Eru hvalveiðar dýraníð? Árný Björg Blandon skrifar 21. júní 2023 12:00 Ég var að hlusta á Vilhjálm Birgisson í Bítinu á Bylgjunni. Honum finnst hvalveiðibannið með ólíkindum og það er hans skoðun því það skerðir lífið hjá mörgum á Akranesi og nærliggjandi umhverfi. Við erum mjög mörg, bæði hérlendis og erlendis sem erum þakklát fyrir ákvörðun Svandísar matvælaráðherra og finnst með ólíkindum hvernig Vilhjálmur og það fólk sem er á hans skoðun getur horft framhjá af hverju Svandís tekur þessa ákvörðun. Hún er ekki út í bláinn og er byggð á dýraverndarlögum. Út er komin haldföst skýrsla sem kveður á um það. Auðvitað ber matvælaráðherra að fara eftir henni en ekki skoðunum þeirra sem, jú, missa vinnu vegna þess. En, það er ekkert nýtt af nálinni þar. Fólk víða missir vinnuna sína og sumir fyrirvaralaust og þarf t.d. að reiða sig á atvinnuleysisbætur. Það eru vonbrigði en þetta er lífið hjá mörgum ekki einungis starfsmönnum hvalveiðidrápa. Stundum er ótrúlegt hvernig fólk vill bara fá að drepa dýr og fara illa með þau af því að það gefur svo mikla peninga. Það er mikil skekkja þar í gangi. Ég kalla það græðgi. Peningar eru þó ekki rót hins illa, heldur græðgin. Það er ekki hægt að kvarta yfir launamissi á kostnað dýraníðs. Þar tala hin ýmsu myndbönd sínu máli. Aðferðin er ótæk, tólin sem eru notuð eru ekki að virka, þannig að þessi stórkostlegu dýr deyi samstundis. Þau kveljast, sum í marga klukkutíma meðan skeyti eru send aftur og aftur til að fella þau. Þetta er ekki mannúðleg aðferð á nokkurn hátt. Vilhjálmur talaði um að 60-70 % hvalanna dræpust samstundis. Hvað með hina 30-40%? Undirritaðri finnst alveg nóg um að einn hvalur þjáist og kveljist í marga klukkutíma af því að tólin til dráps eru ekki nægilega virk. Hvalaskoðun er mjög vinsæl og falleg hér á landi. Fólk og ferðamenn dáist að þessum stóru, tignarlegu dýrum sem fær fólk til að taka andann á lofti, það þyrpist að til að sjá þau og skiljanlega tilbúin að borga vel fyrir það. Einn lítill drengur sem var við hvalaskoðun þann dag sem hvalveiðibannið var gefið út, kom hlaupandi, brosandi út að eyrum til eins starfsmannsins, og tjáði honum að nú mætti ekki drepa þessar flottu skepnur lengur. Undirrituð þekkir starfsmanninn sem fékk þessar gleðifréttir. Með að hvalveiðibannið verði aðeins út sumarið og byrji svo aftur, þá hef ég enga trú á því. Sumarið mun gefa þann tíma sem þarf til að sjá hversu rétt þetta bann er. Ég vil bara óska okkur til hamingju með hvalveiðibannið og sendi þakklæti til þeirra sem flettu ofan af þessari tegund dýraníðs. Höfundur vinnur við þýðingar og textaritun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalir Hvalveiðar Árný Björg Blandon Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég var að hlusta á Vilhjálm Birgisson í Bítinu á Bylgjunni. Honum finnst hvalveiðibannið með ólíkindum og það er hans skoðun því það skerðir lífið hjá mörgum á Akranesi og nærliggjandi umhverfi. Við erum mjög mörg, bæði hérlendis og erlendis sem erum þakklát fyrir ákvörðun Svandísar matvælaráðherra og finnst með ólíkindum hvernig Vilhjálmur og það fólk sem er á hans skoðun getur horft framhjá af hverju Svandís tekur þessa ákvörðun. Hún er ekki út í bláinn og er byggð á dýraverndarlögum. Út er komin haldföst skýrsla sem kveður á um það. Auðvitað ber matvælaráðherra að fara eftir henni en ekki skoðunum þeirra sem, jú, missa vinnu vegna þess. En, það er ekkert nýtt af nálinni þar. Fólk víða missir vinnuna sína og sumir fyrirvaralaust og þarf t.d. að reiða sig á atvinnuleysisbætur. Það eru vonbrigði en þetta er lífið hjá mörgum ekki einungis starfsmönnum hvalveiðidrápa. Stundum er ótrúlegt hvernig fólk vill bara fá að drepa dýr og fara illa með þau af því að það gefur svo mikla peninga. Það er mikil skekkja þar í gangi. Ég kalla það græðgi. Peningar eru þó ekki rót hins illa, heldur græðgin. Það er ekki hægt að kvarta yfir launamissi á kostnað dýraníðs. Þar tala hin ýmsu myndbönd sínu máli. Aðferðin er ótæk, tólin sem eru notuð eru ekki að virka, þannig að þessi stórkostlegu dýr deyi samstundis. Þau kveljast, sum í marga klukkutíma meðan skeyti eru send aftur og aftur til að fella þau. Þetta er ekki mannúðleg aðferð á nokkurn hátt. Vilhjálmur talaði um að 60-70 % hvalanna dræpust samstundis. Hvað með hina 30-40%? Undirritaðri finnst alveg nóg um að einn hvalur þjáist og kveljist í marga klukkutíma af því að tólin til dráps eru ekki nægilega virk. Hvalaskoðun er mjög vinsæl og falleg hér á landi. Fólk og ferðamenn dáist að þessum stóru, tignarlegu dýrum sem fær fólk til að taka andann á lofti, það þyrpist að til að sjá þau og skiljanlega tilbúin að borga vel fyrir það. Einn lítill drengur sem var við hvalaskoðun þann dag sem hvalveiðibannið var gefið út, kom hlaupandi, brosandi út að eyrum til eins starfsmannsins, og tjáði honum að nú mætti ekki drepa þessar flottu skepnur lengur. Undirrituð þekkir starfsmanninn sem fékk þessar gleðifréttir. Með að hvalveiðibannið verði aðeins út sumarið og byrji svo aftur, þá hef ég enga trú á því. Sumarið mun gefa þann tíma sem þarf til að sjá hversu rétt þetta bann er. Ég vil bara óska okkur til hamingju með hvalveiðibannið og sendi þakklæti til þeirra sem flettu ofan af þessari tegund dýraníðs. Höfundur vinnur við þýðingar og textaritun.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun