Hjartabólga og COVID-19 bólusetningar Jón Ívar Einarsson skrifar 14. ágúst 2023 07:01 Kári Stefánsson náði enn einu sinni að fanga athygli fjölmiðla með því að lýsa því yfir í viðtali að í baksýnisspeglinum hefði etv ekki átt að bólusetja einstaklinga undir fimmtugu m.a. vegna hættu á hjartabólgu. Þetta vakti að vonum athygli og ekki síður þau orð Kára að hann hafi ekki orðið var við neitt offors þegar það kom að fólki sem hafði aðra skoðun á bólusetningum. Mörgum þótti þetta áhugavert í ljósi þess að Kári kallaði þá sem létu ekki bólusetja sig drullusokka og lagði til að óbólusettir yrðu fluttir út í Grímsey. Ekkert offors þar, bara meðalhóf. Sóttvarnarlæknir var spurður út í þessi umæli og kom hún af fjöllum og sagðist ekki þekkja til neinna rannsókna sem sem sýndu meiri líkur á hjartabólgu eftir bólusetningu en COVID-19 sýkingu. Kári bakkaði reyndar fljótt enda hefur hann sennilega fengið tiltal í sínu nærumhverfi og nýlega kom út fræðigrein hér á Vísi þar sem Kári og Ingileif dásama aðgerðir sóttvarnaryfirvalda í hvívetna. Þau vísa m.a. í grein sem sýnir samkvæmt þeim „á óyggjandi hátt að hættan á hjartavöðva- eða gollurshússbólgu í kjölfar COVID-19 sýkingar er um 6 sinnum meiri en af bólusetningum“. Þessi grein sem þau vitna í var vel gerð, en hins vegar voru aldurshópar ekki skoðaðir sérstaklega. Sem sagt, samkvæmt mikilfenglegasta vísindamanni þjóðarinnar og sóttvarnarlækni er mun líklegra að einstaklingur fái hjartabólgu eftir COVID-19 sýkingu heldur en bólusetningu við COVID-19. Hlýtur það ekki að vera rétt? Svarið er: Sennilega ekki fyrir meirihluta þjóðarinnar. Hvernig má þetta vera? Jú, stór rannsókn sem birtist í hinu virta vísindariti Circulation árið 2022 bar saman hættu á hjartabólgu eftir bólusetningu og COVID-19 sýkingu m.t.t. kyns og aldurs. Í þessari rannsókn sem náði til 42 milljóna einstaklinga kom vissulega í ljós að ef allt þýðið var skoðað, var hættan á hjartabólgu hærri hjá þeim sem fengu COVID-19 sýkingu en hjá þeim sem fengu bólusetningu. Hins vegar, og þetta er mergurinn málsins, þegar einungis voru skoðaðir einstaklingar sem voru 40 ára og yngri (sá aldurshópur er 56% íslensku þjóðarinnar), kom í ljós að hættan á hjartabólgu hjá karlmönnum var 6x meiri eftir seinni bólusetningu með mRNA bóluefni heldur en eftir COVID-19 sýkingu. Hættan hjá konum undir 40 ára var svipuð milli hópa, þeas ekki marktækur munur. Það er því misvísandi einföldun að halda því fram að COVID-19 sýking leiði frekar til hjartabólgu en bólusetning. Fullyrðingin er sennilega rétt þegar kemur að öllu þýðinu, en ekki þegar kemur að ungu fólki, sérstaklega ungum karlmönnum. Nýleg samantektar-rannsókn sýnir einnig að karlmenn undir 40 ára aldri eru í mestri hættu á hjartabólgu eftir seinni skammt af mRNA bóluefni við COVID-19. Sambærileg niðurstaða fæst í stórri rannsókn. Mikilvægt er að taka fram að hættan er lítil, og er hún áætluð um 1/10,000. Hins vegar er um að ræða unga og hrausta einstaklinga og þó hjartabólga sé oftast væg þá er ekki að fullu ljóst hvaða langtímaafleiðingar hún hefur í för með sér. Vegna þess hversu sjaldgæf hjartabólgan er, þarf grein sem nær til milljóna manna til að finna tölfræðilegan mun milli hópa. Það var snemma ljóst að ungum hraustum einstaklingum stafaði lítil hætta af COVID-19 sýkingu. Þegar kom að bólusetningu barna og ungmenna fannst mér of geyst farið og í grein á Vísi ræddi ég m.a. stuttlega að tíðni hjartabólgu væri aldurstengd og óvíst væri með áhættu vs ávinning hjá þessum hópi. Einnig hvöttu tveir hjartalæknar hérlendis til að farið væri varlega með bólusetningar hjá þessum hópi. Lítið var hlustað á þessi varnaðarorð og þeim tekið fálega. Ég var fenginn í viðtal hjá Kveik undir því yfirskini að ræða bólusetningu barna, en í raun um ákveðna fyrirsát að ræða þar sem flest allt sem ég hafði að segja var klippt og tekið úr samhengi. Eitt af því var þegar spyrillinn spurði hæðnislega hvaða aldurshópa ætti ekki að bólusetja og ég svaraði eitthvað á þá leið að etv ætti ekki að bólusetja heilbrigða einstaklinga undir þrítugu. Ég óskaði á sínum tíma eftir að Kveikur sýndi viðtalið óklippt á vefnum sínum en við því var ekki orðið. Tilefni þessara skrifa minna er að það er mikilvægt að það komi fram að tíðni hjartabólgu hjá ungum karlmönnum er sennilega hærri eftir bólusetningu en eftir COVID-19 sýkingu. Þetta hefur einhverra hluta vegna farið fram hjá fjölmiðlum og reyndar sóttvarnarlækni líka. Að mínu mati ætti þetta að hafa áhrif á ráðleggingar Landlæknisembættis um örvunarbólusetningar. Þar er ekki mælt með þeim fyrir 12-15 ára börn, en etv mætti íhuga að mæla ekki með þeim heldur fyrir heilbrigða karlmenn sem eru 40 ára og yngri. Þessi dæmisaga um hjartabólgur er lítill angi af stærra máli. Nauðsynlegt er að það fari fram óháð uppgjör um viðbrögð okkar við COVID-19 faraldrinum. Til þessa hafa flestir sem líta til baka verið sjálfir aðal leikendur og gerendur og það er etv ekki áhrifaríkasta leiðin til að reyna að finna það sem betur hefði mátt fara, enda eru slíkir aðilar líklegri til að vilja horfa á fegurri hliðar málsins. Til dæmis mætti setja á fót rannsóknarnefnd Alþingis til að fara ofan í kjölinn á viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum á heildrænan hátt, þeas þar sem ákvarðanataka og afleiðing þeirra verði skoðuð m.a. út frá lýðheilsu, læknisfræði, efnahag, lögfræði, umfjöllun fjölmiðla og siðfræði. Það er mikið í húfi að viðbrögð okkar við næsta faraldri séu eins vel ígrunduð og mögulegt er. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Um faraldurinn eingöngu - voru ráðleggingar stjórnvalda um bólusetningar gegn COVID-19 réttmætar? Að undanförnu hafa birst í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum pistlar sem lýsa efasemdum um að ákvarðarnir íslenskra stjórnvalda um að ráðleggja bólusetningar gegn COVID-19 hafi verið réttmætar. 11. ágúst 2023 20:35 Opnum á umræðuna - Opið bréf til Kára Stefánssonar Ég er nokkuð óbilandi bjartsýnismaður og ætla því að líta á það sem hrós að þú - mestur vísindamanna á Íslandi - skulir svara óbreyttum trommara um málefni sem hann á helst ekki að skipta sér af. 10. ágúst 2023 07:00 Að láta sér ekki nægja að berja trommur - Opið bréf til Einars Scheving Einar mér urðu á þau mistök að tjá mig um Covid-19 í viðtali við bræður tvo sem halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræður. Eitt er víst að ég hefði að öllum líkindum getað tjáð mig skýrar og síðan hitt að með því veitti ég þér og þínum tækifæri til þess að snúa út úr orðum mínum og endurtaka skoðanir sem samrýmast illa staðreyndum. Þess vegna finn ég mig knúinn til þess að benda á eftirfarandi. 9. ágúst 2023 14:31 Að viðurkenna mistök án þess að viðurkenna mistök Jæja krakkar - Guð almáttugur hefur talað! Hann virðist þó vera farinn að efast ögn um eigið almætti, þótt þjóðin muni líklega seint missa á hann trúna. Hann er jú Guð, bara ögn breyskari - næstum mennskur. 8. ágúst 2023 10:00 Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Kári Stefánsson náði enn einu sinni að fanga athygli fjölmiðla með því að lýsa því yfir í viðtali að í baksýnisspeglinum hefði etv ekki átt að bólusetja einstaklinga undir fimmtugu m.a. vegna hættu á hjartabólgu. Þetta vakti að vonum athygli og ekki síður þau orð Kára að hann hafi ekki orðið var við neitt offors þegar það kom að fólki sem hafði aðra skoðun á bólusetningum. Mörgum þótti þetta áhugavert í ljósi þess að Kári kallaði þá sem létu ekki bólusetja sig drullusokka og lagði til að óbólusettir yrðu fluttir út í Grímsey. Ekkert offors þar, bara meðalhóf. Sóttvarnarlæknir var spurður út í þessi umæli og kom hún af fjöllum og sagðist ekki þekkja til neinna rannsókna sem sem sýndu meiri líkur á hjartabólgu eftir bólusetningu en COVID-19 sýkingu. Kári bakkaði reyndar fljótt enda hefur hann sennilega fengið tiltal í sínu nærumhverfi og nýlega kom út fræðigrein hér á Vísi þar sem Kári og Ingileif dásama aðgerðir sóttvarnaryfirvalda í hvívetna. Þau vísa m.a. í grein sem sýnir samkvæmt þeim „á óyggjandi hátt að hættan á hjartavöðva- eða gollurshússbólgu í kjölfar COVID-19 sýkingar er um 6 sinnum meiri en af bólusetningum“. Þessi grein sem þau vitna í var vel gerð, en hins vegar voru aldurshópar ekki skoðaðir sérstaklega. Sem sagt, samkvæmt mikilfenglegasta vísindamanni þjóðarinnar og sóttvarnarlækni er mun líklegra að einstaklingur fái hjartabólgu eftir COVID-19 sýkingu heldur en bólusetningu við COVID-19. Hlýtur það ekki að vera rétt? Svarið er: Sennilega ekki fyrir meirihluta þjóðarinnar. Hvernig má þetta vera? Jú, stór rannsókn sem birtist í hinu virta vísindariti Circulation árið 2022 bar saman hættu á hjartabólgu eftir bólusetningu og COVID-19 sýkingu m.t.t. kyns og aldurs. Í þessari rannsókn sem náði til 42 milljóna einstaklinga kom vissulega í ljós að ef allt þýðið var skoðað, var hættan á hjartabólgu hærri hjá þeim sem fengu COVID-19 sýkingu en hjá þeim sem fengu bólusetningu. Hins vegar, og þetta er mergurinn málsins, þegar einungis voru skoðaðir einstaklingar sem voru 40 ára og yngri (sá aldurshópur er 56% íslensku þjóðarinnar), kom í ljós að hættan á hjartabólgu hjá karlmönnum var 6x meiri eftir seinni bólusetningu með mRNA bóluefni heldur en eftir COVID-19 sýkingu. Hættan hjá konum undir 40 ára var svipuð milli hópa, þeas ekki marktækur munur. Það er því misvísandi einföldun að halda því fram að COVID-19 sýking leiði frekar til hjartabólgu en bólusetning. Fullyrðingin er sennilega rétt þegar kemur að öllu þýðinu, en ekki þegar kemur að ungu fólki, sérstaklega ungum karlmönnum. Nýleg samantektar-rannsókn sýnir einnig að karlmenn undir 40 ára aldri eru í mestri hættu á hjartabólgu eftir seinni skammt af mRNA bóluefni við COVID-19. Sambærileg niðurstaða fæst í stórri rannsókn. Mikilvægt er að taka fram að hættan er lítil, og er hún áætluð um 1/10,000. Hins vegar er um að ræða unga og hrausta einstaklinga og þó hjartabólga sé oftast væg þá er ekki að fullu ljóst hvaða langtímaafleiðingar hún hefur í för með sér. Vegna þess hversu sjaldgæf hjartabólgan er, þarf grein sem nær til milljóna manna til að finna tölfræðilegan mun milli hópa. Það var snemma ljóst að ungum hraustum einstaklingum stafaði lítil hætta af COVID-19 sýkingu. Þegar kom að bólusetningu barna og ungmenna fannst mér of geyst farið og í grein á Vísi ræddi ég m.a. stuttlega að tíðni hjartabólgu væri aldurstengd og óvíst væri með áhættu vs ávinning hjá þessum hópi. Einnig hvöttu tveir hjartalæknar hérlendis til að farið væri varlega með bólusetningar hjá þessum hópi. Lítið var hlustað á þessi varnaðarorð og þeim tekið fálega. Ég var fenginn í viðtal hjá Kveik undir því yfirskini að ræða bólusetningu barna, en í raun um ákveðna fyrirsát að ræða þar sem flest allt sem ég hafði að segja var klippt og tekið úr samhengi. Eitt af því var þegar spyrillinn spurði hæðnislega hvaða aldurshópa ætti ekki að bólusetja og ég svaraði eitthvað á þá leið að etv ætti ekki að bólusetja heilbrigða einstaklinga undir þrítugu. Ég óskaði á sínum tíma eftir að Kveikur sýndi viðtalið óklippt á vefnum sínum en við því var ekki orðið. Tilefni þessara skrifa minna er að það er mikilvægt að það komi fram að tíðni hjartabólgu hjá ungum karlmönnum er sennilega hærri eftir bólusetningu en eftir COVID-19 sýkingu. Þetta hefur einhverra hluta vegna farið fram hjá fjölmiðlum og reyndar sóttvarnarlækni líka. Að mínu mati ætti þetta að hafa áhrif á ráðleggingar Landlæknisembættis um örvunarbólusetningar. Þar er ekki mælt með þeim fyrir 12-15 ára börn, en etv mætti íhuga að mæla ekki með þeim heldur fyrir heilbrigða karlmenn sem eru 40 ára og yngri. Þessi dæmisaga um hjartabólgur er lítill angi af stærra máli. Nauðsynlegt er að það fari fram óháð uppgjör um viðbrögð okkar við COVID-19 faraldrinum. Til þessa hafa flestir sem líta til baka verið sjálfir aðal leikendur og gerendur og það er etv ekki áhrifaríkasta leiðin til að reyna að finna það sem betur hefði mátt fara, enda eru slíkir aðilar líklegri til að vilja horfa á fegurri hliðar málsins. Til dæmis mætti setja á fót rannsóknarnefnd Alþingis til að fara ofan í kjölinn á viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum á heildrænan hátt, þeas þar sem ákvarðanataka og afleiðing þeirra verði skoðuð m.a. út frá lýðheilsu, læknisfræði, efnahag, lögfræði, umfjöllun fjölmiðla og siðfræði. Það er mikið í húfi að viðbrögð okkar við næsta faraldri séu eins vel ígrunduð og mögulegt er. Höfundur er læknir.
Um faraldurinn eingöngu - voru ráðleggingar stjórnvalda um bólusetningar gegn COVID-19 réttmætar? Að undanförnu hafa birst í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum pistlar sem lýsa efasemdum um að ákvarðarnir íslenskra stjórnvalda um að ráðleggja bólusetningar gegn COVID-19 hafi verið réttmætar. 11. ágúst 2023 20:35
Opnum á umræðuna - Opið bréf til Kára Stefánssonar Ég er nokkuð óbilandi bjartsýnismaður og ætla því að líta á það sem hrós að þú - mestur vísindamanna á Íslandi - skulir svara óbreyttum trommara um málefni sem hann á helst ekki að skipta sér af. 10. ágúst 2023 07:00
Að láta sér ekki nægja að berja trommur - Opið bréf til Einars Scheving Einar mér urðu á þau mistök að tjá mig um Covid-19 í viðtali við bræður tvo sem halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræður. Eitt er víst að ég hefði að öllum líkindum getað tjáð mig skýrar og síðan hitt að með því veitti ég þér og þínum tækifæri til þess að snúa út úr orðum mínum og endurtaka skoðanir sem samrýmast illa staðreyndum. Þess vegna finn ég mig knúinn til þess að benda á eftirfarandi. 9. ágúst 2023 14:31
Að viðurkenna mistök án þess að viðurkenna mistök Jæja krakkar - Guð almáttugur hefur talað! Hann virðist þó vera farinn að efast ögn um eigið almætti, þótt þjóðin muni líklega seint missa á hann trúna. Hann er jú Guð, bara ögn breyskari - næstum mennskur. 8. ágúst 2023 10:00
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun