Caster Semenya vann mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júlí 2023 15:00 Caster Semenya vann áfangasigur í baráttu sinni í dag. Vísir/Getty Suðurafríska hlaupakonan Caster Semenya vann mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu sem varðar reglur um magn testósteróns hjá frjálsíþróttafólki. Þó lítur ekki út fyrir að hún keppi á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Hin þrjátíu og tveggja ára gamla Caster Semenya hefur í mörg ár barist gegn reglum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem gerir það að verkum að hún og fleiri íþróttakonur hafa þurft að taka lyf til að minnka magn testósteróns í blóðinu ætli þær að keppa í ákveðnum greinum. Á þetta við um íþróttakonur sem af náttúrulegum ástæðum eru með hærra magn testósteróns í blóðinu en konur almennt, á ensku kallað DSD (Differences in sexual development). Semenya hafði áður tapað málaferlum fyrir Alþjóða íþróttadómstólnum (CAS) sem og hæstarétti í Sviss en þegar málið var tekið fyrir hjá Mannréttindadómstólnum vann hún áfrýjunarmál og úrskurðaði dómurinn að brotið hefði verið á réttindum Semenya. Samkvæmt AP fréttastofunni höfðaði Semenya málið fyrir Mannréttindadómstólnum gegn stjórnvöldum í Sviss. Það kemur til vegna þess að þegar Semenya tapaði máli fyrir CAS árið 2019 áfrýjaði hún málinu til hæstaréttar í Sviss. Eftir ákvörðun Mannréttinadómstólsins er framtíð reglanna í óvissu, en þó svaraði Alþjóða frjálsíþróttasambandið því strax í kjölfar birtingu dómsins að reglurnar yrðu áfram í gildi. „Við erum enn á þeirri skoðun að DSD-reglurnar séu nauðsynlegt og sanngjarnt verkfæri til að vernda heiðarleika í keppni kvenna, líkt og CAS og hæstiréttur Sviss hafa áður úrskurðað um eftir ítarlegt mat á sönnunargögnum,“ segir í yfirlýsingu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins en þar sagði jafnframt að reglurnar yrði áfram í gildi og að sambandið myndi hvetja yfirvöld í Sviss til að áfrýja niðurstöðunni. Tóku ekki nægjanlegt tillit til mikilvægra þátta Eins og áður segir hefur Semenya barist gegn reglunum í mörg ár. Semenya fæddist sem kvenmaður og hefur skilgreint sig sem konu allt sitt líf. Í frétt AP kemur fram að hún sé með svipað magn testósteróns í blóðinu og karlmaður og Alþjóða frjálsíþróttasambandið segir að það gefi henni ósanngjarnt forskot í kvennaflokki frjálsra íþrótta. Semenya varð Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi bæði í London árið 2012 sem og í Ríó árið 2016. Síðan reglurnar tóku gildi hefur hún keppt í 200, 5000 og 10.000 metra hlaupi án sama árangurs en DSD-reglurnar eru ekki eins strangar í öllum hlaupagreinum. Dómurinn sem féll í dag er gagnrýninn á ákvörðun CAS frá árinu 2019. Þá festi dómurinn reglurnar í gildi en þær þvinga Semenya og fleiri íþróttakonur til að taka getnaðarvarnarpillur, hormónablokkerandi lyf eða gangast undir aðgerð til að geta keppt í kvennaflokki á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. Olympic champion Caster Semenya won an appeal against track and field's rules when a human rights court ruled she had been discriminated against by regulations that force female athletes to artificially reduce high testosterone levels in order to compete. https://t.co/aIxIYZjB54— The Associated Press (@AP) July 11, 2023 Samkvæmt Mannréttindadómstólnum tók CAS ekki nægilega til greina mikilvæga þætti eins og aukaverkanir af völdum lyfjagjafar, erfiðleika íþróttakvenna að fylgja reglunum og skort á sönnunargögnum að hærra magn testósteróns gæfi íþróttakonunum í raun forskot. Þá segir dómstóllinn enn fremur að áfrýjun Semenya fyrir hæstarétti Sviss hefði átt að þýða að reglurnar hefðu verið endurskoðaðar í þaula sem ekki var gert. Samkvæmt dómnum fær Semenya 60.000 evrur í bætur frá svissneska ríkinu vegna kostnaðar við málsóknina. Frjálsar íþróttir Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum Sjá meira
Hin þrjátíu og tveggja ára gamla Caster Semenya hefur í mörg ár barist gegn reglum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem gerir það að verkum að hún og fleiri íþróttakonur hafa þurft að taka lyf til að minnka magn testósteróns í blóðinu ætli þær að keppa í ákveðnum greinum. Á þetta við um íþróttakonur sem af náttúrulegum ástæðum eru með hærra magn testósteróns í blóðinu en konur almennt, á ensku kallað DSD (Differences in sexual development). Semenya hafði áður tapað málaferlum fyrir Alþjóða íþróttadómstólnum (CAS) sem og hæstarétti í Sviss en þegar málið var tekið fyrir hjá Mannréttindadómstólnum vann hún áfrýjunarmál og úrskurðaði dómurinn að brotið hefði verið á réttindum Semenya. Samkvæmt AP fréttastofunni höfðaði Semenya málið fyrir Mannréttindadómstólnum gegn stjórnvöldum í Sviss. Það kemur til vegna þess að þegar Semenya tapaði máli fyrir CAS árið 2019 áfrýjaði hún málinu til hæstaréttar í Sviss. Eftir ákvörðun Mannréttinadómstólsins er framtíð reglanna í óvissu, en þó svaraði Alþjóða frjálsíþróttasambandið því strax í kjölfar birtingu dómsins að reglurnar yrðu áfram í gildi. „Við erum enn á þeirri skoðun að DSD-reglurnar séu nauðsynlegt og sanngjarnt verkfæri til að vernda heiðarleika í keppni kvenna, líkt og CAS og hæstiréttur Sviss hafa áður úrskurðað um eftir ítarlegt mat á sönnunargögnum,“ segir í yfirlýsingu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins en þar sagði jafnframt að reglurnar yrði áfram í gildi og að sambandið myndi hvetja yfirvöld í Sviss til að áfrýja niðurstöðunni. Tóku ekki nægjanlegt tillit til mikilvægra þátta Eins og áður segir hefur Semenya barist gegn reglunum í mörg ár. Semenya fæddist sem kvenmaður og hefur skilgreint sig sem konu allt sitt líf. Í frétt AP kemur fram að hún sé með svipað magn testósteróns í blóðinu og karlmaður og Alþjóða frjálsíþróttasambandið segir að það gefi henni ósanngjarnt forskot í kvennaflokki frjálsra íþrótta. Semenya varð Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi bæði í London árið 2012 sem og í Ríó árið 2016. Síðan reglurnar tóku gildi hefur hún keppt í 200, 5000 og 10.000 metra hlaupi án sama árangurs en DSD-reglurnar eru ekki eins strangar í öllum hlaupagreinum. Dómurinn sem féll í dag er gagnrýninn á ákvörðun CAS frá árinu 2019. Þá festi dómurinn reglurnar í gildi en þær þvinga Semenya og fleiri íþróttakonur til að taka getnaðarvarnarpillur, hormónablokkerandi lyf eða gangast undir aðgerð til að geta keppt í kvennaflokki á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. Olympic champion Caster Semenya won an appeal against track and field's rules when a human rights court ruled she had been discriminated against by regulations that force female athletes to artificially reduce high testosterone levels in order to compete. https://t.co/aIxIYZjB54— The Associated Press (@AP) July 11, 2023 Samkvæmt Mannréttindadómstólnum tók CAS ekki nægilega til greina mikilvæga þætti eins og aukaverkanir af völdum lyfjagjafar, erfiðleika íþróttakvenna að fylgja reglunum og skort á sönnunargögnum að hærra magn testósteróns gæfi íþróttakonunum í raun forskot. Þá segir dómstóllinn enn fremur að áfrýjun Semenya fyrir hæstarétti Sviss hefði átt að þýða að reglurnar hefðu verið endurskoðaðar í þaula sem ekki var gert. Samkvæmt dómnum fær Semenya 60.000 evrur í bætur frá svissneska ríkinu vegna kostnaðar við málsóknina.
Frjálsar íþróttir Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti