu ríkisstjórnarinnar. Höfundur starfar við textaritun og þýðingar.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar