Ferðaþjónustan: Sjálfbærni og þolmörk Ari Trausti Guðmundsson skrifar 19. júní 2023 11:00 Samkvæmt stefnumiðum stjórnvalda og helstu hagaðila á ferðaþjónustan að þróast í samræmi við helstu einkenni sjálfbærni. Í þróunina fléttast full orkuskipti fyrir 2040, markmið um matvælaöryggi, sjálfbæra matvælaframleiðslu, orkuöryggi og sjálfbæra raforkuframleiðslu. Meira að segja er búið að lögfesta hringrásarhagkerfi í lögum um úrgangsmál. Þarna koma líka nýsköpun og svonefndur grænn iðnaður til sögu. Á honum er mikill áhugi. Loks fléttast atvinnumál í heild í þróun ferðaþjónustunnar og raunar flesta aðra þjónustu í landinu. Við treystum á aðkomið vinnuafl í æ meira mæli. Ætlum að sinna margs konar atvinnugreinum og hafa atvinnulífið fjölbreytt. Nýta auðlindir á sjálfbæra vísu. Ferðaþjónusta, sjálfbær eða á leið þangað, veldur umhverfisáhrifum sem ýmist er hægt að jafna með mótvægisaðgerðum eða hún veldur ásættanlegum áhrifum. Markmiðið þar, eins og í fjölda atvinnugreina, á að vera jafnvægi milli náttúrunytja og náttúruverndar. Sjálfbær ferðaþjónusta gagnast samfélaginu og veldur ekki óafturkræfum, samfélagslegum skaða. Hún þróast í sátt við samfélagið, bæði staðbundið og í heild. Hún er í hávegum höfð meðal gestanna. Sjálfbær og hófleg ferðaþjónusta skilar fjármunum til samfélagsins, að frádregnum kostnaði og fjárfestingum hennar vegna, og hefur jákvæð áhrif á efnahagslíf og menningu. Af sjálfu leiðir að sjálfbærni ferðaþjónustunnar takmarkar vöxt hennar. Hún setur stækkandi innviðum takmörk og hefur bein áhrif á þann fjölda ferðamanna sem smásamfélag eins og okkar getur sinnt með reisn og með sjálfbærni. Henni fylgja einfaldlega þolmörk. Umhverfi, samfélagi og hagkerfi eru takmörk sett, eigi sjálfbærni nást í sátt við samfélagið. Veiðar og fiskeldi í sjó við Ísland og vinnsla afurðanna bera augljóslega þolmörk. Sama á við um ferðaþjónustuna. Um tilhögun hennar verða sívirkar umræður, greiningar og stefnumótun þar til grunngildin eru ljós og í meirihlutasátt. Við greiningu þolmarka er í mörg horn að líta. Horft er til dæmis til fjölda ferðamanna, dvalartíma, komu og brottfara eftir árstíðum, á ferðahætti innanlands, öryggismál, ólíkar ferðaslóðir eftir landshlutum, gæði innviða til þjónustu og samgangna, álagsstaði, upplifun gesta og heimamanna og mælanleg áhrif á náttúruna, þar með talið víðerni og loftslag. Meta verður enn fremur fjárhagsleg áhrif af ferðaþjónustunni, áhrifin á aðra atvinnuvegi, á fjölbreytni þeirra og þróun, á menningu og mannlíf. Okkur langar varla, með óánægjusvip, að þjónusta ferðamenn með ólund vegna glataðrar sérstöðu, kraðaks á heimsóknarstöðum og of þungs álags á náttúru og samfélög víða um land. Fyrsta vandaða þolmarkagreining á ferðamannastað var unnin fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum vegna Silfru. Ætluð þolmörk hafa verið nýtt til skipulagningar þeirrar þjónustu og afþreyingar sem þar fer fram. Árangurinn er metinn og mörk endurskoðuð, sé þess þörf. Greiningin er dæmi um hvað unnt er að gera, og þarf að gera, hvort sem er fyrir allan þjóðgarðinn, aðra staði og samfélög eða stærri