Heimshöfin heitari en nokkru sinni fyrr Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 4. ágúst 2023 08:54 Hitametin hafa fallið víða í sumar og nú er sjórinn heitari að meðaltali en nokkru sinni fyrr. AP Photo/Rebecca Blackwell Hiti sjávar hefur aldrei verið hærri en meðalhiti sjávar á allri jörðinni náði 20.9 stigum í vikunni sem er að líða. Þetta segja vísindamenn frá Kópernikusi sem er stofnun Evrópusambandsins sem fylgist með loftslagsbreytingum. Það er langt fyrir ofan meðaltalið miðað við þennan árstíma, að því er segir í umfjöllun BBC. Fyrra metið var sett árið 2016 en sjávarhiti hefur farið hækkandi á jörðinni í þeim loftslagsbreytingum sem nú eru í gangi. Höfin eru afar mikilvæg þegar kemur að því að jafna út öfgar í veðurfari og hitastigi á jörðinni enda draga þau í sig hita, framleiða um helming alls súrefnis og stjórna veðurfarinu. Eftir því sem sjór hitnar þá minnka möguleikarnir á því að sjórinn geti dregið í sig koldíoxíð. Það þýðir að meira magn gróðurhúsalofttegunda verður eftir í andrúmsloftinu. Heitari sjór leiðir líka til þess að jöklarnir bráðna hraðar sem veldur aftur hækkun á yfirborði sjávar. Þá hefur breytt hitastig sjávar einnig áhrif á hegðun dýranna sem lifa í sjónum sem mörg hver hugsa sér til hreyfings þegar hitastigið breytist og leita þá í kaldari sjó. Vísindamenn rannsaka nú ástæðu þess að sjórinn er að hitna en segja ljóst að loftslagsbreytingarnar hafi þar mikil áhrif. Þegar síðasta met féll, árið 2016, var El Nino veðurfyrirbrigðið í gangi af fullum krafti. Nú er nýtt El Nino tímabil hafið, en er þó aðeins í byrjunarfasa. Því óttast menn að þetta nýja hitamet verði slegið áður en langt um líður. Loftslagsmál Veður Hafið Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Þetta segja vísindamenn frá Kópernikusi sem er stofnun Evrópusambandsins sem fylgist með loftslagsbreytingum. Það er langt fyrir ofan meðaltalið miðað við þennan árstíma, að því er segir í umfjöllun BBC. Fyrra metið var sett árið 2016 en sjávarhiti hefur farið hækkandi á jörðinni í þeim loftslagsbreytingum sem nú eru í gangi. Höfin eru afar mikilvæg þegar kemur að því að jafna út öfgar í veðurfari og hitastigi á jörðinni enda draga þau í sig hita, framleiða um helming alls súrefnis og stjórna veðurfarinu. Eftir því sem sjór hitnar þá minnka möguleikarnir á því að sjórinn geti dregið í sig koldíoxíð. Það þýðir að meira magn gróðurhúsalofttegunda verður eftir í andrúmsloftinu. Heitari sjór leiðir líka til þess að jöklarnir bráðna hraðar sem veldur aftur hækkun á yfirborði sjávar. Þá hefur breytt hitastig sjávar einnig áhrif á hegðun dýranna sem lifa í sjónum sem mörg hver hugsa sér til hreyfings þegar hitastigið breytist og leita þá í kaldari sjó. Vísindamenn rannsaka nú ástæðu þess að sjórinn er að hitna en segja ljóst að loftslagsbreytingarnar hafi þar mikil áhrif. Þegar síðasta met féll, árið 2016, var El Nino veðurfyrirbrigðið í gangi af fullum krafti. Nú er nýtt El Nino tímabil hafið, en er þó aðeins í byrjunarfasa. Því óttast menn að þetta nýja hitamet verði slegið áður en langt um líður.
Loftslagsmál Veður Hafið Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira