Fantasíur innviðaráðherra Þorgrímur Sigmundsson skrifar 29. júní 2023 06:27 Ein stærsta hugsjón okkar sem stofnuðum og störfum í Miðflokknum er að tryggja jöfn tækifæri íbúa um allt land, að skilja engan eftir. Því miður er það svo að landsbyggðin situr eftir á flestum sviðum þjónustu hins opinbera og á það jafnt við um menntamál, heilbrigðismál og stjórnsýslu. Ein helsta forsenda þess að byggð sé tryggð og þjónusta standi öllum landsmönnum til boða er að efla samgöngur og þar situr landsbyggðin eftir. Á meðan þjóðarsátt ríkir um það í Færeyjum að tryggja öllum íbúum eyjanna góðar samgöngur sitja stórir hlutar Íslands eftir, nánast í sama farinu og fyrir 50 til 60 árum. Þetta þekkjum við vel hér á norður og austurlandi þar sem íbúarnir verða að sætta sig við gamla og hættulega vegi. Þegar hugsað er til þess að oft er ekki um háar upphæðir að tefla þegar kemur að því að bæta úr þessu undrumst við oft fjárausturinn á höfuðborgarsvæðinu þar sem allskonar gæluverkefni á vegum hins opinbera fá brautargengi. Dæmin eru mörg, ný 20 milljarða bygging Landsbankans á dýrustu lóð landsins, 3 milljarða viðbygging Seðlabankans, skrifstofur þingmanna fyrir 8 milljarða, viðbygging við Stjórnarráðið upp á 3 milljarða, Hús íslenskra fræða uppá 7,5 milljarðar, Borgarlína 150 milljarðar að lágmarkieða samtals 191,5 milljarðar! svo fátt eitt sé talið. Þá er ekki verið að ræða um risaframkvæmdir eins og nýjan Landsspítala á rándýru uppseldu svæði sem nú stendur í 200 milljörðum eða uppbygginguna við flugvöllinn í Keflavík. Brú yfir Skjálfandafljót á þessum áratug Nú hefur það gerst að brúinni yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn hefur verið loka fyrir vöru- og fólksflutningabifreiðum með því að færa þungatakmarkanir úr 10 tonna öxulþunga niður í 3.5 tonna heildarþyngd ökutækis sem er svipað og ca 1 amerískur pallbíll. Þessi tæplega 100 ára brú á þjóðvegi 85 milli Akureyrar og Húsavíkur er því svo gott sem úr leik. Unnið er að undirbúningi nýrrar brúar en lokunin gildir þar til hún kemst í gagnið. Áformað er að hefja framkvæmdir við nýja brú yfir fljótið árið 2026, undirbúningur fyrir það verk er í gangi sem kalla má hæga gang og hefur verið til fjölda ára. Miðað við þessi áform yrði brúin tekin í notkun í fyrsta lagi á árinu 2028 en gangur málsins til þessa gefur þó ekki tilefni til bjartsýni. Það þarf ekki að hafa mörg orð um óþægindin af þessu fyrir íbúa landsfjórðungsins en þarna yfir er helsta leiðin milli Akureyrar og Húsavíkur og á sjöunda hundrað bíla fara þar um á sólarhring. Þó vissulega sé önnur fær leið fyrir þyngri umferð milli þessara staða eftir þjóðvegi 1 við Fosshól (Goðafoss) er einnig um að ræða þar einbreiða brú og aðkoma að henni mjög erfið fyrir þungaflutninga ekki síst á vetrum auk þess sem um heiðarveg er að fara og mjög mikla umferð á ferðamannatíma. Kostnaður við svo mikilvæga framkvæmd er bara brot af því sem sum gæluverkefnin á höfuðborgarsvæðinu kosta. En skiptir öllu máli fyrir okkur íbúa á Norðausturlandi ef tryggja á jöfn tækifæri íbúa í landinu. Byggðastefnan föst á höfuðborgarsvæðinu Á sama tíma og ríkisstjórn hinnar breiðu skýrskotunar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur safnað slíkum skuldum að jafnvel þó næstu ríkisstjórnir mundu skila 50milljarða afgangi af fjármálaáætlun hvers árs þyrfti 30 ár til að greiða þær niður. Já lesandi góður 30 ár með 50 milljarða afgangi Og hvað gerir innviðaráðherra þá? Jú hann hendir í kynningu á samgönguáætlun tveim dögum eftir þingslit til 15 ára uppá áætlaða 1 þúsund milljarða. Sú áætlun er raunar í besta falli ágiskun enda mörg þeirra verkefna sem þar eru nefnd órannsökuð með öllu. Og þó eru margar mjög brýnar fræmkvæmdir á austurlandi bara í fjarlægri framtíð s.s. brú yfir Sléttuá í Reyðarfirð og brú yfir Dalsá í Fáskrúðsfirði svo eitthvað sé nefnt. Þegar þessi halli á rekstri ríkissjóðs er skoðaður í samhengi við fantasíur innviðaráðherra og gæluverkefni ríkisstjórnarinnar á höfuðborgarsvæðinu er ekki nema von að spurt sé. Hafa fjármálaráðherra og innviða ráðherra ekkert talað saman nýlega? Og allt er þetta sett fram á sama tíma og ríkið heldur áfram að þenjast út og kostnaðar aukning almennings vegna hælisleitenda er eins og lóðrétt línurit. Landsbyggðin er langþreytt á innantómum langtímaloforðum og fantasíuskrifuðum með kosningabaráttuna eina í huga. Þessi samgöngu fantasía innviðaráðherra minnir óneitanlega á loforð Framsóknarflokksins á sýnum tíma um fíkniefna laust Ísland árið 2000. Þegar svo hátt er skotið yfir markið er tilgangurinn augljós. Ryk í augu kjósenda. Byggðastefnan kemur kýrskýr fyrir í áðurnefndum gæluverkefnum á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ein stærsta hugsjón okkar sem stofnuðum og störfum í Miðflokknum er að tryggja jöfn tækifæri íbúa um allt land, að skilja engan eftir. Því miður er það svo að landsbyggðin situr eftir á flestum sviðum þjónustu hins opinbera og á það jafnt við um menntamál, heilbrigðismál og stjórnsýslu. Ein helsta forsenda þess að byggð sé tryggð og þjónusta standi öllum landsmönnum til boða er að efla samgöngur og þar situr landsbyggðin eftir. Á meðan þjóðarsátt ríkir um það í Færeyjum að tryggja öllum íbúum eyjanna góðar samgöngur sitja stórir hlutar Íslands eftir, nánast í sama farinu og fyrir 50 til 60 árum. Þetta þekkjum við vel hér á norður og austurlandi þar sem íbúarnir verða að sætta sig við gamla og hættulega vegi. Þegar hugsað er til þess að oft er ekki um háar upphæðir að tefla þegar kemur að því að bæta úr þessu undrumst við oft fjárausturinn á höfuðborgarsvæðinu þar sem allskonar gæluverkefni á vegum hins opinbera fá brautargengi. Dæmin eru mörg, ný 20 milljarða bygging Landsbankans á dýrustu lóð landsins, 3 milljarða viðbygging Seðlabankans, skrifstofur þingmanna fyrir 8 milljarða, viðbygging við Stjórnarráðið upp á 3 milljarða, Hús íslenskra fræða uppá 7,5 milljarðar, Borgarlína 150 milljarðar að lágmarkieða samtals 191,5 milljarðar! svo fátt eitt sé talið. Þá er ekki verið að ræða um risaframkvæmdir eins og nýjan Landsspítala á rándýru uppseldu svæði sem nú stendur í 200 milljörðum eða uppbygginguna við flugvöllinn í Keflavík. Brú yfir Skjálfandafljót á þessum áratug Nú hefur það gerst að brúinni yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn hefur verið loka fyrir vöru- og fólksflutningabifreiðum með því að færa þungatakmarkanir úr 10 tonna öxulþunga niður í 3.5 tonna heildarþyngd ökutækis sem er svipað og ca 1 amerískur pallbíll. Þessi tæplega 100 ára brú á þjóðvegi 85 milli Akureyrar og Húsavíkur er því svo gott sem úr leik. Unnið er að undirbúningi nýrrar brúar en lokunin gildir þar til hún kemst í gagnið. Áformað er að hefja framkvæmdir við nýja brú yfir fljótið árið 2026, undirbúningur fyrir það verk er í gangi sem kalla má hæga gang og hefur verið til fjölda ára. Miðað við þessi áform yrði brúin tekin í notkun í fyrsta lagi á árinu 2028 en gangur málsins til þessa gefur þó ekki tilefni til bjartsýni. Það þarf ekki að hafa mörg orð um óþægindin af þessu fyrir íbúa landsfjórðungsins en þarna yfir er helsta leiðin milli Akureyrar og Húsavíkur og á sjöunda hundrað bíla fara þar um á sólarhring. Þó vissulega sé önnur fær leið fyrir þyngri umferð milli þessara staða eftir þjóðvegi 1 við Fosshól (Goðafoss) er einnig um að ræða þar einbreiða brú og aðkoma að henni mjög erfið fyrir þungaflutninga ekki síst á vetrum auk þess sem um heiðarveg er að fara og mjög mikla umferð á ferðamannatíma. Kostnaður við svo mikilvæga framkvæmd er bara brot af því sem sum gæluverkefnin á höfuðborgarsvæðinu kosta. En skiptir öllu máli fyrir okkur íbúa á Norðausturlandi ef tryggja á jöfn tækifæri íbúa í landinu. Byggðastefnan föst á höfuðborgarsvæðinu Á sama tíma og ríkisstjórn hinnar breiðu skýrskotunar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur safnað slíkum skuldum að jafnvel þó næstu ríkisstjórnir mundu skila 50milljarða afgangi af fjármálaáætlun hvers árs þyrfti 30 ár til að greiða þær niður. Já lesandi góður 30 ár með 50 milljarða afgangi Og hvað gerir innviðaráðherra þá? Jú hann hendir í kynningu á samgönguáætlun tveim dögum eftir þingslit til 15 ára uppá áætlaða 1 þúsund milljarða. Sú áætlun er raunar í besta falli ágiskun enda mörg þeirra verkefna sem þar eru nefnd órannsökuð með öllu. Og þó eru margar mjög brýnar fræmkvæmdir á austurlandi bara í fjarlægri framtíð s.s. brú yfir Sléttuá í Reyðarfirð og brú yfir Dalsá í Fáskrúðsfirði svo eitthvað sé nefnt. Þegar þessi halli á rekstri ríkissjóðs er skoðaður í samhengi við fantasíur innviðaráðherra og gæluverkefni ríkisstjórnarinnar á höfuðborgarsvæðinu er ekki nema von að spurt sé. Hafa fjármálaráðherra og innviða ráðherra ekkert talað saman nýlega? Og allt er þetta sett fram á sama tíma og ríkið heldur áfram að þenjast út og kostnaðar aukning almennings vegna hælisleitenda er eins og lóðrétt línurit. Landsbyggðin er langþreytt á innantómum langtímaloforðum og fantasíuskrifuðum með kosningabaráttuna eina í huga. Þessi samgöngu fantasía innviðaráðherra minnir óneitanlega á loforð Framsóknarflokksins á sýnum tíma um fíkniefna laust Ísland árið 2000. Þegar svo hátt er skotið yfir markið er tilgangurinn augljós. Ryk í augu kjósenda. Byggðastefnan kemur kýrskýr fyrir í áðurnefndum gæluverkefnum á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun