Umfjöllun: Ísland - Grikklandi 0-0 | Íslenska liðið náði ekki að brjóta ísinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júlí 2023 21:02 Eggert Aron Guðmundsson í baráttunni í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Ísland er úr leik á Evrópumóti U-19 ára landsliða eftir markalaust jafntefli í lokaleik riðilsins gegn Grikklandi. Það var þó orðið ljóst áður en leiknum lauk að Ísland færi ekki áfram þó þeir hefðu náð inn sigurmarki. Íslenska liðið þurfti að reiða sig á sigur Spánar gegn Noregi en þeir gerðu einnig markalaust jafntefli sín á milli, sem þýðir að þær tvær þjóðir halda áfram í undanúrslit mótsins. Grikkland hafði fengið á sig fimm mörk í báðum sínum leikjum fyrir þennan og það var nokkuð ljóst að þeir ætluðu ekki að láta það endurtaka sig. Liðið lá mjög aftarlega á vellinum og vörðust með 11 menn fyrir aftan boltann allar 90 mínúturnar. Ísland hélt vel í boltann allan leikinn en áttu erfitt með að brjóta niður þéttan varnarmúr gríska liðsins. Eggerti Aroni tókst þó tvívegis að koma boltanum í netið, en bæði mörk voru dæmd ógild, í fyrra skiptið gaf Hlynur Freyr fyrir á Eggert eftir að boltinn hafði farið út af vellinum og í seinna skiptið fékk Eggert boltann í höndina rétt áður en hann kom honum í netið. Hættulegustu færi liðsins komu í seinni hálfleik, Daníel Freyr og Róbert Frosti áttu báðir skot rétt framhjá markinu með stuttu millibili. Ágúst Orri fékk einnig nokkur marktækifæri en tókst ekki að nýta sér þau. Síðustu mínútur leiksins töfðu Grikkirnir og hægðu mikið á leiknum, íslensku strákarnir reyndu allt sem þeir gátu til að skora sigurmarkið, meira að segja markvörður liðsins var kominn fram á völlinn síðustu mínútuna. En það bar ekki árangur í þetta sinn, markalaust jafntefli varð niðurstaðan og Ísland hefur lokið keppni á mótinu. Af hverju endaði leikurinn jafntefli ? Þrátt fyrir að halda boltanum nánast allan leikinn tókst íslenska liðinu ekki að skapa sér nógu góð færi, Grikkirnir voru mjög þéttir og tókst að halda þetta út. Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt að benda á einstaka leikmenn í svo tíðindalitlum leik, en Daníel Freyr fær tilnefninguna í þetta skipti. Byrjaði leikinn sem vinstri bakvörður en færði sig innar á völlinn eftir því sem leið á og stóð sig vel. Hvað gekk illa? Íslenska liðið hefði mátt sýna meiri fjölbreytileika í sínum sóknarleik, reyndu alltof margar fyrirgjafir gegn liði sem var sterkara í loftinu. Hefðu getað spilað boltanum minna upp vængina og meira inn á miðsvæðið. Hvað gerist næst? Ísland og Grikkland eru úr leik. Spánn og Noregur halda áfram upp úr riðlinum í undanúrslit þar sem þeir mæta Ítalíu og Portúgal. Fótbolti
Ísland er úr leik á Evrópumóti U-19 ára landsliða eftir markalaust jafntefli í lokaleik riðilsins gegn Grikklandi. Það var þó orðið ljóst áður en leiknum lauk að Ísland færi ekki áfram þó þeir hefðu náð inn sigurmarki. Íslenska liðið þurfti að reiða sig á sigur Spánar gegn Noregi en þeir gerðu einnig markalaust jafntefli sín á milli, sem þýðir að þær tvær þjóðir halda áfram í undanúrslit mótsins. Grikkland hafði fengið á sig fimm mörk í báðum sínum leikjum fyrir þennan og það var nokkuð ljóst að þeir ætluðu ekki að láta það endurtaka sig. Liðið lá mjög aftarlega á vellinum og vörðust með 11 menn fyrir aftan boltann allar 90 mínúturnar. Ísland hélt vel í boltann allan leikinn en áttu erfitt með að brjóta niður þéttan varnarmúr gríska liðsins. Eggerti Aroni tókst þó tvívegis að koma boltanum í netið, en bæði mörk voru dæmd ógild, í fyrra skiptið gaf Hlynur Freyr fyrir á Eggert eftir að boltinn hafði farið út af vellinum og í seinna skiptið fékk Eggert boltann í höndina rétt áður en hann kom honum í netið. Hættulegustu færi liðsins komu í seinni hálfleik, Daníel Freyr og Róbert Frosti áttu báðir skot rétt framhjá markinu með stuttu millibili. Ágúst Orri fékk einnig nokkur marktækifæri en tókst ekki að nýta sér þau. Síðustu mínútur leiksins töfðu Grikkirnir og hægðu mikið á leiknum, íslensku strákarnir reyndu allt sem þeir gátu til að skora sigurmarkið, meira að segja markvörður liðsins var kominn fram á völlinn síðustu mínútuna. En það bar ekki árangur í þetta sinn, markalaust jafntefli varð niðurstaðan og Ísland hefur lokið keppni á mótinu. Af hverju endaði leikurinn jafntefli ? Þrátt fyrir að halda boltanum nánast allan leikinn tókst íslenska liðinu ekki að skapa sér nógu góð færi, Grikkirnir voru mjög þéttir og tókst að halda þetta út. Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt að benda á einstaka leikmenn í svo tíðindalitlum leik, en Daníel Freyr fær tilnefninguna í þetta skipti. Byrjaði leikinn sem vinstri bakvörður en færði sig innar á völlinn eftir því sem leið á og stóð sig vel. Hvað gekk illa? Íslenska liðið hefði mátt sýna meiri fjölbreytileika í sínum sóknarleik, reyndu alltof margar fyrirgjafir gegn liði sem var sterkara í loftinu. Hefðu getað spilað boltanum minna upp vængina og meira inn á miðsvæðið. Hvað gerist næst? Ísland og Grikkland eru úr leik. Spánn og Noregur halda áfram upp úr riðlinum í undanúrslit þar sem þeir mæta Ítalíu og Portúgal.