Móðirin hafi myrt barnið sitt og stokkið frá borði Máni Snær Þorláksson skrifar 3. júlí 2023 21:39 Stena Spirit í höfninni í Gdynia. EPA/Adam Warzawa Harmleikurinn sem átti sér stað í Eystrasalti í síðustu viku var ekki slys samkvæmt danskri slysarannsóknarnefnd. Upphaflega var greint frá því að móðir hefði stokkið á eftir sjö ára syni sínum eftir að hann féll frá borði. Nú er hins vegar grunur um að hún hafi myrt barnið sitt. Mæðginin voru farþegar um borð í sænsku ferjunni Stena Spirit. Ferjan var á leið frá sænsku borginni Karlskrona og pólsku borgarinnar Gdynia þegar slysið átti sér stað. Morten Frederiksen, meðlimur í dönsku rannsóknarnefndinni, segir í samtali við DR að eftir að nefndin fór yfir öll gögn málsins hafi legið fyrir að ekki sé um slys að ræða. Þar sem þetta hafi ekki verið slys sé málið nú komið til rannsóknar hjá lögreglunni. Farið var af stað með miklar björgunaraðgerðir til að leita að mæðginunum í sjónum þann 29. júní síðastliðinn. Til að mynda var hætt við æfingu Atlantshafsbandalagsins vegna aðgerðanna. Þá aðstoðaði flugvél bandarísku landhelgisgæslunnar einnig við leitina ásamt nokkrum þyrlum. Mæðginin fundust að lokum í sjónum en voru ekki með meðvitund. Þau voru bæði úrskurðuð látin í kjölfarið. Rannsaka nú málið sem morð Mæðginin voru bæði pólskir ríkisborgarar. Upphaflega hóf sænska lögreglan rannsókn á málinu en pólska lögreglan kom svo inn í rannsóknina. Samkvæmt frétt DR rannsaka nú bæði sænska og pólska lögreglan málið sem morð. Grunur er um að móðirin hafi myrt son sinn og stokkið út í sjóinn eftir það. „Verið er að rannsaka það hvort barnið hafi verið myrt og móðirin svipt sig lífi,“ er haft eftir Grażyna Wawryniuk, talsmanni hjá skrifstofu saksóknara í pólsku borginni Gdansk. Saksóknarinn í Svíþjóð hefur einnig opnað morðrannsókn vegna málsins en þar hefur enginn verið skráður sem grunaður. Þá hafa yfirvöld í Danmörku einnig rannsakað málið þar sem skipið er skráð í Danmörku. Svíþjóð Pólland Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Mæðginin voru farþegar um borð í sænsku ferjunni Stena Spirit. Ferjan var á leið frá sænsku borginni Karlskrona og pólsku borgarinnar Gdynia þegar slysið átti sér stað. Morten Frederiksen, meðlimur í dönsku rannsóknarnefndinni, segir í samtali við DR að eftir að nefndin fór yfir öll gögn málsins hafi legið fyrir að ekki sé um slys að ræða. Þar sem þetta hafi ekki verið slys sé málið nú komið til rannsóknar hjá lögreglunni. Farið var af stað með miklar björgunaraðgerðir til að leita að mæðginunum í sjónum þann 29. júní síðastliðinn. Til að mynda var hætt við æfingu Atlantshafsbandalagsins vegna aðgerðanna. Þá aðstoðaði flugvél bandarísku landhelgisgæslunnar einnig við leitina ásamt nokkrum þyrlum. Mæðginin fundust að lokum í sjónum en voru ekki með meðvitund. Þau voru bæði úrskurðuð látin í kjölfarið. Rannsaka nú málið sem morð Mæðginin voru bæði pólskir ríkisborgarar. Upphaflega hóf sænska lögreglan rannsókn á málinu en pólska lögreglan kom svo inn í rannsóknina. Samkvæmt frétt DR rannsaka nú bæði sænska og pólska lögreglan málið sem morð. Grunur er um að móðirin hafi myrt son sinn og stokkið út í sjóinn eftir það. „Verið er að rannsaka það hvort barnið hafi verið myrt og móðirin svipt sig lífi,“ er haft eftir Grażyna Wawryniuk, talsmanni hjá skrifstofu saksóknara í pólsku borginni Gdansk. Saksóknarinn í Svíþjóð hefur einnig opnað morðrannsókn vegna málsins en þar hefur enginn verið skráður sem grunaður. Þá hafa yfirvöld í Danmörku einnig rannsakað málið þar sem skipið er skráð í Danmörku.
Svíþjóð Pólland Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira