Aftur mistókst Sante að fá nafni Fríhafnarinnar breytt Eiður Þór Árnason skrifar 5. júlí 2023 13:10 Arnar Sigurðsson, eigandi Sante sem hefur flutt inn og selt vín undir merkjum Santewines. Samsett Fríhöfnin braut ekki gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með notkun sinni á heitunum Duty Free og Fríhöfn í tengslum við auglýsingar og sölu á áfengi og tóbaki. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem tók málið fyrir í annað sinn eftir að áfrýjunarnefnd neytendamála felldi úr gildi eldri samhljóða úrskurð stofnunarinnar. Málið hófst með kvörtun Sante ehf., víninnflytjanda og vínsöluaðila, og ST ehf., sem flytur inn tóbak og selur á netinu. Árið 2021 fóru fyrirtækin fyrst fram á að Neytendastofa myndi stöðva notkun Fríhafnarinnar á heitunum Fríhöfn og Duty Free í ljósi þess að félagið hafi greitt hundruð milljóna ár hvert í áfengis- og tóbaksgjöld, sem það hafi innheimt í gegnum vöruverð í verslunum sínum. Með þessu hafi Fríhöfnin blekkt neytendur með nafngiftinni og væri ekki verslun með tollfrjálsan eða duty free varning. Neytendastofa hafnaði þessari kröfu, meðal annars á grundvelli þess að notkunin á orðinu fríhöfn samræmist skilgreiningu í íslenskum orðabókum og að áfengis- og tóbaksgjald sé ekki tollur samkvæmt skilgreiningu Skattsins. Taldi Neytendastofa því ekki ástæðu til að aðhafast í málinu. Fríhöfnin þarf ekki að gera neinar breytingar á hugtakanotkun sinni.vísir/vilhelm Taldi Neytendastofu ekki hafa kannað málið nógu vel Sante og ST vísuðu málinu til áfrýjunarnefndar neytendamála sem felldi ákvörðunina úr gildi og beindi því til Neytendastofu að taka málið aftur til meðferðar. Byggði niðurstaða áfrýjunarnefndarinnar á því að málið hafi ekki verið nægjanlega upplýst áður en ákvörðun var tekin í því að því er varði upplýsingagjöf til neytenda um opinberar álögur á vörur úr verslunum fyrirtækisins um það að hvaða leyti opinberar álögur vegna sölu á vörum úr verslunum fyrirtækisins væru frábrugðnar því sem gilti almennt um verslun innanlands. Skýrara en áður að gjöld séu lögð við vöruverð í komuverslun Í nýrri ákvörðun Neytendastofu sem birt er á vef stofnunarinnar segir að neytendur séu upplýstir um áfengis- og tóbaksgjald á vefsíðu Fríhafnarinnar og þá hafi uppsetningu á vefsíðu hennar verið breytt til að endurspegla að hluti áfengis- og tóbaksgjalds sé lagt við vöruverð í komuverslun félagsins. Einnig lítur Neytendastofa ekki svo á að í staðhæfingum um að verslanir Fríhafnarinnar séu duty free og fríhöfn felist að engar opinberar álögur séu lagðar á sölustarfsemi Fríhafnarinnar enda ljóst að orðið fríhöfn eitt og sér sé ekki svo skilyrðislaus staðhæfing. Ekki sé að finna í lögum eða reglugerðum ríkari skyldur á Fríhöfnina til þess að upplýsa um álögur eða gjöld umfram aðrar verslanir. Neytendastofa taldi ekki ástæðu til að aðhafast í málinu.vísir/vilhelm Neytendur telji ekki að vörurnar beri engar álögur eða gjöld Neytendastofa segir sömuleiðis að ekki sé lagaskylda til að gera grein fyrir opinberum gjöldum samhliða söluverði að öðru leyti en því að skylt sé að gefa upp endanlegt verð sem inniheldur öll opinber gjöld. Þá sé áfengis- og tóbaksgjald líkt og fyrr segir ekki tollur og þar með séu verslanir Fríhafnarinnar tollfrjálsar í skilningi þess orðs. Að endingu er það álit Neytendastofu að hinn almenni neytandi leggi þann skilning í orðin duty free og fríhöfn að í þannig verslunum sé vöruverð almennt lægra en gengur og gerist en séu ekki endilega óháðar öllum álögum eða gjöldum. Var það því aftur mat Neytendastofu að ekki væri tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í málinu. Keflavíkurflugvöllur Áfengi og tóbak Skattar og tollar Neytendur Verslun Tengdar fréttir Krafa um bann við notkun „fríhafnar“ náði ekki flugi Neytendastofa hafnaði kröfu Sante ehf. og ST ehf. um að Fríhöfninni yrði bannað að nota heitin „Duty Free“ og „Fríhöfn“ í tengslum við auglýsingar og sölu á áfengi og tóbaki. 13. október 2021 16:57 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Sjá meira
Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem tók málið fyrir í annað sinn eftir að áfrýjunarnefnd neytendamála felldi úr gildi eldri samhljóða úrskurð stofnunarinnar. Málið hófst með kvörtun Sante ehf., víninnflytjanda og vínsöluaðila, og ST ehf., sem flytur inn tóbak og selur á netinu. Árið 2021 fóru fyrirtækin fyrst fram á að Neytendastofa myndi stöðva notkun Fríhafnarinnar á heitunum Fríhöfn og Duty Free í ljósi þess að félagið hafi greitt hundruð milljóna ár hvert í áfengis- og tóbaksgjöld, sem það hafi innheimt í gegnum vöruverð í verslunum sínum. Með þessu hafi Fríhöfnin blekkt neytendur með nafngiftinni og væri ekki verslun með tollfrjálsan eða duty free varning. Neytendastofa hafnaði þessari kröfu, meðal annars á grundvelli þess að notkunin á orðinu fríhöfn samræmist skilgreiningu í íslenskum orðabókum og að áfengis- og tóbaksgjald sé ekki tollur samkvæmt skilgreiningu Skattsins. Taldi Neytendastofa því ekki ástæðu til að aðhafast í málinu. Fríhöfnin þarf ekki að gera neinar breytingar á hugtakanotkun sinni.vísir/vilhelm Taldi Neytendastofu ekki hafa kannað málið nógu vel Sante og ST vísuðu málinu til áfrýjunarnefndar neytendamála sem felldi ákvörðunina úr gildi og beindi því til Neytendastofu að taka málið aftur til meðferðar. Byggði niðurstaða áfrýjunarnefndarinnar á því að málið hafi ekki verið nægjanlega upplýst áður en ákvörðun var tekin í því að því er varði upplýsingagjöf til neytenda um opinberar álögur á vörur úr verslunum fyrirtækisins um það að hvaða leyti opinberar álögur vegna sölu á vörum úr verslunum fyrirtækisins væru frábrugðnar því sem gilti almennt um verslun innanlands. Skýrara en áður að gjöld séu lögð við vöruverð í komuverslun Í nýrri ákvörðun Neytendastofu sem birt er á vef stofnunarinnar segir að neytendur séu upplýstir um áfengis- og tóbaksgjald á vefsíðu Fríhafnarinnar og þá hafi uppsetningu á vefsíðu hennar verið breytt til að endurspegla að hluti áfengis- og tóbaksgjalds sé lagt við vöruverð í komuverslun félagsins. Einnig lítur Neytendastofa ekki svo á að í staðhæfingum um að verslanir Fríhafnarinnar séu duty free og fríhöfn felist að engar opinberar álögur séu lagðar á sölustarfsemi Fríhafnarinnar enda ljóst að orðið fríhöfn eitt og sér sé ekki svo skilyrðislaus staðhæfing. Ekki sé að finna í lögum eða reglugerðum ríkari skyldur á Fríhöfnina til þess að upplýsa um álögur eða gjöld umfram aðrar verslanir. Neytendastofa taldi ekki ástæðu til að aðhafast í málinu.vísir/vilhelm Neytendur telji ekki að vörurnar beri engar álögur eða gjöld Neytendastofa segir sömuleiðis að ekki sé lagaskylda til að gera grein fyrir opinberum gjöldum samhliða söluverði að öðru leyti en því að skylt sé að gefa upp endanlegt verð sem inniheldur öll opinber gjöld. Þá sé áfengis- og tóbaksgjald líkt og fyrr segir ekki tollur og þar með séu verslanir Fríhafnarinnar tollfrjálsar í skilningi þess orðs. Að endingu er það álit Neytendastofu að hinn almenni neytandi leggi þann skilning í orðin duty free og fríhöfn að í þannig verslunum sé vöruverð almennt lægra en gengur og gerist en séu ekki endilega óháðar öllum álögum eða gjöldum. Var það því aftur mat Neytendastofu að ekki væri tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í málinu.
Keflavíkurflugvöllur Áfengi og tóbak Skattar og tollar Neytendur Verslun Tengdar fréttir Krafa um bann við notkun „fríhafnar“ náði ekki flugi Neytendastofa hafnaði kröfu Sante ehf. og ST ehf. um að Fríhöfninni yrði bannað að nota heitin „Duty Free“ og „Fríhöfn“ í tengslum við auglýsingar og sölu á áfengi og tóbaki. 13. október 2021 16:57 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Sjá meira
Krafa um bann við notkun „fríhafnar“ náði ekki flugi Neytendastofa hafnaði kröfu Sante ehf. og ST ehf. um að Fríhöfninni yrði bannað að nota heitin „Duty Free“ og „Fríhöfn“ í tengslum við auglýsingar og sölu á áfengi og tóbaki. 13. október 2021 16:57