Smábátaútgerð eða hefðbundin útgerð? Svanur Guðmundsson skrifar 13. júlí 2023 07:01 Nýlokin er ólympískum veiðum smábáta sem er tímabil þar sem fallegir hraðfiskbátar setja mark sitt á nokkrar hafnir landsins. Um leið birtast fallegar myndir af þessum draumaheimi smábátasjómannsins sem siglir um í veðurblíðunni eins og landsmenn hafa notið síðustu daga. En það getur verið fróðlegt að skoða nokkrar tölfræðilegar sviðsmyndir í kringum þessa draumaveröld. Alls lönduðu 750 bátar nærri 15 þúsund sinnum, samtals yfir 11 þúsund tonnum af fiski á þessum 40 dögum sem þeir höfðu til veiða. Það vita þó ekki allir að það er ekki á færi annarra en efnaðra manna í vel launuðum störfum að hefja slíkar sportveiðar því fæstum dugar til viðurværis að vinna bara 40 daga á ári. Meðal smábátasjómanna eru því fyrrverandi embættismenn og fyrirtækjaeigendur sem láta þarna draum sinn rætast. Svo eru hinir sem bíða eftir að strandveiðar hefjist og bölva þegar 10 þúsund tonna þorsksaflamarkið klárast. Þeir eru ekki að leika sér. Blessunarlega urðu ekki manntjón við veiðarnar þetta árið en einhverjir bátar voru dregnir í land fyrstu daganna. Hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa er aragrúi atvika skráður, sumir sjómennirnir voru aldurhnignir mjög og vissu varla hver þeir voru meðan leitað var að þeim. Það má einnig hafa í huga að þann afla sem þessir 750 bátar drógu inn hefði verið hægt að taka inn á þeim 42 togurum sem eru skráðir sem slíkir á aðeins 8 dögum með mun hagkvæmari og öruggari hætti en gert er með smábátum. Uppsett afl í opnum bátum hér á landi er 84 Mw en til samanburðar er uppsett afl togara hér við land 74 Mw. Gera má ráð fyrir að einhverjir smábátasjómenn hafi náð inn yfir 10 milljónum króna á þessum 40 dögum en sumir þurfa að leggjast í viðgerðir á sínum bátum og hafa að öllum líkindum lítið eftir þegar skatturinn og viðhaldsreikningurinn er greiddur. Gera má ráð fyrir að það hafi verið í heildina 750-850 manns sem stunduðu veiðar á smábátum í þessa 40 daga sem veiðarnar stóðu yfir. Um leið má segja að tekin sé vinna af 600 til 800 manns sem eru á þessum 42 togurum. Jafn margt fiskverkafólk þarf í landi til að vinna fiskinn af smábát eða togara. Aftur á móti er vinnan skipulögð út árið hjá vinnslu sem er með togara til hráefnisöflunar og fær fiskverkunarfólk frí í júlí en ekki ef aflinn er tekinn á smábát. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nýlokin er ólympískum veiðum smábáta sem er tímabil þar sem fallegir hraðfiskbátar setja mark sitt á nokkrar hafnir landsins. Um leið birtast fallegar myndir af þessum draumaheimi smábátasjómannsins sem siglir um í veðurblíðunni eins og landsmenn hafa notið síðustu daga. En það getur verið fróðlegt að skoða nokkrar tölfræðilegar sviðsmyndir í kringum þessa draumaveröld. Alls lönduðu 750 bátar nærri 15 þúsund sinnum, samtals yfir 11 þúsund tonnum af fiski á þessum 40 dögum sem þeir höfðu til veiða. Það vita þó ekki allir að það er ekki á færi annarra en efnaðra manna í vel launuðum störfum að hefja slíkar sportveiðar því fæstum dugar til viðurværis að vinna bara 40 daga á ári. Meðal smábátasjómanna eru því fyrrverandi embættismenn og fyrirtækjaeigendur sem láta þarna draum sinn rætast. Svo eru hinir sem bíða eftir að strandveiðar hefjist og bölva þegar 10 þúsund tonna þorsksaflamarkið klárast. Þeir eru ekki að leika sér. Blessunarlega urðu ekki manntjón við veiðarnar þetta árið en einhverjir bátar voru dregnir í land fyrstu daganna. Hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa er aragrúi atvika skráður, sumir sjómennirnir voru aldurhnignir mjög og vissu varla hver þeir voru meðan leitað var að þeim. Það má einnig hafa í huga að þann afla sem þessir 750 bátar drógu inn hefði verið hægt að taka inn á þeim 42 togurum sem eru skráðir sem slíkir á aðeins 8 dögum með mun hagkvæmari og öruggari hætti en gert er með smábátum. Uppsett afl í opnum bátum hér á landi er 84 Mw en til samanburðar er uppsett afl togara hér við land 74 Mw. Gera má ráð fyrir að einhverjir smábátasjómenn hafi náð inn yfir 10 milljónum króna á þessum 40 dögum en sumir þurfa að leggjast í viðgerðir á sínum bátum og hafa að öllum líkindum lítið eftir þegar skatturinn og viðhaldsreikningurinn er greiddur. Gera má ráð fyrir að það hafi verið í heildina 750-850 manns sem stunduðu veiðar á smábátum í þessa 40 daga sem veiðarnar stóðu yfir. Um leið má segja að tekin sé vinna af 600 til 800 manns sem eru á þessum 42 togurum. Jafn margt fiskverkafólk þarf í landi til að vinna fiskinn af smábát eða togara. Aftur á móti er vinnan skipulögð út árið hjá vinnslu sem er með togara til hráefnisöflunar og fær fiskverkunarfólk frí í júlí en ekki ef aflinn er tekinn á smábát. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun