Kveikti í sér til að mótmæla ofríki kvikmyndarisa Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2023 11:10 Það var ansi tilkomumikið þegar Mike Massa steig logandi á svið á mánudag. Instagram/Twitter Áhættuleikarinn Mike Massa kveikti í sér á fjöldafundi SAG-AFTRA, verkalýðsfélagi starfsfólks í bandarísku sjónvarpi og útvarpi, til að mótmæla ofríki kvikmyndastúdíóa. Umfangsmestu verkföll í Hollywood í áratugi standa nú yfir. Massa gekk út á sviðið þakinn logum á fjöldafundinum sem var haldinn í Atlanta í Georgíu á mánudag. Þar að auki hélt hann á skilti sem á stóð „SAG-AFTRA í verkfalli!“. Honum var fagnað með hrópum og klöppum. View this post on Instagram A post shared by Elena Sanchez (@theelenasanchez) Í viðtali við Washington Post sagðist Massa hafa samþykkt að taka þátt í átján sekúndna áhættuatriðinu til að sýna að áhættuleikarar væru frekar til í að láta brenna sig líkamlega en að leyfa stúdíóunum að grilla sig með vondum kjörum. Massa hefur starfað sem áhættuleikari í fjölda ára og verið áhættustaðgengill fyrir Harrison Ford í nokkrum myndum, þar á meðal Indiana Jones and the Dial of Destiny sem kom út fyrr í sumar. Á Instagram-síðu Massa skrifaði hann færslu þar sem hann sagði áhættuleikara vera þreytta á að vera brenndir af AMPTP, sambandi kvikmyndagerðar- og sjónvarpsframleiðenda. View this post on Instagram A post shared by Mike Massa (@mikemassa1x) Umfangsmestu verkföll í sextíu ár Stjórn SAG-AFTRA samþykkti 13. júlí að fara í verkfall sem náði til um 160 þúsund leikara. Samningaviðræður höfðu fyrir það staðið yfir í margar vikur við samtök kvikmynda-og sjónvarpsframleiðenda vestanhafs sem sjá um launasamninga fyrir hönd stúdíóa og streymisveitna. Stéttarfélagið fór fram á hækkun launa, bætta vinnuaðstæður og ákvæði um bann við notkun gervigreindar en fengu ekki sínu fram. Á meðan á verkfallinu stendur mega leikarar hvorki leika né sinna ýmsum kynningum á myndum á borð við frumsýningar eða verðlaunahátíðir. Handritshöfundar í Hollywood voru þegar komnir í verkfall sem hófst 2. maí síðastliðinn. Það hefur ekki gerst síðan 1960 að bæði leikarar og handritshöfundar fari í verkfall samtímis. Hollywood Bandaríkin Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Massa gekk út á sviðið þakinn logum á fjöldafundinum sem var haldinn í Atlanta í Georgíu á mánudag. Þar að auki hélt hann á skilti sem á stóð „SAG-AFTRA í verkfalli!“. Honum var fagnað með hrópum og klöppum. View this post on Instagram A post shared by Elena Sanchez (@theelenasanchez) Í viðtali við Washington Post sagðist Massa hafa samþykkt að taka þátt í átján sekúndna áhættuatriðinu til að sýna að áhættuleikarar væru frekar til í að láta brenna sig líkamlega en að leyfa stúdíóunum að grilla sig með vondum kjörum. Massa hefur starfað sem áhættuleikari í fjölda ára og verið áhættustaðgengill fyrir Harrison Ford í nokkrum myndum, þar á meðal Indiana Jones and the Dial of Destiny sem kom út fyrr í sumar. Á Instagram-síðu Massa skrifaði hann færslu þar sem hann sagði áhættuleikara vera þreytta á að vera brenndir af AMPTP, sambandi kvikmyndagerðar- og sjónvarpsframleiðenda. View this post on Instagram A post shared by Mike Massa (@mikemassa1x) Umfangsmestu verkföll í sextíu ár Stjórn SAG-AFTRA samþykkti 13. júlí að fara í verkfall sem náði til um 160 þúsund leikara. Samningaviðræður höfðu fyrir það staðið yfir í margar vikur við samtök kvikmynda-og sjónvarpsframleiðenda vestanhafs sem sjá um launasamninga fyrir hönd stúdíóa og streymisveitna. Stéttarfélagið fór fram á hækkun launa, bætta vinnuaðstæður og ákvæði um bann við notkun gervigreindar en fengu ekki sínu fram. Á meðan á verkfallinu stendur mega leikarar hvorki leika né sinna ýmsum kynningum á myndum á borð við frumsýningar eða verðlaunahátíðir. Handritshöfundar í Hollywood voru þegar komnir í verkfall sem hófst 2. maí síðastliðinn. Það hefur ekki gerst síðan 1960 að bæði leikarar og handritshöfundar fari í verkfall samtímis.
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira