Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2025 21:45 Carrick hrósaði Arsenal liðinu fyrir spilamennsku sína. Sýn/Getty Images Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, sagði í einkaviðtali við Sýn Sport að Arsenal væri það lið ensku úrvalsdeildarinnar sem væri hvað best í því að nýta nýjustu tískubylgju fótboltans ásamt því að halda í þau gildi sem hafa einkennt fótbolta á hæsta stigi undanfarin ár. Hinn 44 ára gamli Carrick hefur reynt fyrir sér í þjálfun eftir að skórnir fóru á hilluna. Fyrst sem aðstoðarþjálfari Man United og svo sem aðalþjálfari Middlesbrough í ensku B-deildinni. Þar áður vann hann nær allt sem hægt var að vinna með Man United. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Carrick um tímabilið til þessa í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er áhugaverð byrjun. Þau þrjú lið (Arsenal, Manchester City og Liverpool) sem flest spáðu að yrðu í efstu þremur eru þar eða þar í kring. Chelsea eru svo ekki langt þar á eftir.“ „Arsenal virka sterkir og þéttir. Hafa ekki fengið mörg mörk á sig og eru að finna leiðir til að vinna jafna leiki, eitthvað sem þeim hefur ekki tekist undanfarin ár.“ „Liverpool er ekki alveg að spila af sama krafti og á síðustu leiktíð, það er augljóst. Eru samt þarna uppi. Þá eru City að bæta sig hægt og rólega frá síðustu leiktíð eftir að hafa átt slakt tímabil. Verður áhugavert að sjá hversu góðir þeir verða þegar líður á tímabilið.“ „Það er mjög lítið búið af tímabilinu, það er auðvelt að lesa of mikið í hlutina en þau lið sem eru að berjast á toppnum koma ekki á óvart.“ Klippa: Einkaviðtal við Michael Carrick: Föst leikatriði og gengi Arsenal Löng innköst aftur í tísku Kjartan Atli spurði Carrick nánar út í Arsenal og mikilvægi fastra leikatriða í fótboltanum. „Þetta er áhugavert. Það eru aðeins svo margar leiðir sem hægt er að spila leikinn, hann þróast og snýr aftur til þess sem hann var fyrir þónokkuð mörgum árum. Þá voru föst leikatriði, löng innköst, beinskeyttur leikstíll og langir boltar í tísku.“ „Síðan kom kafli þar sem öll lið vildu spila meðfram jörðinni og tengja stuttar sendingar. Reyndu að spila hvað sem hinn „fallegi leikur“ er. Allir reyndu að spila þannig. Nú er þetta að fara hringinn. Þetta snýst um hvað virkar, það er ekkert rétt eða rangt. Föstu leikatriðin eru að koma aftur inn í leikinn og er orðin hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag. Þetta ber árangur og hvað sem ber árangur er vinsælt.“ „Áður var þetta komið á það stig að lið töldu sig of góð til að þurfa að láta hlutina líta illa út. Nú er þetta komið hringinn og fólk sættir sig við að þetta ber árangur. Arsenal hefur tekið þessu opnum örmum og hefur þetta borið mikinn árangur, eru að vinna mjög jafna leiki nú vegna þessa.“ „Svo snýst þetta um hversu langt fer þetta. Tekur þetta eitthvað frá þeirri hlið fótboltans sem við erum orðin vön að sjá undanfarin ár. Það þarf að vera jafnvægi þar sem maður reynir að ná því besta úr báðum aðferðum. Fyrir mér eru Arsenal það lið sem er að gera það hvað best þessa stundina.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Hinn 44 ára gamli Carrick hefur reynt fyrir sér í þjálfun eftir að skórnir fóru á hilluna. Fyrst sem aðstoðarþjálfari Man United og svo sem aðalþjálfari Middlesbrough í ensku B-deildinni. Þar áður vann hann nær allt sem hægt var að vinna með Man United. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Carrick um tímabilið til þessa í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er áhugaverð byrjun. Þau þrjú lið (Arsenal, Manchester City og Liverpool) sem flest spáðu að yrðu í efstu þremur eru þar eða þar í kring. Chelsea eru svo ekki langt þar á eftir.“ „Arsenal virka sterkir og þéttir. Hafa ekki fengið mörg mörk á sig og eru að finna leiðir til að vinna jafna leiki, eitthvað sem þeim hefur ekki tekist undanfarin ár.“ „Liverpool er ekki alveg að spila af sama krafti og á síðustu leiktíð, það er augljóst. Eru samt þarna uppi. Þá eru City að bæta sig hægt og rólega frá síðustu leiktíð eftir að hafa átt slakt tímabil. Verður áhugavert að sjá hversu góðir þeir verða þegar líður á tímabilið.“ „Það er mjög lítið búið af tímabilinu, það er auðvelt að lesa of mikið í hlutina en þau lið sem eru að berjast á toppnum koma ekki á óvart.“ Klippa: Einkaviðtal við Michael Carrick: Föst leikatriði og gengi Arsenal Löng innköst aftur í tísku Kjartan Atli spurði Carrick nánar út í Arsenal og mikilvægi fastra leikatriða í fótboltanum. „Þetta er áhugavert. Það eru aðeins svo margar leiðir sem hægt er að spila leikinn, hann þróast og snýr aftur til þess sem hann var fyrir þónokkuð mörgum árum. Þá voru föst leikatriði, löng innköst, beinskeyttur leikstíll og langir boltar í tísku.“ „Síðan kom kafli þar sem öll lið vildu spila meðfram jörðinni og tengja stuttar sendingar. Reyndu að spila hvað sem hinn „fallegi leikur“ er. Allir reyndu að spila þannig. Nú er þetta að fara hringinn. Þetta snýst um hvað virkar, það er ekkert rétt eða rangt. Föstu leikatriðin eru að koma aftur inn í leikinn og er orðin hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag. Þetta ber árangur og hvað sem ber árangur er vinsælt.“ „Áður var þetta komið á það stig að lið töldu sig of góð til að þurfa að láta hlutina líta illa út. Nú er þetta komið hringinn og fólk sættir sig við að þetta ber árangur. Arsenal hefur tekið þessu opnum örmum og hefur þetta borið mikinn árangur, eru að vinna mjög jafna leiki nú vegna þessa.“ „Svo snýst þetta um hversu langt fer þetta. Tekur þetta eitthvað frá þeirri hlið fótboltans sem við erum orðin vön að sjá undanfarin ár. Það þarf að vera jafnvægi þar sem maður reynir að ná því besta úr báðum aðferðum. Fyrir mér eru Arsenal það lið sem er að gera það hvað best þessa stundina.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira