Farið yfir ákæruna gegn Trump: „Sakborningurinn tapaði kosningunum 2020“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2023 09:27 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið ákærður þrisvar sinnum á einu ári og verður mögulega ákærður í fjórða sinn á næstunni. AP/Sue Ogrocki Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær ákærður fyrir viðleitni hans og tilraunir til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Trump tapaði fyrir Joe Biden en hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Jack Smith, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytisins, hefur ákært Trump. Ákæruskjalið sem birt var í gærkvöldi hefst á þeim orðum að Trump hafi verið 45. forseti Bandaríkjanna og frambjóðandi í kosningunum 2020. „Sakborningurinn tapaði kosningunum 2020,“ segir í ákæruskjalinu. Þá segir að Trump hafi vitað að hann hafi tapað en þrátt fyrir það hafi hann ítrekað logið því að hann hefði í raun unnið. Hann hafi vitað að hann væri að segja ósatt en samt gert það með því markmiði að grafa undan trúverðugleika kosninga í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Trump ákærður fyrir að reyna að hnekkja úrslitum Þá segir í skjalinu að Trump hafi, sem bandarískur ríkisborgari, rétt á því að tala um kosningar og jafnvel til að segja ósatt og halda því fram að hann hafi í raun unnið. Þá hafi hann einnig haft rétt á því að beita löglegum leiðum til að krefjast endurtalninga og rannsókna eftir kosningarnar og það hafi hann gert. Trump reyndi þó einnig að beita ólöglegum leiðum, samkvæmt því sem stendur í ákærunni, til að snúa úrslitunum. Þá segir þar að Trump hafi vitað að fullyrðingar hans væru ósannar. Honum hafi meðal annars oft verið bent á það og þá af hans helstu ráðgjöfum en hann hafi hunsað það og haldið lygunum áfram. Dómstólar víðsvegar um Bandaríkin hafi þar að auki ítrekað neitað ásökunum hans og bandamanna hans. Smith segist ætla að fara fram á að réttarhöldin gegn Trump fari tiltölulega snemma fram. Áhugasamir geta séð ákæruna hér að neðan. Ákæran_gegn_TrumpPDF2.3MBSækja skjal Fjórir ákæruliðir Trump er ákærður í fjórum liðum. Einn ákæruliður snýr að því að hann er sakaður um svik gagnvart Bandaríkjunum vegna tilrauna hans og annarra til að snúa úrslitunum. Tveir snúa að tilraunum Trumps til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita kosninganna og sá fjórði snýr að tilraunum hans til að snúa úrslitum kosninga í tilteknum ríkjum. Dómarinn sem hefur verið skipaður til að halda utan um málaferlin hefur samkvæmt AP fréttaveitunni dæmt marga sem tóku þátt í árásinni á bandaríska þingið þann 6. janúar 2021 þungum refsingum. Þá reyndu stuðningsmenn Trumps að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu formlega úrslit kosninganna. Trump er ekki ákærður fyrir að hafa hvatt til árásarinnar á þinghúsið heldur er hann sakaður um að hafa reynt að nýta sér óreiðuna til að reyna að koma í veg fyrir staðfestingu úrslitanna. Auk þess að snúast að miklu leyti um árásina á þinghúsið snýr ákæran að tilraunum Trumps og bandamanna hans til að skipta út kjörmönnum í mikilvægum ríkjum. Verði hann fundinn sekur stendur hann frammi fyrir löngum fangelsisdómi. Dómarinn sagður refsigjarn Tanya Chutkan, sem skipuð var í embætti af Barack Obama, hefur oft veitt sakborningum þyngri refsingar en saksóknarar hafa lagt til. Hún hefur einnig einu sinni úrskurðað gegn Trump í máli sem tengist árásinni á þinghúsið. Hún neitaði kröfu Trumps um að meina þingmönnum sem voru að rannsaka árásina aðgang að skjölum hans. Hún samþykkti ekki þau rök hans að fyrrverandi forseti gæti krafist leyndar á skjölunum þegar núverandi forseti hefði heimilað birtingu þeirra. Tanya Chutkan hefur margsinnis refsað fólki sem hún hefur dæmt vegna árásarinnar á þinghúsið með þyngri fangelsisdómum en saksóknarar hafa lagt til.AP „Forsetar eru ekki konungar og málshöfðandi [Trump] er ekki forseti,“ skrifaði Chutkan þá í úrskurði sínum. Trump mun mæta fyrst í dómsal vegna málsins á morgun, fimmtudag. Þriðja ákæran og sú fjórða möguleg Þetta er í þriðja sinn sem Trump er ákærður á þessu ári. Hann stendur þar að auki frammi fyrir fjórðu ákærunni og það í Georgíu, þar sem Trump þrýsti mjög á embættismenn til að hagræða úrslitunum, meðal annars þegar hann sagði innanríkisráðherra Georgíu að „finna 11.780 atkvæði“ en Trump tapaði í Georgíu með 11.779 atkvæðum. Sjá einnig: Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Fyrir gærkvöldið hafði hann verið ákærður vegna vegna skjalanna leynilegu og í hinu tilfellinu af saksóknara á Manhattan sem sakar Trump um fjársvik varðandi þagnargreiðslur til klámleikkonu og leikstjóra, sem hann hélt við á árum áður, í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Kosningasjóður Trumps fór nýverið fram á að sextíu milljónir dala sem veittar voru til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) Trumps sem kallast Save America, verði endurgreiddar. Krafan þykir benda til þess að Trump eigi í fjárhagskröggum. Reyndu að skipta út kjörmönnum Í ákærunni gegn Trump segir að hann og samsærismenn hans hafi meðal annars reynt að tryggja Trump áframhaldandi völd með því að skipta út réttkjörnum kjörmönnum í sjö ríkjum Bandaríkjanna fyrir kjörmenn sem væru hliðhollir Trump. Forsetakosningar í Bandaríkjunum virka á þann veg að kjósendur ríkja kjósa í raun ekki forseta, heldur svokallaða kjörmenn. Þeir eru alltaf 538 talsins og deilast milli ríkja eftir fjölda þingmanna, en sá fjöldi tekur mið af íbúafjölda. Kjörmennirnir eiga svo að velja þá forsetaframbjóðendur sem kjósendurnir völdu. Í flestum ríkjum fær sá forsetaframbjóðandi sem vinnur þar alla kjörmenn ríkjanna en í nokkrum fá báðir hlutfallslegan fjölda miðað við atkvæði. Eastman og aðrir Trump-liðar reyndu að skipta út kjörmönnum í nokkrum ríkjum svo þeir gætu valið Trump en ekki Biden. Ríkin sem um ræðir eru Arisóna, Georgía, Michigan, Nevada, Nýja Mexíkó, Pennsylvanía og Wisconsin. Sjá einnig: Ákæra sextán Repúblikana í Michigan Jack Smith, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, er hann kynnti ákæruna gegn Trump í gærkvöldi.AP/J. Scott Applewhite Búið að bera kennsl á fimm samsærismenn Í ákærunni gegn Trump kemur fram að sex manns hafi aðstoðað Trump. Þetta fólk er ekki nafngreint en fjölmiðlar vestanhafs hafa þegar borið kennsl á fimm þeirra, samkvæmt frétt Washington Post. Einn þeirra er Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, sem leiddi um tíma viðleitni forsetans fyrrverandi til að snúa úrslitum kosninganna. Giuliani fór víða um Bandaríkin, dreifði lygum Trumps og samsæriskenningum um kosningasvindl, auk þess sem hann höfðaði fjölmörg mál sem öllum var vísað frá eða þau töpuðust. Donald Trump, þann 6. janúar 2021. Hann er sakaður um að hafa reynt að nýta sér óreiðuna sem hann skapaði sjálfur.AP/Jacquelyn Martin Giuliani varði til að mynda mörgum klukkustundum á fundum með ríkisþingmönnum víða um Bandaríkin þar sem hann varpaði fram fjölmörgum röngum samsæriskenningum um umfangsmikið kosningasvindl. Í ákærunni segir að samsærismaður 1, Giuliani, hafi verið viljugur til að dreifa þessum lygum þegar formlegir lögmenn framboðs Trumps hafi ekki verið tilbúnir til þess. Giuliani hefur einnig stöðu grunaðs manns í áðurnefndri rannsókn saksóknara í Georgíu. Sjá einnig: Giuliani með stöðu grunaðs manns „Samsærismaður 2“ er lögmaður sem heitir John Eastman. Hann er sagður hafa reynt að beita Mike Pence, fyrrverandi varaforseta, þrýstingi til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna. Sem varaforseti hafði Pence táknrænt hlutverk í því ferli og hafði ekkert vald til að koma í veg fyrir staðfestinguna. Sjá einnig: Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Eastman, sem starfaði eitt sinn sem aðstoðarmaður hæstaréttardómarans Clarence Thomas, þróaði einnig áætlun sem snerist um að skipta út kjörmönnum í ríkjum sem Trump tapaði. Eastman hefur einnig haldið því fram að Trump hafi tapað í Georgíu af því 66 þúsund manns undir lögaldri og 2.500 fangar hafi greitt atkvæði. Hann hefur þó aldrei fært sannanir fyrir því. Þann 6. janúar 2021 ruddu stuðningsmenn Trumps sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020.AP/Jose Luis Magana Íhugaði að gera samsærismann að ráðherra Þriðji samsærismaðurinn svokallaði er Sidney Powell. Hún er einnig lögfræðingur og gekk hart fram með stoðlausar yfirlýsingar um kosningasvindl og svik vegna kosninganna. Hún hélt því meðal annars fram fyrir kosningarnar að hakkarar hefðu breytt kosningavélum í alþjóðlegu samsæri kommúnista. Framboð Trump sleit tengslin við hana eftir mjög svo misheppnaðan blaðamannafund en hún hélt áfram að höfða mál sem tengdust kosningunum og staðhæfði ítrekað að Trump hefði unnið. Trump sjálfur er sagður hafa íhugað að veita henni stöðu sérstaks rannsakanda vegna kosninganna en á fundi sem lýst hefur verið sem þeim „brjálaðasta“ sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps, er hún sögð hafa lagt til að Trump lýsti yfir neyðarástandi og legði hald á kosningavélar. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórði samsærismaðurinn er fyrrverandi aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann heitir Jeffrey Clark en í ákærunni segir að hann hafi reynt að nota Dómsmálaráðuneytið til að hefja innihaldslausar rannsóknir og hafa áhrif á embættismenn tiltekinna ríkja með ásökunum um kosningasvindl sem hann vissi að væru rangar. Stuðningsmenn Trumps eru margir sannfærðir um að hann sé raunverulegur sigurvegari forsetakosninganna 2020.AP/Jose Luis Magana Trump var mjög sáttur við Clark og aðgerðir hans og ætlaði sér að gera hann að dómsmálaráðherra eftir kosningarnar. Í byrjun árs 2021, þremur dögum fyrir árásina á þinghúsið, kallaði Trump yfirmenn ráðuneytisins á óvæntan fund í Hvíta húsinu og viðraði hann þá hugmynd að skipa Clark ráðherra, í stað Jeffrey Rosen, sem var þá starfandi ráðherra. Yfirmennirnir tilkynntu Trump að þeir myndu segja af sér og að fjölmargir aðrir starfsmenn myndu gera það einnig. Einn yfirmannanna sagði að yrði Clark skipaður ráðherra myndi hann stýra „kirkjugarði“. Sjá einnig: Vildi að dómsmálaráðuneytið segði kosningarnar spilltar Fimmti samsærismaðurinn er Kenneth Chesebro. Hann er lögmaður sem er einnig sakaður um að hafa komið að áætlun Trump-liða um að skipta út kjörmönnum fyrir menn sem myndu veita Trump atkvæði en ekki Biden. Samkvæmt Washington Post var hann fyrstur til að nefna það að skipta út kjörmönnum og deildi hann þeirri hugmynd sinni með Eastman og Giuliani. Sjá einnig: Stefna bandamönnum Trumps vegna sakamálarannsóknar í Georgíu Ekki er búið að bera kennsl á sjötta samsærismanninn en hann er sagður vera pólitískur ráðgjafi sem hafi komið að áðurnefndri áætlun um að skipta út kjörmönnum. Hann mun meðal annars hafa sent Giuliani tölvupóst og bent á lögmenn í sex ríkjum sem gætu aðstoðað við þessa áætlun. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Fréttaskýringar Tengdar fréttir Málsókn Trump gegn CNN vísað frá Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá 475 milljóna dala málsókn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann höfðaði gegn fréttamiðlinum CNN fyrir að líkja sér við Adolf Hitler. 30. júlí 2023 08:24 Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Sakaður um að hafa skipað starfsmanni að eyða myndbandsupptökum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sakaður um að hafa skipað starfsmanni sínum að eyða upptökum úr öryggismyndavélum á heimili hans í Flórída. Það er sagt hafa verið gert til þess að hindra rannsókn á meintum brotum hans í tengslum við leyniskjöl sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu. 27. júlí 2023 22:49 Fangelsi fyrir barsmíðar með fánastöng Vörubílstjóri sem barði lögregluþjón með fánastöng í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 hefur verið dæmdur til rúmlega fjögurra ára vistar í alríkisfangelsi. Maðurinn játaði að hafa ráðist á lögregluþjón með hættulegu vopni. 25. júlí 2023 10:33 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Jack Smith, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytisins, hefur ákært Trump. Ákæruskjalið sem birt var í gærkvöldi hefst á þeim orðum að Trump hafi verið 45. forseti Bandaríkjanna og frambjóðandi í kosningunum 2020. „Sakborningurinn tapaði kosningunum 2020,“ segir í ákæruskjalinu. Þá segir að Trump hafi vitað að hann hafi tapað en þrátt fyrir það hafi hann ítrekað logið því að hann hefði í raun unnið. Hann hafi vitað að hann væri að segja ósatt en samt gert það með því markmiði að grafa undan trúverðugleika kosninga í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Trump ákærður fyrir að reyna að hnekkja úrslitum Þá segir í skjalinu að Trump hafi, sem bandarískur ríkisborgari, rétt á því að tala um kosningar og jafnvel til að segja ósatt og halda því fram að hann hafi í raun unnið. Þá hafi hann einnig haft rétt á því að beita löglegum leiðum til að krefjast endurtalninga og rannsókna eftir kosningarnar og það hafi hann gert. Trump reyndi þó einnig að beita ólöglegum leiðum, samkvæmt því sem stendur í ákærunni, til að snúa úrslitunum. Þá segir þar að Trump hafi vitað að fullyrðingar hans væru ósannar. Honum hafi meðal annars oft verið bent á það og þá af hans helstu ráðgjöfum en hann hafi hunsað það og haldið lygunum áfram. Dómstólar víðsvegar um Bandaríkin hafi þar að auki ítrekað neitað ásökunum hans og bandamanna hans. Smith segist ætla að fara fram á að réttarhöldin gegn Trump fari tiltölulega snemma fram. Áhugasamir geta séð ákæruna hér að neðan. Ákæran_gegn_TrumpPDF2.3MBSækja skjal Fjórir ákæruliðir Trump er ákærður í fjórum liðum. Einn ákæruliður snýr að því að hann er sakaður um svik gagnvart Bandaríkjunum vegna tilrauna hans og annarra til að snúa úrslitunum. Tveir snúa að tilraunum Trumps til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita kosninganna og sá fjórði snýr að tilraunum hans til að snúa úrslitum kosninga í tilteknum ríkjum. Dómarinn sem hefur verið skipaður til að halda utan um málaferlin hefur samkvæmt AP fréttaveitunni dæmt marga sem tóku þátt í árásinni á bandaríska þingið þann 6. janúar 2021 þungum refsingum. Þá reyndu stuðningsmenn Trumps að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu formlega úrslit kosninganna. Trump er ekki ákærður fyrir að hafa hvatt til árásarinnar á þinghúsið heldur er hann sakaður um að hafa reynt að nýta sér óreiðuna til að reyna að koma í veg fyrir staðfestingu úrslitanna. Auk þess að snúast að miklu leyti um árásina á þinghúsið snýr ákæran að tilraunum Trumps og bandamanna hans til að skipta út kjörmönnum í mikilvægum ríkjum. Verði hann fundinn sekur stendur hann frammi fyrir löngum fangelsisdómi. Dómarinn sagður refsigjarn Tanya Chutkan, sem skipuð var í embætti af Barack Obama, hefur oft veitt sakborningum þyngri refsingar en saksóknarar hafa lagt til. Hún hefur einnig einu sinni úrskurðað gegn Trump í máli sem tengist árásinni á þinghúsið. Hún neitaði kröfu Trumps um að meina þingmönnum sem voru að rannsaka árásina aðgang að skjölum hans. Hún samþykkti ekki þau rök hans að fyrrverandi forseti gæti krafist leyndar á skjölunum þegar núverandi forseti hefði heimilað birtingu þeirra. Tanya Chutkan hefur margsinnis refsað fólki sem hún hefur dæmt vegna árásarinnar á þinghúsið með þyngri fangelsisdómum en saksóknarar hafa lagt til.AP „Forsetar eru ekki konungar og málshöfðandi [Trump] er ekki forseti,“ skrifaði Chutkan þá í úrskurði sínum. Trump mun mæta fyrst í dómsal vegna málsins á morgun, fimmtudag. Þriðja ákæran og sú fjórða möguleg Þetta er í þriðja sinn sem Trump er ákærður á þessu ári. Hann stendur þar að auki frammi fyrir fjórðu ákærunni og það í Georgíu, þar sem Trump þrýsti mjög á embættismenn til að hagræða úrslitunum, meðal annars þegar hann sagði innanríkisráðherra Georgíu að „finna 11.780 atkvæði“ en Trump tapaði í Georgíu með 11.779 atkvæðum. Sjá einnig: Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Fyrir gærkvöldið hafði hann verið ákærður vegna vegna skjalanna leynilegu og í hinu tilfellinu af saksóknara á Manhattan sem sakar Trump um fjársvik varðandi þagnargreiðslur til klámleikkonu og leikstjóra, sem hann hélt við á árum áður, í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Kosningasjóður Trumps fór nýverið fram á að sextíu milljónir dala sem veittar voru til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) Trumps sem kallast Save America, verði endurgreiddar. Krafan þykir benda til þess að Trump eigi í fjárhagskröggum. Reyndu að skipta út kjörmönnum Í ákærunni gegn Trump segir að hann og samsærismenn hans hafi meðal annars reynt að tryggja Trump áframhaldandi völd með því að skipta út réttkjörnum kjörmönnum í sjö ríkjum Bandaríkjanna fyrir kjörmenn sem væru hliðhollir Trump. Forsetakosningar í Bandaríkjunum virka á þann veg að kjósendur ríkja kjósa í raun ekki forseta, heldur svokallaða kjörmenn. Þeir eru alltaf 538 talsins og deilast milli ríkja eftir fjölda þingmanna, en sá fjöldi tekur mið af íbúafjölda. Kjörmennirnir eiga svo að velja þá forsetaframbjóðendur sem kjósendurnir völdu. Í flestum ríkjum fær sá forsetaframbjóðandi sem vinnur þar alla kjörmenn ríkjanna en í nokkrum fá báðir hlutfallslegan fjölda miðað við atkvæði. Eastman og aðrir Trump-liðar reyndu að skipta út kjörmönnum í nokkrum ríkjum svo þeir gætu valið Trump en ekki Biden. Ríkin sem um ræðir eru Arisóna, Georgía, Michigan, Nevada, Nýja Mexíkó, Pennsylvanía og Wisconsin. Sjá einnig: Ákæra sextán Repúblikana í Michigan Jack Smith, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, er hann kynnti ákæruna gegn Trump í gærkvöldi.AP/J. Scott Applewhite Búið að bera kennsl á fimm samsærismenn Í ákærunni gegn Trump kemur fram að sex manns hafi aðstoðað Trump. Þetta fólk er ekki nafngreint en fjölmiðlar vestanhafs hafa þegar borið kennsl á fimm þeirra, samkvæmt frétt Washington Post. Einn þeirra er Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, sem leiddi um tíma viðleitni forsetans fyrrverandi til að snúa úrslitum kosninganna. Giuliani fór víða um Bandaríkin, dreifði lygum Trumps og samsæriskenningum um kosningasvindl, auk þess sem hann höfðaði fjölmörg mál sem öllum var vísað frá eða þau töpuðust. Donald Trump, þann 6. janúar 2021. Hann er sakaður um að hafa reynt að nýta sér óreiðuna sem hann skapaði sjálfur.AP/Jacquelyn Martin Giuliani varði til að mynda mörgum klukkustundum á fundum með ríkisþingmönnum víða um Bandaríkin þar sem hann varpaði fram fjölmörgum röngum samsæriskenningum um umfangsmikið kosningasvindl. Í ákærunni segir að samsærismaður 1, Giuliani, hafi verið viljugur til að dreifa þessum lygum þegar formlegir lögmenn framboðs Trumps hafi ekki verið tilbúnir til þess. Giuliani hefur einnig stöðu grunaðs manns í áðurnefndri rannsókn saksóknara í Georgíu. Sjá einnig: Giuliani með stöðu grunaðs manns „Samsærismaður 2“ er lögmaður sem heitir John Eastman. Hann er sagður hafa reynt að beita Mike Pence, fyrrverandi varaforseta, þrýstingi til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna. Sem varaforseti hafði Pence táknrænt hlutverk í því ferli og hafði ekkert vald til að koma í veg fyrir staðfestinguna. Sjá einnig: Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Eastman, sem starfaði eitt sinn sem aðstoðarmaður hæstaréttardómarans Clarence Thomas, þróaði einnig áætlun sem snerist um að skipta út kjörmönnum í ríkjum sem Trump tapaði. Eastman hefur einnig haldið því fram að Trump hafi tapað í Georgíu af því 66 þúsund manns undir lögaldri og 2.500 fangar hafi greitt atkvæði. Hann hefur þó aldrei fært sannanir fyrir því. Þann 6. janúar 2021 ruddu stuðningsmenn Trumps sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020.AP/Jose Luis Magana Íhugaði að gera samsærismann að ráðherra Þriðji samsærismaðurinn svokallaði er Sidney Powell. Hún er einnig lögfræðingur og gekk hart fram með stoðlausar yfirlýsingar um kosningasvindl og svik vegna kosninganna. Hún hélt því meðal annars fram fyrir kosningarnar að hakkarar hefðu breytt kosningavélum í alþjóðlegu samsæri kommúnista. Framboð Trump sleit tengslin við hana eftir mjög svo misheppnaðan blaðamannafund en hún hélt áfram að höfða mál sem tengdust kosningunum og staðhæfði ítrekað að Trump hefði unnið. Trump sjálfur er sagður hafa íhugað að veita henni stöðu sérstaks rannsakanda vegna kosninganna en á fundi sem lýst hefur verið sem þeim „brjálaðasta“ sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps, er hún sögð hafa lagt til að Trump lýsti yfir neyðarástandi og legði hald á kosningavélar. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórði samsærismaðurinn er fyrrverandi aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann heitir Jeffrey Clark en í ákærunni segir að hann hafi reynt að nota Dómsmálaráðuneytið til að hefja innihaldslausar rannsóknir og hafa áhrif á embættismenn tiltekinna ríkja með ásökunum um kosningasvindl sem hann vissi að væru rangar. Stuðningsmenn Trumps eru margir sannfærðir um að hann sé raunverulegur sigurvegari forsetakosninganna 2020.AP/Jose Luis Magana Trump var mjög sáttur við Clark og aðgerðir hans og ætlaði sér að gera hann að dómsmálaráðherra eftir kosningarnar. Í byrjun árs 2021, þremur dögum fyrir árásina á þinghúsið, kallaði Trump yfirmenn ráðuneytisins á óvæntan fund í Hvíta húsinu og viðraði hann þá hugmynd að skipa Clark ráðherra, í stað Jeffrey Rosen, sem var þá starfandi ráðherra. Yfirmennirnir tilkynntu Trump að þeir myndu segja af sér og að fjölmargir aðrir starfsmenn myndu gera það einnig. Einn yfirmannanna sagði að yrði Clark skipaður ráðherra myndi hann stýra „kirkjugarði“. Sjá einnig: Vildi að dómsmálaráðuneytið segði kosningarnar spilltar Fimmti samsærismaðurinn er Kenneth Chesebro. Hann er lögmaður sem er einnig sakaður um að hafa komið að áætlun Trump-liða um að skipta út kjörmönnum fyrir menn sem myndu veita Trump atkvæði en ekki Biden. Samkvæmt Washington Post var hann fyrstur til að nefna það að skipta út kjörmönnum og deildi hann þeirri hugmynd sinni með Eastman og Giuliani. Sjá einnig: Stefna bandamönnum Trumps vegna sakamálarannsóknar í Georgíu Ekki er búið að bera kennsl á sjötta samsærismanninn en hann er sagður vera pólitískur ráðgjafi sem hafi komið að áðurnefndri áætlun um að skipta út kjörmönnum. Hann mun meðal annars hafa sent Giuliani tölvupóst og bent á lögmenn í sex ríkjum sem gætu aðstoðað við þessa áætlun.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Fréttaskýringar Tengdar fréttir Málsókn Trump gegn CNN vísað frá Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá 475 milljóna dala málsókn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann höfðaði gegn fréttamiðlinum CNN fyrir að líkja sér við Adolf Hitler. 30. júlí 2023 08:24 Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Sakaður um að hafa skipað starfsmanni að eyða myndbandsupptökum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sakaður um að hafa skipað starfsmanni sínum að eyða upptökum úr öryggismyndavélum á heimili hans í Flórída. Það er sagt hafa verið gert til þess að hindra rannsókn á meintum brotum hans í tengslum við leyniskjöl sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu. 27. júlí 2023 22:49 Fangelsi fyrir barsmíðar með fánastöng Vörubílstjóri sem barði lögregluþjón með fánastöng í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 hefur verið dæmdur til rúmlega fjögurra ára vistar í alríkisfangelsi. Maðurinn játaði að hafa ráðist á lögregluþjón með hættulegu vopni. 25. júlí 2023 10:33 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Málsókn Trump gegn CNN vísað frá Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá 475 milljóna dala málsókn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann höfðaði gegn fréttamiðlinum CNN fyrir að líkja sér við Adolf Hitler. 30. júlí 2023 08:24
Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46
Sakaður um að hafa skipað starfsmanni að eyða myndbandsupptökum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sakaður um að hafa skipað starfsmanni sínum að eyða upptökum úr öryggismyndavélum á heimili hans í Flórída. Það er sagt hafa verið gert til þess að hindra rannsókn á meintum brotum hans í tengslum við leyniskjöl sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu. 27. júlí 2023 22:49
Fangelsi fyrir barsmíðar með fánastöng Vörubílstjóri sem barði lögregluþjón með fánastöng í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 hefur verið dæmdur til rúmlega fjögurra ára vistar í alríkisfangelsi. Maðurinn játaði að hafa ráðist á lögregluþjón með hættulegu vopni. 25. júlí 2023 10:33