Bestu mörkin: Þjálfarinn upptekinn á Coldplay tónleikum í Kaupmannahöfn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2023 09:31 Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastólskvenna en hann missti af leiknum um helgina. Vísir/Vilhelm Konráð Freyr Sigurðsson stýrði liði Tindastóls í mikilvægum leik í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær en aðalþjálfari liðsins, Halldór Jón Sigurðsson, var hvergi sjáanlegur á hliðarlínunni. Bestu mörkin fóru yfir það af hverju Halldór Jón hafi misst af nýliðaslagnum í Kaplakrika en Tindastóll situr áfram í fallsæti deildarinnar eftir naumt 1-0 tap. „Við sáum það í viðtölum eftir leik að Donni var víðs fjarri,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Þetta var Konni en ekki Donni,“ skaut þá Mist Rúnarsdóttir inn í en Konráð Freyr er bróðir Halldórs. „Það var ekki langt að fara en hefur þú heyrt einhverja ástæðu,“ spurði Helena. „Ég var svo spennt að sjá bræður berjast af því að við erum með Guðna og Hlyn FH megin og svo Donna og Konna Tindastólsmegin. Ótrúlega líflegar hliðarlínur. Ég hefði alveg verið í til í aukaþátt bara af línunni,“ sagði Mist og hélt áfram: „Svo er enginn Donni en ég heyrði að hann væri á Coldplay tónleikum í Köben og mér finnst það mjög skrýtið,“ sagði Mist. „Nei, ég trúi því nú ekki,“ sagði Helena. „Ég heyrði þetta en ég velti því fyrir mér. Er Coldplay ekki að túra allt árum um hring og er vesen að fá miða,“ spurði Mist. Helena benti líka á því að það hafi ekki verið breyttur leiktími á þessum leik. Deildin er nú líka að fara í margra vikna pásu og þar hefði Donni tíma fyrir tónleikaferð. „Mér skilst að þetta sé eitthvað sem lá fyrir löngu og leikmenn séu ekkert brjálæðislega svekktar yfir þessu. Þær hafa vitað þetta en mér finnst þetta samt skrýtið af því að þú ert á þessum stað í deildinni og þú ert að fara í leik á móti nýliðum. Þetta eru lið sem þekkjast og það er saga þarna á milli. Það er hasar og fjör og það var einvígi þarna á milli í fyrra líka. Þú vilt vera með í þessu,“ sagði Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Hvar var þjálfari Tindastóls? Besta deild kvenna Bestu mörkin Tindastóll Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Bestu mörkin fóru yfir það af hverju Halldór Jón hafi misst af nýliðaslagnum í Kaplakrika en Tindastóll situr áfram í fallsæti deildarinnar eftir naumt 1-0 tap. „Við sáum það í viðtölum eftir leik að Donni var víðs fjarri,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Þetta var Konni en ekki Donni,“ skaut þá Mist Rúnarsdóttir inn í en Konráð Freyr er bróðir Halldórs. „Það var ekki langt að fara en hefur þú heyrt einhverja ástæðu,“ spurði Helena. „Ég var svo spennt að sjá bræður berjast af því að við erum með Guðna og Hlyn FH megin og svo Donna og Konna Tindastólsmegin. Ótrúlega líflegar hliðarlínur. Ég hefði alveg verið í til í aukaþátt bara af línunni,“ sagði Mist og hélt áfram: „Svo er enginn Donni en ég heyrði að hann væri á Coldplay tónleikum í Köben og mér finnst það mjög skrýtið,“ sagði Mist. „Nei, ég trúi því nú ekki,“ sagði Helena. „Ég heyrði þetta en ég velti því fyrir mér. Er Coldplay ekki að túra allt árum um hring og er vesen að fá miða,“ spurði Mist. Helena benti líka á því að það hafi ekki verið breyttur leiktími á þessum leik. Deildin er nú líka að fara í margra vikna pásu og þar hefði Donni tíma fyrir tónleikaferð. „Mér skilst að þetta sé eitthvað sem lá fyrir löngu og leikmenn séu ekkert brjálæðislega svekktar yfir þessu. Þær hafa vitað þetta en mér finnst þetta samt skrýtið af því að þú ert á þessum stað í deildinni og þú ert að fara í leik á móti nýliðum. Þetta eru lið sem þekkjast og það er saga þarna á milli. Það er hasar og fjör og það var einvígi þarna á milli í fyrra líka. Þú vilt vera með í þessu,“ sagði Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Hvar var þjálfari Tindastóls?
Besta deild kvenna Bestu mörkin Tindastóll Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira