Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2025 06:43 Rakel Sara Pétursdóttir með íslenska fánann og verðlaunapening um hálsinn. Fimleikasamband Íslands Rakel Sara Pétursdóttir var stjarna íslenska landsliðsins á Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fór fram í Leicester, Englandi um helgina. Rakel Sara, sem kemur úr Gerplu, vann bronsverðlaun í fjölþrautinni og fylgdi því síðan eftir með að vinna silfurverðlaun í gólfæfingum. Íslenska kvennalandsliðið varð í fimmta sæti í liðakeppninni en liðið varð fyrir áfalli strax í upphitun, í fyrsta sæti þegar Nanna Guðmundsdóttir, reynslubolti liðsins, meiddist á fæti á slánni sem varð til þess að hún keppti ekki með liðinu. Efst íslensku keppendanna í dag varð eins og áður sagði Rakel Sara sem endaði með 47.250 stig sem tryggði henni þriðja sætið í fjölþrautinni. Frábær árangur hjá þessari ungu og upprennandi fimleikakonu. Hún gerði sér einnig lítið fyrir og komst inn í úrslit á þremur áhöldum af fjórum. Þóranna Sveinsdóttir, úr Stjörnunni komst einnig í úrslitin á tvíslánni. Rakel Sara bætti sig heldur betur í úrslitum í gólfæfingum. Hún kom inn áttunda í úrslitin en hækkaði einkunnina sína um 0.700 stig sem telst mikil bæting milli daga. Þessi mikla bæting skilaði henni silfurverðlaunum. Rakel Sara átti ekki eins góðan dag á slánni í dag og í gær þar sem hún kom fyrst inn í úrslit en endaði í sjöunda sæti þar með tvö föll. Í stökkinu varð Rakel Sara fjórða eins og í undanúrslitunum. Þóranna hækkaði sig um þrjú sæti á tvíslánni og var hársbreidd frá bronsinu. Karlamegin var Atli Snær Valgeirsson í úrslitum á þremur áhöldum af sex og hækkaði sig um tvö sæti í stökkinu þar sem hann endaði sjötti. Hann ætlaði sér meira á gólfi en svekkjandi fall setti strik í reikninginn þar og sjöunda sætið var niðurstaðan. Jón Sigurður Gunnarsson hækkaði sig um þrjú sæti á svifránni og var jafn Atla Snæ í fimmta sæti með 11.650 stig. Í hringjunum ætlaði Jón sér verðlaunasæti en fall í afstökkinu kom í veg fyrir það. Lúkas Ari Ragnarsson kom inn á hringina sem varamaður og endaði sjötti. Sólon Sverrisson átti úrslitasæti í stökki og á tvíslá en dró sig úr keppni á stökkinu þar sem Sigurður Ari Stefánsson kom í hans stað. Fimleikar Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ Sjá meira
Rakel Sara, sem kemur úr Gerplu, vann bronsverðlaun í fjölþrautinni og fylgdi því síðan eftir með að vinna silfurverðlaun í gólfæfingum. Íslenska kvennalandsliðið varð í fimmta sæti í liðakeppninni en liðið varð fyrir áfalli strax í upphitun, í fyrsta sæti þegar Nanna Guðmundsdóttir, reynslubolti liðsins, meiddist á fæti á slánni sem varð til þess að hún keppti ekki með liðinu. Efst íslensku keppendanna í dag varð eins og áður sagði Rakel Sara sem endaði með 47.250 stig sem tryggði henni þriðja sætið í fjölþrautinni. Frábær árangur hjá þessari ungu og upprennandi fimleikakonu. Hún gerði sér einnig lítið fyrir og komst inn í úrslit á þremur áhöldum af fjórum. Þóranna Sveinsdóttir, úr Stjörnunni komst einnig í úrslitin á tvíslánni. Rakel Sara bætti sig heldur betur í úrslitum í gólfæfingum. Hún kom inn áttunda í úrslitin en hækkaði einkunnina sína um 0.700 stig sem telst mikil bæting milli daga. Þessi mikla bæting skilaði henni silfurverðlaunum. Rakel Sara átti ekki eins góðan dag á slánni í dag og í gær þar sem hún kom fyrst inn í úrslit en endaði í sjöunda sæti þar með tvö föll. Í stökkinu varð Rakel Sara fjórða eins og í undanúrslitunum. Þóranna hækkaði sig um þrjú sæti á tvíslánni og var hársbreidd frá bronsinu. Karlamegin var Atli Snær Valgeirsson í úrslitum á þremur áhöldum af sex og hækkaði sig um tvö sæti í stökkinu þar sem hann endaði sjötti. Hann ætlaði sér meira á gólfi en svekkjandi fall setti strik í reikninginn þar og sjöunda sætið var niðurstaðan. Jón Sigurður Gunnarsson hækkaði sig um þrjú sæti á svifránni og var jafn Atla Snæ í fimmta sæti með 11.650 stig. Í hringjunum ætlaði Jón sér verðlaunasæti en fall í afstökkinu kom í veg fyrir það. Lúkas Ari Ragnarsson kom inn á hringina sem varamaður og endaði sjötti. Sólon Sverrisson átti úrslitasæti í stökki og á tvíslá en dró sig úr keppni á stökkinu þar sem Sigurður Ari Stefánsson kom í hans stað.
Fimleikar Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ Sjá meira