landsvæði víða um land. Þolmarkagreining fer fram með vísindalegum aðferðum í flestum tilvikum, en stundum, með matskenndum hætti. Stjórnmál og ólík hugmyndafræði þeirra koma til álita þegar á að ákvarða viðbrögð og móta stefnu. Samtímis er vitað að þolmörk vegna sjálfbærni geta og mega breytast með tíma og ytri eða innri aðstæðum. Þolmarkagreiningar eru enn langt undan á landsvísu. Þolum við skemmtiferðaskipakomur sem nema hundruðum á ári? Eru mörg hundruð eða þúsundir ferðamanna, samankomnir í einu á tiltölulega litlum svæðum góð staða, til dæmis við Hvítserk, Geysi, við Jökulsárlón, á Þingvöllum, Dynjanda, á Seyðisfirði eða við Goðafoss? Hvernig opnum við lítt nýttar ferðaslóðir? Getum við tekið við 3-4 milljón gestum á ári (t.d. 2026 eða 2027) eða 8 milljónum 2040 (sjá langtímalíkan ÍSAVIA)? Spurningar sem þessar eru blákaldur veruleiki en ekki akademískar æfingar. Við getum ekki haft að leiðarljósi þá einföldu markaðsfræði að „fá sem flesta ferðamenn hingað og fá sem mest út úr þeim“. Það er gamaldags gleypigangur, laus við virðingu sem gestum ber. Enn fremur felst lítil reisn í að útbúa einhvers konar gerviheim nálægt aðalflugvellinum er hentar hraðsoðinni viðtöku sem flestra gesta á sem stystum tíma. Fleiri en nokkru sinni lýsa eftir þolmörkum í ferðaþjónustunni og stýritæki (-tækjum) svo koma megi ferðaþjónustunni til sem mestrar sjálfbærni og halda henni sem slíkri í takt við vöxt og þróun samfélagsins. Nú um stundir er hraði uppbyggingar, og væntingar margra, í litlu samræmi við nauðsynlega sýn og stefnu. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt stefnumiðum stjórnvalda og helstu hagaðila á ferðaþjónustan að þróast í samræmi við helstu einkenni sjálfbærni. Í þróunina fléttast full orkuskipti fyrir 2040, markmið um matvælaöryggi, sjálfbæra matvælaframleiðslu, orkuöryggi og sjálfbæra raforkuframleiðslu. Meira að segja er búið að lögfesta hringrásarhagkerfi í lögum um úrgangsmál. Þarna koma líka nýsköpun og svonefndur grænn iðnaður til sögu. Á honum er mikill áhugi. Loks fléttast atvinnumál í heild í þróun ferðaþjónustunnar og raunar flesta aðra þjónustu í landinu. Við treystum á aðkomið vinnuafl í æ meira mæli. Ætlum að sinna margs konar atvinnugreinum og hafa atvinnulífið fjölbreytt. Nýta auðlindir á sjálfbæra vísu. Ferðaþjónusta, sjálfbær eða á leið þangað, veldur umhverfisáhrifum sem ýmist er hægt að jafna með mótvægisaðgerðum eða hún veldur ásættanlegum áhrifum. Markmiðið þar, eins og í fjölda atvinnugreina, á að vera jafnvægi milli náttúrunytja og náttúruverndar. Sjálfbær ferðaþjónusta gagnast samfélaginu og veldur ekki óafturkræfum, samfélagslegum skaða. Hún þróast í sátt við samfélagið, bæði staðbundið og í heild. Hún er í hávegum höfð meðal gestanna. Sjálfbær og hófleg ferðaþjónusta skilar fjármunum til samfélagsins, að frádregnum kostnaði og fjárfestingum hennar vegna, og hefur jákvæð áhrif á efnahagslíf og menningu. Af sjálfu leiðir að sjálfbærni ferðaþjónustunnar takmarkar vöxt hennar. Hún setur stækkandi innviðum takmörk og hefur bein áhrif á þann fjölda ferðamanna sem smásamfélag eins og okkar getur sinnt með reisn og með sjálfbærni. Henni fylgja einfaldlega þolmörk. Umhverfi, samfélagi og hagkerfi eru takmörk sett, eigi sjálfbærni nást í sátt við samfélagið. Veiðar og fiskeldi í sjó við Ísland og vinnsla afurðanna bera augljóslega þolmörk. Sama á við um ferðaþjónustuna. Um tilhögun hennar verða sívirkar umræður, greiningar og stefnumótun þar til grunngildin eru ljós og í meirihlutasátt. Við greiningu þolmarka er í mörg horn að líta. Horft er til dæmis til fjölda ferðamanna, dvalartíma, komu og brottfara eftir árstíðum, á ferðahætti innanlands, öryggismál, ólíkar ferðaslóðir eftir landshlutum, gæði innviða til þjónustu og samgangna, álagsstaði, upplifun gesta og heimamanna og mælanleg áhrif á náttúruna, þar með talið víðerni og loftslag. Meta verður enn fremur fjárhagsleg áhrif af ferðaþjónustunni, áhrifin á aðra atvinnuvegi, á fjölbreytni þeirra og þróun, á menningu og mannlíf. Okkur langar varla, með óánægjusvip, að þjónusta ferðamenn með ólund vegna glataðrar sérstöðu, kraðaks á heimsóknarstöðum og of þungs álags á náttúru og samfélög víða um land. Fyrsta vandaða þolmarkagreining á ferðamannastað var unnin fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum vegna Silfru. Ætluð þolmörk hafa verið nýtt til skipulagningar þeirrar þjónustu og afþreyingar sem þar fer fram. Árangurinn er metinn og mörk endurskoðuð, sé þess þörf. Greiningin er dæmi um hvað unnt er að gera, og þarf að gera, hvort sem er fyrir allan þjóðgarðinn, aðra staði og samfélög eða stærri landsvæði víða um land. Þolmarkagreining fer fram með vísindalegum aðferðum í flestum tilvikum, en stundum, með matskenndum hætti. Stjórnmál og ólík hugmyndafræði þeirra koma til álita þegar á að ákvarða viðbrögð og móta stefnu. Samtímis er vitað að þolmörk vegna sjálfbærni geta og mega breytast með tíma og ytri eða innri aðstæðum. Þolmarkagreiningar eru enn langt undan á landsvísu. Þolum við skemmtiferðaskipakomur sem nema hundruðum á ári? Eru mörg hundruð eða þúsundir ferðamanna, samankomnir í einu á tiltölulega litlum svæðum góð staða, til dæmis við Hvítserk, Geysi, við Jökulsárlón, á Þingvöllum, Dynjanda, á Seyðisfirði eða við Goðafoss? Hvernig opnum við lítt nýttar ferðaslóðir? Getum við tekið við 3-4 milljón gestum á ári (t.d. 2026 eða 2027) eða 8 milljónum 2040 (sjá langtímalíkan ÍSAVIA)? Spurningar sem þessar eru blákaldur veruleiki en ekki akademískar æfingar. Við getum ekki haft að leiðarljósi þá einföldu markaðsfræði að „fá sem flesta ferðamenn hingað og fá sem mest út úr þeim“. Það er gamaldags gleypigangur, laus við virðingu sem gestum ber. Enn fremur felst lítil reisn í að útbúa einhvers konar gerviheim nálægt aðalflugvellinum er hentar hraðsoðinni viðtöku sem flestra gesta á sem stystum tíma. Fleiri en nokkru sinni lýsa eftir þolmörkum í ferðaþjónustunni og stýritæki (-tækjum) svo koma megi ferðaþjónustunni til sem mestrar sjálfbærni og halda henni sem slíkri í takt við vöxt og þróun samfélagsins. Nú um stundir er hraði uppbyggingar, og væntingar margra, í litlu samræmi við nauðsynlega sýn og stefnu. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar