Ók á vegfarendur og stakk í Tel Aviv Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 14:50 Ísraelskir sjúkraflutningamenn flytja mann af vettvangi árásar ungs Palestínumanns í Tel Aviv í dag. AP/Oded Balilty Ungur Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks á strætisvagnabiðstöð og stakk fólk með eggvopni í Tel Aviv í Ísrael í dag. Herskáir hópar Palestínumanna líta á hryðjuverkið sem svar við umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraela á Vesturbakkanum. Átta eru sagðir særðir eftir árásina í Tel Aviv, þar af þrír lífshættulega. Kobi Shabtai, lögreglustjóri, sagði fréttamönnum að óbreyttur borgari hafi skotið árásarmanninn til bana. Árásarmaðurinn var tvítugur íbúa Vesturbakkans sem hafði ekki leyfi til að koma til Ísraels, að sögn ísraelsku leyniþjónustunnar. Hann hafi ekki verið á sakaskrá. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra Ísraels sem kemur yst af hægri væng ísraelskra stjórnmála, flýtti sér á vettvang árásarinnar og lofaði hugrakkan borgara sem skaut árásarmanninn. Kallaði hann eftir því að fleiri almennir borgarar gengu um vopnaðir. Hamas-samtökin lofuðu árásarmanninn og sögðu hann hafa dáið píslavættisdauða. Árásin væri „hetjuleg“ hefnd fyrir aðgerðir Ísraelshers í Jenín á Vesturbakkanum sem hófust í fyrrinótt. Ekki er ljóst hvort að árásarmaðurinn hafi verið á vegum samtakanna eða staðið einn að verki, að sögn AP-fréttastofunnar. Íslamskt jíhad, önnur samtök palestínskra íslamista, lofuðu einnig árásina. Ungmenni eða saklaust fólk á meðal tíu látinna Tíu Palestínumenn eru nú sagðir fallnir í aðgerðum Ísraela í Jenín sem eru þær umfangsmestu tæp tuttugu ár. Ísraelar segja að flestir þeirra látnu séu vígamenn en einhver ungmenni sem mótmæltu aðgerðunum með grjótkasti og saklaust fólk hafi einnig fallið. Aðgerðirnar héldu áfram í dag. Þúsundir íbúar í borginni hafa lagt á flótta. Ísraelskir hermenn hafa meðal annars rutt sér leið með jarðýtum og skemmt íbúðarhús. Ísraelsher segist hafa lagt hald á sprengiefni og vopn í aðgerðunum í dag. Þá hafi hann eyðilagt göng undir mosku í flóttamannabúðunum. Ísraelskir fjölmiðlar segja herinn hafa tekið að minnsta kosti 120 meinta vígamenn höndum frá því í gær. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tíu látnir í Jenín og þúsundir flýja búðirnar Þúsundir Palestínumanna hafa nú flúið flóttamannabúðirnar í borginni Jenín eftir að Ísraelsher gerði árásir á búðirnar úr lofti og af jörðu niðri. Herinn segist vera í aðgerðum gegn palestínskum vígamönnum sem hafi aðsetur í búðunum. 4. júlí 2023 07:22 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Átta eru sagðir særðir eftir árásina í Tel Aviv, þar af þrír lífshættulega. Kobi Shabtai, lögreglustjóri, sagði fréttamönnum að óbreyttur borgari hafi skotið árásarmanninn til bana. Árásarmaðurinn var tvítugur íbúa Vesturbakkans sem hafði ekki leyfi til að koma til Ísraels, að sögn ísraelsku leyniþjónustunnar. Hann hafi ekki verið á sakaskrá. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra Ísraels sem kemur yst af hægri væng ísraelskra stjórnmála, flýtti sér á vettvang árásarinnar og lofaði hugrakkan borgara sem skaut árásarmanninn. Kallaði hann eftir því að fleiri almennir borgarar gengu um vopnaðir. Hamas-samtökin lofuðu árásarmanninn og sögðu hann hafa dáið píslavættisdauða. Árásin væri „hetjuleg“ hefnd fyrir aðgerðir Ísraelshers í Jenín á Vesturbakkanum sem hófust í fyrrinótt. Ekki er ljóst hvort að árásarmaðurinn hafi verið á vegum samtakanna eða staðið einn að verki, að sögn AP-fréttastofunnar. Íslamskt jíhad, önnur samtök palestínskra íslamista, lofuðu einnig árásina. Ungmenni eða saklaust fólk á meðal tíu látinna Tíu Palestínumenn eru nú sagðir fallnir í aðgerðum Ísraela í Jenín sem eru þær umfangsmestu tæp tuttugu ár. Ísraelar segja að flestir þeirra látnu séu vígamenn en einhver ungmenni sem mótmæltu aðgerðunum með grjótkasti og saklaust fólk hafi einnig fallið. Aðgerðirnar héldu áfram í dag. Þúsundir íbúar í borginni hafa lagt á flótta. Ísraelskir hermenn hafa meðal annars rutt sér leið með jarðýtum og skemmt íbúðarhús. Ísraelsher segist hafa lagt hald á sprengiefni og vopn í aðgerðunum í dag. Þá hafi hann eyðilagt göng undir mosku í flóttamannabúðunum. Ísraelskir fjölmiðlar segja herinn hafa tekið að minnsta kosti 120 meinta vígamenn höndum frá því í gær.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tíu látnir í Jenín og þúsundir flýja búðirnar Þúsundir Palestínumanna hafa nú flúið flóttamannabúðirnar í borginni Jenín eftir að Ísraelsher gerði árásir á búðirnar úr lofti og af jörðu niðri. Herinn segist vera í aðgerðum gegn palestínskum vígamönnum sem hafi aðsetur í búðunum. 4. júlí 2023 07:22 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Tíu látnir í Jenín og þúsundir flýja búðirnar Þúsundir Palestínumanna hafa nú flúið flóttamannabúðirnar í borginni Jenín eftir að Ísraelsher gerði árásir á búðirnar úr lofti og af jörðu niðri. Herinn segist vera í aðgerðum gegn palestínskum vígamönnum sem hafi aðsetur í búðunum. 4. júlí 2023 07:22
Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30