Innlent

Fjórir hand­teknir vegna þjófnaða í nótt

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fjórir voru handteknir vegna þjófnaðar í nótt og tveir stöðvaðir við að tala í síma undir stýri.
Fjórir voru handteknir vegna þjófnaðar í nótt og tveir stöðvaðir við að tala í síma undir stýri. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Kópavogi í gær sem grunaður er um þjófnað. Var hann staðinn að því að fela verkfæri í runna og gat hvorki gert grein fyrir sér né var með nokkur skilríki á sér.

Annar var handtekinn vegna gruns um þjófnað í póstnúmerinu 105 og tveir til viðbótar í Hafnarfirði, þar sem þeir voru staðnir að stela í verslun.

Lögregla stöðvaði nokkra ökumenn í nótt, meðal annars tvo sem staðnir voru að því að tala í símann undir stýri án handfrjáls búnaðar. Þá var einn fluttur á Landspítala með áverka á höfði eftir að hafa dottið á rafmagnshlaupahjóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×