Ungmenni viti oft ekki hvað megi ekki segja Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júní 2023 11:47 Soffía Pálsdóttir er skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Vísir Taka þarf hart á auknu ofbeldi meðal ungmenna að sögn skrifstofustjóra frístundamála hjá Reykjavíkurborg. Hún segir það vanta að börn læri hvað megi segja og hvað megi ekki segja í samskiptum við annað fólk. Í minnisblaði Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að í vetur hafi í flestum hverfum borgarinnar komið upp alvarleg mál meðal unglinga þar sem ofbeldi var beitt. Var minnisblað þetta sent vegna beiðni Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs um viðbrögð við auknu ofbeldi meðal ungs fólks. Nú síðast í nótt var ráðist á sautján ára dreng með barefli við Mjóddina í Reykjavík. Fjórir menn á aldrinum sautján til tuttugu ára voru handteknir vegna árásarinnar. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði hjá Reykjavíkurborg, segir sviðið hafa miklar áhyggjur af framþróuninni. „Það er bæði líkamlegt ofbeldi, barsmíðar og slagsmál og síðan í einhverjum tilfellum, en sem betur fer ekki oft, hnífaburður. Svo er þetta stafræna ofbeldi. Það hefur líka aukist mikið. Mögulegar afleiðingar af myndsendingum á samfélagsmiðlum eru að valda því að það verður einhver ólga í hópnum. Þau eru þá að hittast á götunni í einhverjum uppgjörsmálum. Við höfum tekið mjög hart á þessu og erum með mikla eftirfylgni í þessu í hverfunum,“ segir Soffía. Flakkandi félagsmiðstöð Meðal þess sem ráðið hefur komið á laggirnar til að bregðast við þessu er flakkandi félagsmiðstöðin Flotinn. Starfsmenn hennar keyra á milli hverfa og finna ungmenni sem talið er að séu í áhættuhópi. „Reynslan hefur verið sú að krakkar sem hafa ekki verið að finna sig í einhverju hafa verið að elta félagsmiðstöðina. Hún færist á milli borgarhluta og milli hverfa. Þá hafa þau, sem hafa kannski ekki viljað sækja eitthvað annað starf eða hafa ekki tök á því, sótt í þessa starfsemi,“ segir Soffía. Senda skilaboð í hugsunarleysi Mikið er unnið með foreldrum og segir Soffía að oft vanti að börnum sé kennt hvað megi segja og hvað megi ekki segja við aðra. Börn segi oft hluti sem þau átti sig ekki á að sé ekki í lagi að segja. „Oft ætla þau sér ekki að gera þetta. Þau eru ung, óreynd og óþroskuð. Ekki alltaf búin að ná þroska og geta ekki sett sig í spor annarra. Ýta á send í hugsunarleysi. Það er svolítið hópur sem við ætlum að vinna með í félagsmiðstöðvum, að ná til þessara óvirku áhorfenda. Sem eru að „læk-a“, eru að deila myndböndum eða einhverju slíku sem þau í hjarta sínu vita að þau eiga ekki að gera,“ segir Soffía. Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Í minnisblaði Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að í vetur hafi í flestum hverfum borgarinnar komið upp alvarleg mál meðal unglinga þar sem ofbeldi var beitt. Var minnisblað þetta sent vegna beiðni Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs um viðbrögð við auknu ofbeldi meðal ungs fólks. Nú síðast í nótt var ráðist á sautján ára dreng með barefli við Mjóddina í Reykjavík. Fjórir menn á aldrinum sautján til tuttugu ára voru handteknir vegna árásarinnar. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði hjá Reykjavíkurborg, segir sviðið hafa miklar áhyggjur af framþróuninni. „Það er bæði líkamlegt ofbeldi, barsmíðar og slagsmál og síðan í einhverjum tilfellum, en sem betur fer ekki oft, hnífaburður. Svo er þetta stafræna ofbeldi. Það hefur líka aukist mikið. Mögulegar afleiðingar af myndsendingum á samfélagsmiðlum eru að valda því að það verður einhver ólga í hópnum. Þau eru þá að hittast á götunni í einhverjum uppgjörsmálum. Við höfum tekið mjög hart á þessu og erum með mikla eftirfylgni í þessu í hverfunum,“ segir Soffía. Flakkandi félagsmiðstöð Meðal þess sem ráðið hefur komið á laggirnar til að bregðast við þessu er flakkandi félagsmiðstöðin Flotinn. Starfsmenn hennar keyra á milli hverfa og finna ungmenni sem talið er að séu í áhættuhópi. „Reynslan hefur verið sú að krakkar sem hafa ekki verið að finna sig í einhverju hafa verið að elta félagsmiðstöðina. Hún færist á milli borgarhluta og milli hverfa. Þá hafa þau, sem hafa kannski ekki viljað sækja eitthvað annað starf eða hafa ekki tök á því, sótt í þessa starfsemi,“ segir Soffía. Senda skilaboð í hugsunarleysi Mikið er unnið með foreldrum og segir Soffía að oft vanti að börnum sé kennt hvað megi segja og hvað megi ekki segja við aðra. Börn segi oft hluti sem þau átti sig ekki á að sé ekki í lagi að segja. „Oft ætla þau sér ekki að gera þetta. Þau eru ung, óreynd og óþroskuð. Ekki alltaf búin að ná þroska og geta ekki sett sig í spor annarra. Ýta á send í hugsunarleysi. Það er svolítið hópur sem við ætlum að vinna með í félagsmiðstöðvum, að ná til þessara óvirku áhorfenda. Sem eru að „læk-a“, eru að deila myndböndum eða einhverju slíku sem þau í hjarta sínu vita að þau eiga ekki að gera,“ segir Soffía.
Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira