Að sporna gegn lýðræðinu Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 24. júní 2023 13:01 Það er erfitt að ímynda sér það að uppákoman sem að varð á dögunum í íbúaráði Laugardals hafi verið eitthvað einangrað fyrirbæri í fjölleikahúsi borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata. Einu mistökin, þessi „leiðu mistök“, eins og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga kallaði atvikið, var að starfsmaður borgarinnar hugði ekki að því að fela þau samskipti sem hann átti við annan starfsmann borgarinnar, í þeim tilgangi að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu á fundi íbúaráðsins. Samskipti sem téð Heiða Björg kallaði „einkasamskipti.“ Ekki sá borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata sér það fært að ræða þetta alvarlega atvik á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag. Enda fara fundir borgarstjórnar alla jafna fram í heyranda hljóði og er þeim einnig streymt á alnetinu. Þess í stað var málinu vísað til borgarráðs, sem fyrsta áfanga í að þagga málið niður. Enda þeir fundir haldnir fyrir luktum dyrum og auðveldara að stýra því þar að viðkvæm mál komist í loftið. Á fundi borgarráðs, rann formanni borgarráðs, Einari Þorsteinssyni oddvita Framsóknar og verðandi borgarstjóra, blóðið til skyldunnar til þess að “vernda” téða starfsmenn sem stóðu að því að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu á vettvangi íbúaráðsins, með því að neita oddvita Flokks fólksins um að fá bókun sína birta. Þarna er auðvitað fyrst og fremst meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, þeirra í Viðreisn og Pírata að "vernda" sjálfan sig og koma þessu alvarlega máli í þöggunnarfarveg samkvæmt uppskrift úr Handbók um þöggun viðkvæmra mála. Ef að þessi uppákoma á íbúaráðsfundinum hafi verið algerlega einangrað atvik og hugmynd þeirra starfsmanna sem gerðu þessi "leiðu mistök", þá hefðu allir ábyrgir stjórnendur látið þetta fólk fara. Það blasir auðvitað við hverjum þeim sem það vill sjá, að þessum starfmönnum var fjarstýrt þ.e. þeir tóku við skipunum að ofan um að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu um mál sem hvíldu á fulltrúum íbúaráðsins. Augljóst er því að, ef að umræddir starfsmenn hefðu fengið "verðskuldað uppsagnarbréf" vegna gjörða sinna, að aðstæður uppsagnar hefðu verið "skáldaðar" og starfsmennirnir, til þess að vernda sjálfa sig fyrir upplognum sakargiftum, bent á hvaðan skipunin um að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu í íbúaráðinu kom. Eitt má þó borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Framsóknar, þeirra í Viðreisn og Pírata eiga. Þeim hefur með miklum bravör tekist að gengisfella niður í ruslflokk, hugtökin lýðræði og samráð og má kannski segja, að fyrir utan það að setja borgarsjóð á hausinn, sé það það eina sem honum hafi tekist vel svo eftir sé tekið. Það er því í rauninni það eina rétta í stöðunni að hætta þessum leikaraskap með þessi hugtök sem kostað hafa útsvarsgreiðendur í borginni hundruðir milljóna. Réttast væri því að fresta frekari leiksýningum á sýndarlýðræði og sýndarsamráði borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata og spara þar með borgarsjóði hundruðir milljóna.Brotabrot af þeim kostnaði sem sparast myndi svo duga til þess að halda úti starfsemi Tjarnarbíós sem er, ólíkt Ráðhúsi Reykjavíkur, hinn rétti staður fyrir uppsetningu leiksýninga. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Stjórnsýsla Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er erfitt að ímynda sér það að uppákoman sem að varð á dögunum í íbúaráði Laugardals hafi verið eitthvað einangrað fyrirbæri í fjölleikahúsi borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata. Einu mistökin, þessi „leiðu mistök“, eins og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga kallaði atvikið, var að starfsmaður borgarinnar hugði ekki að því að fela þau samskipti sem hann átti við annan starfsmann borgarinnar, í þeim tilgangi að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu á fundi íbúaráðsins. Samskipti sem téð Heiða Björg kallaði „einkasamskipti.“ Ekki sá borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata sér það fært að ræða þetta alvarlega atvik á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag. Enda fara fundir borgarstjórnar alla jafna fram í heyranda hljóði og er þeim einnig streymt á alnetinu. Þess í stað var málinu vísað til borgarráðs, sem fyrsta áfanga í að þagga málið niður. Enda þeir fundir haldnir fyrir luktum dyrum og auðveldara að stýra því þar að viðkvæm mál komist í loftið. Á fundi borgarráðs, rann formanni borgarráðs, Einari Þorsteinssyni oddvita Framsóknar og verðandi borgarstjóra, blóðið til skyldunnar til þess að “vernda” téða starfsmenn sem stóðu að því að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu á vettvangi íbúaráðsins, með því að neita oddvita Flokks fólksins um að fá bókun sína birta. Þarna er auðvitað fyrst og fremst meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, þeirra í Viðreisn og Pírata að "vernda" sjálfan sig og koma þessu alvarlega máli í þöggunnarfarveg samkvæmt uppskrift úr Handbók um þöggun viðkvæmra mála. Ef að þessi uppákoma á íbúaráðsfundinum hafi verið algerlega einangrað atvik og hugmynd þeirra starfsmanna sem gerðu þessi "leiðu mistök", þá hefðu allir ábyrgir stjórnendur látið þetta fólk fara. Það blasir auðvitað við hverjum þeim sem það vill sjá, að þessum starfmönnum var fjarstýrt þ.e. þeir tóku við skipunum að ofan um að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu um mál sem hvíldu á fulltrúum íbúaráðsins. Augljóst er því að, ef að umræddir starfsmenn hefðu fengið "verðskuldað uppsagnarbréf" vegna gjörða sinna, að aðstæður uppsagnar hefðu verið "skáldaðar" og starfsmennirnir, til þess að vernda sjálfa sig fyrir upplognum sakargiftum, bent á hvaðan skipunin um að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu í íbúaráðinu kom. Eitt má þó borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Framsóknar, þeirra í Viðreisn og Pírata eiga. Þeim hefur með miklum bravör tekist að gengisfella niður í ruslflokk, hugtökin lýðræði og samráð og má kannski segja, að fyrir utan það að setja borgarsjóð á hausinn, sé það það eina sem honum hafi tekist vel svo eftir sé tekið. Það er því í rauninni það eina rétta í stöðunni að hætta þessum leikaraskap með þessi hugtök sem kostað hafa útsvarsgreiðendur í borginni hundruðir milljóna. Réttast væri því að fresta frekari leiksýningum á sýndarlýðræði og sýndarsamráði borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata og spara þar með borgarsjóði hundruðir milljóna.Brotabrot af þeim kostnaði sem sparast myndi svo duga til þess að halda úti starfsemi Tjarnarbíós sem er, ólíkt Ráðhúsi Reykjavíkur, hinn rétti staður fyrir uppsetningu leiksýninga. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar