Craig Brown látinn 82 ára að aldri Siggeir Ævarsson skrifar 26. júní 2023 19:30 Brown stjórnaði skoska landsliðinu í yfir 70 leikjum á tímabilinu 1993-2001, og kom liðinu bæði í lokakeppni EM 1996 og HM 1998. Vísir/Getty Craig Brown, fyrrum þjálfari skoska landsliðsins í knattspyrnu, er látinn 82 ára að aldri. Enginn þjálfari í sögu liðsins hefur stýrt því í jafn mörgum leikjum, en alls lék liðið 71 leik undir hans stjórn og hann er síðasti þjálfarinn sem kom liðinu í lokakeppni HM. Brown kom fyrst inn í þjálfarateymi landsliðsins 1986, þegar Alex Ferguson sem þá var þjálfari Aberdeen og landsliðsins, hringdi í hann og bað hann að ganga til liðs við þjálfarateymið. Brown var einnig aðstoðarþjálfari Andy Roxburgh hjá landsliðinu og saman komu þeir liðinu í lokakeppni HM 1990 og EM 1992. Ferguson og Brown var vel til vina en vinskapur þeirra náði allt aftur til 6. áratugarins, þegar þeir spiluðu saman í skólabolta, þar sem Brown var fyrirliði. „Þegar mér var sýndur sá heiður að stýra Skotlandi í lokakeppni HM í Mexíkó þá var einn maður sem ég varð að taka með mér, vegna mannkosta hans og þekkingu á fótbolta, það var Craig.“ - sagði Ferguson í yfirlýsingu í dag og bætti við að Brown hefði verið „algjörlega dásamlegur maður.“ Síðasti þjálfarinn til að koma Skotlandi á HM Brown tók svo við landsliðinu sem aðalþjálfari 1993 og kom því í lokakeppni Evrópumótsins 1996 og í lokakeppni heimsmeistaramótsins 1998, en síðan þá hefur enginn þjálfari liðsins náð að koma liðinu aftur í lokakeppni HM. Brown lét af störfum hjá landsliðinu 2001 eftir að hafa mistekist að koma liðinu í lokakeppni HM. Hann átti eftir að þjálfara Preston, Motherwell og Aberdeen eftir það en settist í helgan stein að mestu 2013 en sinnti áfram stjórnarstörfum. Skotar minnast Brown með hlýju á samfélagsmiðlum, enda sannkölluð goðsögn í skoskum fótbolta sem kvaddi í dag. When you think back of all the people who have been kind to you, all the good times you ve had and the privileges you ve enjoyed through football... I just can t thank people enough for the kindness and the enjoyment I ve had in the game. Craig Brown, 1940 2023 pic.twitter.com/8aSaDFZJDT— Scotland National Team (@ScotlandNT) June 26, 2023 Skoski boltinn Fótbolti Skotland Andlát Bretland Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Sjá meira
Brown kom fyrst inn í þjálfarateymi landsliðsins 1986, þegar Alex Ferguson sem þá var þjálfari Aberdeen og landsliðsins, hringdi í hann og bað hann að ganga til liðs við þjálfarateymið. Brown var einnig aðstoðarþjálfari Andy Roxburgh hjá landsliðinu og saman komu þeir liðinu í lokakeppni HM 1990 og EM 1992. Ferguson og Brown var vel til vina en vinskapur þeirra náði allt aftur til 6. áratugarins, þegar þeir spiluðu saman í skólabolta, þar sem Brown var fyrirliði. „Þegar mér var sýndur sá heiður að stýra Skotlandi í lokakeppni HM í Mexíkó þá var einn maður sem ég varð að taka með mér, vegna mannkosta hans og þekkingu á fótbolta, það var Craig.“ - sagði Ferguson í yfirlýsingu í dag og bætti við að Brown hefði verið „algjörlega dásamlegur maður.“ Síðasti þjálfarinn til að koma Skotlandi á HM Brown tók svo við landsliðinu sem aðalþjálfari 1993 og kom því í lokakeppni Evrópumótsins 1996 og í lokakeppni heimsmeistaramótsins 1998, en síðan þá hefur enginn þjálfari liðsins náð að koma liðinu aftur í lokakeppni HM. Brown lét af störfum hjá landsliðinu 2001 eftir að hafa mistekist að koma liðinu í lokakeppni HM. Hann átti eftir að þjálfara Preston, Motherwell og Aberdeen eftir það en settist í helgan stein að mestu 2013 en sinnti áfram stjórnarstörfum. Skotar minnast Brown með hlýju á samfélagsmiðlum, enda sannkölluð goðsögn í skoskum fótbolta sem kvaddi í dag. When you think back of all the people who have been kind to you, all the good times you ve had and the privileges you ve enjoyed through football... I just can t thank people enough for the kindness and the enjoyment I ve had in the game. Craig Brown, 1940 2023 pic.twitter.com/8aSaDFZJDT— Scotland National Team (@ScotlandNT) June 26, 2023
Skoski boltinn Fótbolti Skotland Andlát Bretland Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Sjá meira