Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-0 Fram | Alex Freyr tryggði ÍBV dýrmætan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2023 18:00 Alex Freyr Hilmarsson [til hægri] tryggði sigur Eyjamanna. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann Fram 1-0 í 14. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Fyrir leik vakti athygli að fyrirliði Eyjamanna, Eiður Aron Sigurbjörnsson var mættur að nýju í byrjunarliðið. Munar um minna og segja má að hann hafi minnt á sig í dag. Hvað leikinn varðar þá kom sigurmarkið strax á 3. mínútu. Felix Örn Friðriksson átti þá hornspyrnu sem flaug inn að marki. Gestunum tókst ekki að koma boltanum frá og Alex Freyr Hilmarsson skoraði af stuttu færi. Skömmu síðar voru Eyjamenn nálægt því að tvöfalda forystuna en gestirnir björguðu á línu. Oliver Heiðarsson fékk svo gullið tækifæri til að tvöfalda forystuna þegar hálftími var liðinn en allt kom fyrir ekki og staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikur fer seint í sögubækurnar og var vægast sagt tíðindalítill. Gestirnir úr Grafarholti ógnuðu lítið og Eyjamenn voru sáttir með fenginn hlut, lokatölur 1-0 ÍBV í vil. ÍBV lyftir sér með sigrinum upp í 16 stig og situr því í 8. sæti á meðan Fram fellur niður í 10. sæti með 14 stig. Af hverju vann ÍBV? Voru einfaldlega sterkari á öllum sviðum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍBV verður að benda á manninn sem skoraði sigurmarkið, Alex Freyr. Þá ógnaði Oliver Heiðarsson með hraða sínum og krafti. Einnig verður að nefna Eið Aron en ÍBV er allt annað lið með hann innanborðs. Hjá gestunum átti Ólafur Íshólm nokkrar góðar vörslur í markinu. Hvað gekk illa? Heimamönnum gekk illa að klára færin á meðan Fram gekk illa að skapa sér færi. Hvað gerist næst? Fram fær Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn eftir slétta viku á meðan Keflavík mætir til Vestmannaeyja á sunnudeginum 16. júlí. „Ekkert flæði í leiknum“ Jón Sveinsson, þjálfari Fram.Vísir/Diego „Svekkjandi að tapa. Það var ekkert flæði í leiknum, held að menn hafi ekki hlaupið meira en sex til sjö kílómetra,“ sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, að leik loknum. „Það var ekkert tempó en það sem leikurinn bauð upp á var ÍBV sterkari en við svo hann fór eins og hann fór.“ Jón vildi meina að Fram hefðu getað prísað sig sæla að vera aðeins 1-0 undir í hálfleik. „Vorum búnir að komast í 2-3 stöður sem við hefðum getað skapað eitthvað en vorum ekki líklegir til að skora í fyrri hálfleik. Í seinni náðum við að setja smá pressu á þá, koma boltanum inn á hættusvæðið en klaufar að skora ekki. Eins og aðstæðurnar voru hér í dag þá buðu þær ekki mikið upp á það (að spila fótbolta).“ „Það þýðir lítið að velta því fyrir sér en auðvitað hefði verið þægilegra að taka þrjú stig og skilja þá aðeins eftir en þetta er bara niðurstaðan,“ sagði Jón að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram ÍBV Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Sjá meira
Fyrir leik vakti athygli að fyrirliði Eyjamanna, Eiður Aron Sigurbjörnsson var mættur að nýju í byrjunarliðið. Munar um minna og segja má að hann hafi minnt á sig í dag. Hvað leikinn varðar þá kom sigurmarkið strax á 3. mínútu. Felix Örn Friðriksson átti þá hornspyrnu sem flaug inn að marki. Gestunum tókst ekki að koma boltanum frá og Alex Freyr Hilmarsson skoraði af stuttu færi. Skömmu síðar voru Eyjamenn nálægt því að tvöfalda forystuna en gestirnir björguðu á línu. Oliver Heiðarsson fékk svo gullið tækifæri til að tvöfalda forystuna þegar hálftími var liðinn en allt kom fyrir ekki og staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikur fer seint í sögubækurnar og var vægast sagt tíðindalítill. Gestirnir úr Grafarholti ógnuðu lítið og Eyjamenn voru sáttir með fenginn hlut, lokatölur 1-0 ÍBV í vil. ÍBV lyftir sér með sigrinum upp í 16 stig og situr því í 8. sæti á meðan Fram fellur niður í 10. sæti með 14 stig. Af hverju vann ÍBV? Voru einfaldlega sterkari á öllum sviðum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍBV verður að benda á manninn sem skoraði sigurmarkið, Alex Freyr. Þá ógnaði Oliver Heiðarsson með hraða sínum og krafti. Einnig verður að nefna Eið Aron en ÍBV er allt annað lið með hann innanborðs. Hjá gestunum átti Ólafur Íshólm nokkrar góðar vörslur í markinu. Hvað gekk illa? Heimamönnum gekk illa að klára færin á meðan Fram gekk illa að skapa sér færi. Hvað gerist næst? Fram fær Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn eftir slétta viku á meðan Keflavík mætir til Vestmannaeyja á sunnudeginum 16. júlí. „Ekkert flæði í leiknum“ Jón Sveinsson, þjálfari Fram.Vísir/Diego „Svekkjandi að tapa. Það var ekkert flæði í leiknum, held að menn hafi ekki hlaupið meira en sex til sjö kílómetra,“ sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, að leik loknum. „Það var ekkert tempó en það sem leikurinn bauð upp á var ÍBV sterkari en við svo hann fór eins og hann fór.“ Jón vildi meina að Fram hefðu getað prísað sig sæla að vera aðeins 1-0 undir í hálfleik. „Vorum búnir að komast í 2-3 stöður sem við hefðum getað skapað eitthvað en vorum ekki líklegir til að skora í fyrri hálfleik. Í seinni náðum við að setja smá pressu á þá, koma boltanum inn á hættusvæðið en klaufar að skora ekki. Eins og aðstæðurnar voru hér í dag þá buðu þær ekki mikið upp á það (að spila fótbolta).“ „Það þýðir lítið að velta því fyrir sér en auðvitað hefði verið þægilegra að taka þrjú stig og skilja þá aðeins eftir en þetta er bara niðurstaðan,“ sagði Jón að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram ÍBV Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti