Jöfn - Tæknilega séð Ragnhildur Geirsdóttir skrifar 19. júní 2023 09:01 Ísland er eftirbátur annarra Evrópuþjóða þegar kemur að fjölda þeirra sem starfa við upplýsingatækni, samkvæmt nýlegum tölum frá Eurostat. Frá því byrjað var að kenna tölvunarfræði á Íslandi hafa stelpur verið í minnihluta þeirra sem útskrifast úr greininni. Hlutfall stelpna sem útskrifuðust úr tölvunarfræði árið 2022 var um 30% og hefur hlutfallið farið hækkandi síðustu ár. Störf í tæknigeiranum eru spennandi og vel launuð og þar eru miklir framtíðarmöguleikar. Hvers vegna sækjast stelpur ekki eftir þessum störfum í jafn miklum mæli og strákar? Og hvað getum við gert til þess að hvetja þær til dáða á þessum vettvangi? Við lifum í heimi sem er nú þegar afar tæknivæddur, og mikilvægi og hlutverk tækni í daglegu lífi á aðeins eftir að aukast á næstu áratugum; svo mikið að við áttum okkur mögulega ekki á umfangi þess. Það er hins vegar tilfinnanlegur skortur í tæknigeiranum á ómissandi sjónarhorni – sjónarhorni kvenna. Gervigreind, gögn og fjölbreytni Upplýsingatæknigeirinn snýst að miklu leyti um að greina vandamál og búa til fjölbreyttar lausnir á þeim. Fjölbreytni meðal starfsfólks er þess vegna algjört lykilatriði til framtíðar. Til þess að geta hannað fjölbreyttar lausnir þarf starfsfólk í tæknigeiranum að hafa skilning á ólíkum þörfum og veruleika fólks. Það gefur auga leið hversu mikils virði reynsluheimur kvenna er í þessu samhengi. Skýrt dæmi um þetta er ört vaxandi mikilvægi og útbreiðsla gervigreindar sem við munum styðjast sífellt meira við í daglegu lífi. Geta gervigreindar byggist á gögnunum sem notast er við í þróun gervigreindar. Ef ekki er gengið úr skugga um að fólk með fjölbreyttan bakgrunn komi að þróun gervigreindar er hætt við að hún taki ekki tillit til mikilvægra sjónarmiða í niðurstöðum sínum. Hér er fjölbreytni því ekki bara mikilvæg, heldur beinlínis bráðnauðsynleg. Ábyrgð tæknifyrirtækja er mikil Tæknifyrirtæki bera hér ríka ábyrgð. Við þurfum að gera meira en að hvetja stelpur til þess að sækja um störf – við þurfum að sýna betur að framlag þeirra er ómissandi fyrir framþróun tæknigeirans og skapa umhverfi þar sem hæfileikaríkar stelpur geta látið ljós sitt skína. Að auka sýnileika bæði kvenkyns starfskrafta og fyrirmynda í geiranum er afar mikilvægt fyrsta skref. Fyrirtæki geta gert mikið með því að huga að hvernig þau birtast út á við. Stúlkur þurfa að geta speglað sig í fyrirmyndum sem eru konur. Þetta á ekki aðeins við um æðstu stjórnendur heldur þarf að huga að öllum störfum í fyrirtækjunum. Fyrirtæki þurfa líka að horfa inn á við, skoða stefnu sína og skipulag og jafnframt spyrja sig hvernig menningin á vinnustaðnum er. Það skiptir máli að teymi séu fjölbreytt og að þau sem leiða vinnuna séu af öllum kynjum, vegna þess að það mun skila sér í betri lausnum. Við þurfum að byggja upp menningu þar sem við öll erum velkomin og vel er tekið á móti öllum. Það getur reynst erfitt að vera eina stelpan í hópnum og því er nauðsynlegt að jafna kynjahlutfallið í hópum. Fyrirtæki þurfa líka að huga að því hvernig þau birtast í sínu kynningarefni og jafnvel hvernig þau sníða atvinnuauglýsingar til að höfða til fjölbreytts hóps. Til dæmis með því að hvetja stelpur til þess að sækja um, þó þær uppfylli ekki allar hæfnikröfur. Við í tæknifyrirtækjunum erum í einstakri stöðu til þess að hafa hér áhrif til góðs og verðum öll að leggjast á eitt að fjölga konum í tæknistörfum. Á kvenréttindadaginn 19. júní er gott að minna sig á það og við höfum öll hlutverk þegar kemur að því að vinna að jafnrétti. Gleðilegan kvenréttindadag! Höfundur er forstjóri Reiknistofu bankanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Jafnréttismál Tækni Gervigreind Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Ísland er eftirbátur annarra Evrópuþjóða þegar kemur að fjölda þeirra sem starfa við upplýsingatækni, samkvæmt nýlegum tölum frá Eurostat. Frá því byrjað var að kenna tölvunarfræði á Íslandi hafa stelpur verið í minnihluta þeirra sem útskrifast úr greininni. Hlutfall stelpna sem útskrifuðust úr tölvunarfræði árið 2022 var um 30% og hefur hlutfallið farið hækkandi síðustu ár. Störf í tæknigeiranum eru spennandi og vel launuð og þar eru miklir framtíðarmöguleikar. Hvers vegna sækjast stelpur ekki eftir þessum störfum í jafn miklum mæli og strákar? Og hvað getum við gert til þess að hvetja þær til dáða á þessum vettvangi? Við lifum í heimi sem er nú þegar afar tæknivæddur, og mikilvægi og hlutverk tækni í daglegu lífi á aðeins eftir að aukast á næstu áratugum; svo mikið að við áttum okkur mögulega ekki á umfangi þess. Það er hins vegar tilfinnanlegur skortur í tæknigeiranum á ómissandi sjónarhorni – sjónarhorni kvenna. Gervigreind, gögn og fjölbreytni Upplýsingatæknigeirinn snýst að miklu leyti um að greina vandamál og búa til fjölbreyttar lausnir á þeim. Fjölbreytni meðal starfsfólks er þess vegna algjört lykilatriði til framtíðar. Til þess að geta hannað fjölbreyttar lausnir þarf starfsfólk í tæknigeiranum að hafa skilning á ólíkum þörfum og veruleika fólks. Það gefur auga leið hversu mikils virði reynsluheimur kvenna er í þessu samhengi. Skýrt dæmi um þetta er ört vaxandi mikilvægi og útbreiðsla gervigreindar sem við munum styðjast sífellt meira við í daglegu lífi. Geta gervigreindar byggist á gögnunum sem notast er við í þróun gervigreindar. Ef ekki er gengið úr skugga um að fólk með fjölbreyttan bakgrunn komi að þróun gervigreindar er hætt við að hún taki ekki tillit til mikilvægra sjónarmiða í niðurstöðum sínum. Hér er fjölbreytni því ekki bara mikilvæg, heldur beinlínis bráðnauðsynleg. Ábyrgð tæknifyrirtækja er mikil Tæknifyrirtæki bera hér ríka ábyrgð. Við þurfum að gera meira en að hvetja stelpur til þess að sækja um störf – við þurfum að sýna betur að framlag þeirra er ómissandi fyrir framþróun tæknigeirans og skapa umhverfi þar sem hæfileikaríkar stelpur geta látið ljós sitt skína. Að auka sýnileika bæði kvenkyns starfskrafta og fyrirmynda í geiranum er afar mikilvægt fyrsta skref. Fyrirtæki geta gert mikið með því að huga að hvernig þau birtast út á við. Stúlkur þurfa að geta speglað sig í fyrirmyndum sem eru konur. Þetta á ekki aðeins við um æðstu stjórnendur heldur þarf að huga að öllum störfum í fyrirtækjunum. Fyrirtæki þurfa líka að horfa inn á við, skoða stefnu sína og skipulag og jafnframt spyrja sig hvernig menningin á vinnustaðnum er. Það skiptir máli að teymi séu fjölbreytt og að þau sem leiða vinnuna séu af öllum kynjum, vegna þess að það mun skila sér í betri lausnum. Við þurfum að byggja upp menningu þar sem við öll erum velkomin og vel er tekið á móti öllum. Það getur reynst erfitt að vera eina stelpan í hópnum og því er nauðsynlegt að jafna kynjahlutfallið í hópum. Fyrirtæki þurfa líka að huga að því hvernig þau birtast í sínu kynningarefni og jafnvel hvernig þau sníða atvinnuauglýsingar til að höfða til fjölbreytts hóps. Til dæmis með því að hvetja stelpur til þess að sækja um, þó þær uppfylli ekki allar hæfnikröfur. Við í tæknifyrirtækjunum erum í einstakri stöðu til þess að hafa hér áhrif til góðs og verðum öll að leggjast á eitt að fjölga konum í tæknistörfum. Á kvenréttindadaginn 19. júní er gott að minna sig á það og við höfum öll hlutverk þegar kemur að því að vinna að jafnrétti. Gleðilegan kvenréttindadag! Höfundur er forstjóri Reiknistofu bankanna.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun