Góða skemmtun um verslunarmannahelgina Jón Svanberg Hjartarson skrifar 4. ágúst 2023 14:12 Framundan er ein helsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Neyðarlínan vill af því tilefni senda öllum landsmönnum góða kveðju og ósk um um að landsmenn skemmti sér vel. Jafnframt viljum við hvetja viðburðahaldara til að tryggja að allar þær samkomur sem haldnar verða verði góð skemmtun með öryggi gesta í forgangi. Þar á ofbeldi ekki heima. Á árum áður þótti kannski ekki tiltökumál að slagsmál fylgdu því að fara á ball eða tónleika, líkt og við töldum okkur jafnvel trú um að ofbeldi innan fjölskyldu væri einkamál viðkomandi og lokuðum alltof oft augunum fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Við eigum að vita betur í dag. Góða skemmtun er sameiginlegt átak Neyðarlínunnar, lögreglunnar og dómsmálaráðuneytis sem hvetur til árvekni og öryggis þegar við komum saman í sumar. Jafnframt er minnt á að Neyðarlínan gerir engan greinarmun á því hver hringir í 112 eða í hvaða aðstæðum – það sem skiptir máli er að þú hringir í 112 ef þú þarft á neyðaraðstoð að halda. Á vef okkar 112.is má einnig finna aðgengilega fræðslu gegn ofbeldi og hina margvíslegu hjálp sem er til staðar fyrir þolendur ofbeldis. Þar má finna fræðslu um allar birtingarmyndir ofbeldis, dæmisögur og úrræði, svo að við hvetjum alla til að nýta sér þessa fræðslu – bæði fyrir sig og sína. Það er mikilvægt að hafa í huga að vera vakandi fyrir umhverfi okkar, sérstaklega úti á lífinu. Ef þú sérð manneskju skapa óþægilegar aðstæður og virða ekki mörk þeirra sem eru í kringum hana, skaltu ekki hika við að spyrja, „er allt í góðu?“ Ef þú færð neikvætt eða ekkert svar við spurningu þinni, þá er mikilvægt að þú stígir inn með því að leita til þeirra sem aðstoð geta veitt, t.d. gæsluliða, barþjóns eða dyravarðar, vina, leigubílstjóra eða vagnstjóra strætisvagna, eða - að hringja í 112. Ofbeldi er samfélagslegt mein og með átakinu Góða skemmtun vill Neyðarlínan 112 hvetja almenning til að vera vakandi fyrir umhverfi sínu, stuðla að öryggi í samskiptum, virða mörk og segja frá ef einhver sýnir óþægilega eða ógnvænlega hegðun. Þannig getum við öll stuðlað að góðri skemmtun án hvers konar ofbeldis eða áreitni. Komum heil heim. Höfundur er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Framundan er ein helsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Neyðarlínan vill af því tilefni senda öllum landsmönnum góða kveðju og ósk um um að landsmenn skemmti sér vel. Jafnframt viljum við hvetja viðburðahaldara til að tryggja að allar þær samkomur sem haldnar verða verði góð skemmtun með öryggi gesta í forgangi. Þar á ofbeldi ekki heima. Á árum áður þótti kannski ekki tiltökumál að slagsmál fylgdu því að fara á ball eða tónleika, líkt og við töldum okkur jafnvel trú um að ofbeldi innan fjölskyldu væri einkamál viðkomandi og lokuðum alltof oft augunum fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Við eigum að vita betur í dag. Góða skemmtun er sameiginlegt átak Neyðarlínunnar, lögreglunnar og dómsmálaráðuneytis sem hvetur til árvekni og öryggis þegar við komum saman í sumar. Jafnframt er minnt á að Neyðarlínan gerir engan greinarmun á því hver hringir í 112 eða í hvaða aðstæðum – það sem skiptir máli er að þú hringir í 112 ef þú þarft á neyðaraðstoð að halda. Á vef okkar 112.is má einnig finna aðgengilega fræðslu gegn ofbeldi og hina margvíslegu hjálp sem er til staðar fyrir þolendur ofbeldis. Þar má finna fræðslu um allar birtingarmyndir ofbeldis, dæmisögur og úrræði, svo að við hvetjum alla til að nýta sér þessa fræðslu – bæði fyrir sig og sína. Það er mikilvægt að hafa í huga að vera vakandi fyrir umhverfi okkar, sérstaklega úti á lífinu. Ef þú sérð manneskju skapa óþægilegar aðstæður og virða ekki mörk þeirra sem eru í kringum hana, skaltu ekki hika við að spyrja, „er allt í góðu?“ Ef þú færð neikvætt eða ekkert svar við spurningu þinni, þá er mikilvægt að þú stígir inn með því að leita til þeirra sem aðstoð geta veitt, t.d. gæsluliða, barþjóns eða dyravarðar, vina, leigubílstjóra eða vagnstjóra strætisvagna, eða - að hringja í 112. Ofbeldi er samfélagslegt mein og með átakinu Góða skemmtun vill Neyðarlínan 112 hvetja almenning til að vera vakandi fyrir umhverfi sínu, stuðla að öryggi í samskiptum, virða mörk og segja frá ef einhver sýnir óþægilega eða ógnvænlega hegðun. Þannig getum við öll stuðlað að góðri skemmtun án hvers konar ofbeldis eða áreitni. Komum heil heim. Höfundur er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar