Ungmenni viti oft ekki hvað megi ekki segja Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júní 2023 11:47 Soffía Pálsdóttir er skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Vísir Taka þarf hart á auknu ofbeldi meðal ungmenna að sögn skrifstofustjóra frístundamála hjá Reykjavíkurborg. Hún segir það vanta að börn læri hvað megi segja og hvað megi ekki segja í samskiptum við annað fólk. Í minnisblaði Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að í vetur hafi í flestum hverfum borgarinnar komið upp alvarleg mál meðal unglinga þar sem ofbeldi var beitt. Var minnisblað þetta sent vegna beiðni Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs um viðbrögð við auknu ofbeldi meðal ungs fólks. Nú síðast í nótt var ráðist á sautján ára dreng með barefli við Mjóddina í Reykjavík. Fjórir menn á aldrinum sautján til tuttugu ára voru handteknir vegna árásarinnar. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði hjá Reykjavíkurborg, segir sviðið hafa miklar áhyggjur af framþróuninni. „Það er bæði líkamlegt ofbeldi, barsmíðar og slagsmál og síðan í einhverjum tilfellum, en sem betur fer ekki oft, hnífaburður. Svo er þetta stafræna ofbeldi. Það hefur líka aukist mikið. Mögulegar afleiðingar af myndsendingum á samfélagsmiðlum eru að valda því að það verður einhver ólga í hópnum. Þau eru þá að hittast á götunni í einhverjum uppgjörsmálum. Við höfum tekið mjög hart á þessu og erum með mikla eftirfylgni í þessu í hverfunum,“ segir Soffía. Flakkandi félagsmiðstöð Meðal þess sem ráðið hefur komið á laggirnar til að bregðast við þessu er flakkandi félagsmiðstöðin Flotinn. Starfsmenn hennar keyra á milli hverfa og finna ungmenni sem talið er að séu í áhættuhópi. „Reynslan hefur verið sú að krakkar sem hafa ekki verið að finna sig í einhverju hafa verið að elta félagsmiðstöðina. Hún færist á milli borgarhluta og milli hverfa. Þá hafa þau, sem hafa kannski ekki viljað sækja eitthvað annað starf eða hafa ekki tök á því, sótt í þessa starfsemi,“ segir Soffía. Senda skilaboð í hugsunarleysi Mikið er unnið með foreldrum og segir Soffía að oft vanti að börnum sé kennt hvað megi segja og hvað megi ekki segja við aðra. Börn segi oft hluti sem þau átti sig ekki á að sé ekki í lagi að segja. „Oft ætla þau sér ekki að gera þetta. Þau eru ung, óreynd og óþroskuð. Ekki alltaf búin að ná þroska og geta ekki sett sig í spor annarra. Ýta á send í hugsunarleysi. Það er svolítið hópur sem við ætlum að vinna með í félagsmiðstöðvum, að ná til þessara óvirku áhorfenda. Sem eru að „læk-a“, eru að deila myndböndum eða einhverju slíku sem þau í hjarta sínu vita að þau eiga ekki að gera,“ segir Soffía. Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Í minnisblaði Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að í vetur hafi í flestum hverfum borgarinnar komið upp alvarleg mál meðal unglinga þar sem ofbeldi var beitt. Var minnisblað þetta sent vegna beiðni Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs um viðbrögð við auknu ofbeldi meðal ungs fólks. Nú síðast í nótt var ráðist á sautján ára dreng með barefli við Mjóddina í Reykjavík. Fjórir menn á aldrinum sautján til tuttugu ára voru handteknir vegna árásarinnar. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði hjá Reykjavíkurborg, segir sviðið hafa miklar áhyggjur af framþróuninni. „Það er bæði líkamlegt ofbeldi, barsmíðar og slagsmál og síðan í einhverjum tilfellum, en sem betur fer ekki oft, hnífaburður. Svo er þetta stafræna ofbeldi. Það hefur líka aukist mikið. Mögulegar afleiðingar af myndsendingum á samfélagsmiðlum eru að valda því að það verður einhver ólga í hópnum. Þau eru þá að hittast á götunni í einhverjum uppgjörsmálum. Við höfum tekið mjög hart á þessu og erum með mikla eftirfylgni í þessu í hverfunum,“ segir Soffía. Flakkandi félagsmiðstöð Meðal þess sem ráðið hefur komið á laggirnar til að bregðast við þessu er flakkandi félagsmiðstöðin Flotinn. Starfsmenn hennar keyra á milli hverfa og finna ungmenni sem talið er að séu í áhættuhópi. „Reynslan hefur verið sú að krakkar sem hafa ekki verið að finna sig í einhverju hafa verið að elta félagsmiðstöðina. Hún færist á milli borgarhluta og milli hverfa. Þá hafa þau, sem hafa kannski ekki viljað sækja eitthvað annað starf eða hafa ekki tök á því, sótt í þessa starfsemi,“ segir Soffía. Senda skilaboð í hugsunarleysi Mikið er unnið með foreldrum og segir Soffía að oft vanti að börnum sé kennt hvað megi segja og hvað megi ekki segja við aðra. Börn segi oft hluti sem þau átti sig ekki á að sé ekki í lagi að segja. „Oft ætla þau sér ekki að gera þetta. Þau eru ung, óreynd og óþroskuð. Ekki alltaf búin að ná þroska og geta ekki sett sig í spor annarra. Ýta á send í hugsunarleysi. Það er svolítið hópur sem við ætlum að vinna með í félagsmiðstöðvum, að ná til þessara óvirku áhorfenda. Sem eru að „læk-a“, eru að deila myndböndum eða einhverju slíku sem þau í hjarta sínu vita að þau eiga ekki að gera,“ segir Soffía.
Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira