Smábátaútgerð eða hefðbundin útgerð? Svanur Guðmundsson skrifar 13. júlí 2023 07:01 Nýlokin er ólympískum veiðum smábáta sem er tímabil þar sem fallegir hraðfiskbátar setja mark sitt á nokkrar hafnir landsins. Um leið birtast fallegar myndir af þessum draumaheimi smábátasjómannsins sem siglir um í veðurblíðunni eins og landsmenn hafa notið síðustu daga. En það getur verið fróðlegt að skoða nokkrar tölfræðilegar sviðsmyndir í kringum þessa draumaveröld. Alls lönduðu 750 bátar nærri 15 þúsund sinnum, samtals yfir 11 þúsund tonnum af fiski á þessum 40 dögum sem þeir höfðu til veiða. Það vita þó ekki allir að það er ekki á færi annarra en efnaðra manna í vel launuðum störfum að hefja slíkar sportveiðar því fæstum dugar til viðurværis að vinna bara 40 daga á ári. Meðal smábátasjómanna eru því fyrrverandi embættismenn og fyrirtækjaeigendur sem láta þarna draum sinn rætast. Svo eru hinir sem bíða eftir að strandveiðar hefjist og bölva þegar 10 þúsund tonna þorsksaflamarkið klárast. Þeir eru ekki að leika sér. Blessunarlega urðu ekki manntjón við veiðarnar þetta árið en einhverjir bátar voru dregnir í land fyrstu daganna. Hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa er aragrúi atvika skráður, sumir sjómennirnir voru aldurhnignir mjög og vissu varla hver þeir voru meðan leitað var að þeim. Það má einnig hafa í huga að þann afla sem þessir 750 bátar drógu inn hefði verið hægt að taka inn á þeim 42 togurum sem eru skráðir sem slíkir á aðeins 8 dögum með mun hagkvæmari og öruggari hætti en gert er með smábátum. Uppsett afl í opnum bátum hér á landi er 84 Mw en til samanburðar er uppsett afl togara hér við land 74 Mw. Gera má ráð fyrir að einhverjir smábátasjómenn hafi náð inn yfir 10 milljónum króna á þessum 40 dögum en sumir þurfa að leggjast í viðgerðir á sínum bátum og hafa að öllum líkindum lítið eftir þegar skatturinn og viðhaldsreikningurinn er greiddur. Gera má ráð fyrir að það hafi verið í heildina 750-850 manns sem stunduðu veiðar á smábátum í þessa 40 daga sem veiðarnar stóðu yfir. Um leið má segja að tekin sé vinna af 600 til 800 manns sem eru á þessum 42 togurum. Jafn margt fiskverkafólk þarf í landi til að vinna fiskinn af smábát eða togara. Aftur á móti er vinnan skipulögð út árið hjá vinnslu sem er með togara til hráefnisöflunar og fær fiskverkunarfólk frí í júlí en ekki ef aflinn er tekinn á smábát. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlokin er ólympískum veiðum smábáta sem er tímabil þar sem fallegir hraðfiskbátar setja mark sitt á nokkrar hafnir landsins. Um leið birtast fallegar myndir af þessum draumaheimi smábátasjómannsins sem siglir um í veðurblíðunni eins og landsmenn hafa notið síðustu daga. En það getur verið fróðlegt að skoða nokkrar tölfræðilegar sviðsmyndir í kringum þessa draumaveröld. Alls lönduðu 750 bátar nærri 15 þúsund sinnum, samtals yfir 11 þúsund tonnum af fiski á þessum 40 dögum sem þeir höfðu til veiða. Það vita þó ekki allir að það er ekki á færi annarra en efnaðra manna í vel launuðum störfum að hefja slíkar sportveiðar því fæstum dugar til viðurværis að vinna bara 40 daga á ári. Meðal smábátasjómanna eru því fyrrverandi embættismenn og fyrirtækjaeigendur sem láta þarna draum sinn rætast. Svo eru hinir sem bíða eftir að strandveiðar hefjist og bölva þegar 10 þúsund tonna þorsksaflamarkið klárast. Þeir eru ekki að leika sér. Blessunarlega urðu ekki manntjón við veiðarnar þetta árið en einhverjir bátar voru dregnir í land fyrstu daganna. Hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa er aragrúi atvika skráður, sumir sjómennirnir voru aldurhnignir mjög og vissu varla hver þeir voru meðan leitað var að þeim. Það má einnig hafa í huga að þann afla sem þessir 750 bátar drógu inn hefði verið hægt að taka inn á þeim 42 togurum sem eru skráðir sem slíkir á aðeins 8 dögum með mun hagkvæmari og öruggari hætti en gert er með smábátum. Uppsett afl í opnum bátum hér á landi er 84 Mw en til samanburðar er uppsett afl togara hér við land 74 Mw. Gera má ráð fyrir að einhverjir smábátasjómenn hafi náð inn yfir 10 milljónum króna á þessum 40 dögum en sumir þurfa að leggjast í viðgerðir á sínum bátum og hafa að öllum líkindum lítið eftir þegar skatturinn og viðhaldsreikningurinn er greiddur. Gera má ráð fyrir að það hafi verið í heildina 750-850 manns sem stunduðu veiðar á smábátum í þessa 40 daga sem veiðarnar stóðu yfir. Um leið má segja að tekin sé vinna af 600 til 800 manns sem eru á þessum 42 togurum. Jafn margt fiskverkafólk þarf í landi til að vinna fiskinn af smábát eða togara. Aftur á móti er vinnan skipulögð út árið hjá vinnslu sem er með togara til hráefnisöflunar og fær fiskverkunarfólk frí í júlí en ekki ef aflinn er tekinn á smábát. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun