Koma börnum í erfiðri stöðu til aðstoðar Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júní 2023 20:31 Hjörleifur Steinn Þórisson er starfsmaður Flotans. Vísir/Einar Starfsmaður félagsmiðstöðvar einu færanlegu félagsmiðstöðvar landsins segir að hægt sé að taka á ofbeldi meðal barna með því að vera þeim innan handar þegar bjátar á. Félagsmiðstöðin sé öryggisnet fyrir þá sem eru á leið af réttri braut. Ofbeldi meðal ungs fólks hefur verið fyrirferðamikið í umræðunni síðustu misseri. Síðast í nótt átti sér stað árás þar sem fjórir einstaklingar á aldrinum sautján til tuttugu ára réðust á sautján ára strák. Til að sporna gegn auknu ofbeldi hefur Reykjavíkurborg komið af stað fjölda verkefna til að vera ungu fólki í vandræðum innan handar. Þar á meðal er flakkandi félagsmiðstöðin Flotinn. Flotinn hefur verið starfræktur í að verða fjögur ár. Starfsmenn hans keyra á milli hverfa og heimsækja staði þar sem mögulega er hópamyndun og að eitthvað óæskilegt eigi sér stað. Hjörleifur Steinn Þórisson, starfsmaður Flotans, segir starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar geta verið mikilvæga sem þurfa á aðstoð þeirra að halda. „Við erum meðvituð um að það hafi komið upp ofbeldismál og þetta er einn vinkill í því. Við viljum sporna við því. Með því að vera sýnileg og aðgengileg þá trúum við því að það sé stór partur í því að koma í veg fyrir ofbeldi,“ segir Hjörleifur. „Það sem við getum gert er að vera þeim innan handar, hjálpað þeim í finna þá þjónustu sem þeir þurfa. Það getur verið alls konar.“ Starfsmennirnir reyna einna helst að ná til krakka sem ekki eru í sterkri stöðu félagslega og skapa fyrir þá aðstæður aðstæður þar sem þeir geta notið æsku sinnar í öruggu umhverfi með því að lágmarka áhrif áhættuþátta í umhverfi þeirra. „Krakkarnir eru yfirleitt í hóp þegar við komum. Þá „check-um“ við hvort það sé ekki allt í góðu. Fyrst og fremst sýnum við að við erum ákveðið öryggisnet. Veitum þeim öryggi. Forvarnargildið er mikið. Við reynum að koma þessum hóp sem gæti verið að gera eitthvað óskynsamlegt og komum þeim í virkni sem er skynsamleg,“ segir Hjörleifur. Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Ofbeldi meðal ungs fólks hefur verið fyrirferðamikið í umræðunni síðustu misseri. Síðast í nótt átti sér stað árás þar sem fjórir einstaklingar á aldrinum sautján til tuttugu ára réðust á sautján ára strák. Til að sporna gegn auknu ofbeldi hefur Reykjavíkurborg komið af stað fjölda verkefna til að vera ungu fólki í vandræðum innan handar. Þar á meðal er flakkandi félagsmiðstöðin Flotinn. Flotinn hefur verið starfræktur í að verða fjögur ár. Starfsmenn hans keyra á milli hverfa og heimsækja staði þar sem mögulega er hópamyndun og að eitthvað óæskilegt eigi sér stað. Hjörleifur Steinn Þórisson, starfsmaður Flotans, segir starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar geta verið mikilvæga sem þurfa á aðstoð þeirra að halda. „Við erum meðvituð um að það hafi komið upp ofbeldismál og þetta er einn vinkill í því. Við viljum sporna við því. Með því að vera sýnileg og aðgengileg þá trúum við því að það sé stór partur í því að koma í veg fyrir ofbeldi,“ segir Hjörleifur. „Það sem við getum gert er að vera þeim innan handar, hjálpað þeim í finna þá þjónustu sem þeir þurfa. Það getur verið alls konar.“ Starfsmennirnir reyna einna helst að ná til krakka sem ekki eru í sterkri stöðu félagslega og skapa fyrir þá aðstæður aðstæður þar sem þeir geta notið æsku sinnar í öruggu umhverfi með því að lágmarka áhrif áhættuþátta í umhverfi þeirra. „Krakkarnir eru yfirleitt í hóp þegar við komum. Þá „check-um“ við hvort það sé ekki allt í góðu. Fyrst og fremst sýnum við að við erum ákveðið öryggisnet. Veitum þeim öryggi. Forvarnargildið er mikið. Við reynum að koma þessum hóp sem gæti verið að gera eitthvað óskynsamlegt og komum þeim í virkni sem er skynsamleg,“ segir Hjörleifur.
Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira