Þorgerður Katrín bregst við gagnrýni: „Þessi leiðu mistök breyta hins vegar ekki stóru myndinni“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. júní 2023 14:01 Samtökin sögðu Þorgerður Katrín hafa haldið því ranglega fram að formaður samtakanna væri heiðursræðismaður Rússa á Íslandi. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar viðurkennir að hafa ranglega sagt formann Samtaka fyrirtækja í landbúnaði og aðstoðarforstjóra Kaupfélags Skagfirðinga vera heiðursræðismann Rússa á Íslandi. Um er að ræða forstöðumann kjötafurðarstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga sem samhliða störfum sínum fyrir Kaupfélagið er heiðursræðismaður Rússlands hér á landi. Þetta kemur fram í færslu sem Þorgerður Katrín birti á facebooksíðu sinni fyrr í dag. Líkt og fram í frétt Vísis gær sendu Samtök fyrirtækja í landbúnaði frá sér yfirlýsingu vegna umræðu á Alþingi þann 9. júní síðastliðinn. um framlengingu niðurfellingar tolla á vörur upprunnar í Úkraínu. Samtökin segja Þorgerði Katrínu hafa gefið í skyn í umræðum á Alþingi að samtökin styddu ekki við Úkraínumenn í baráttu sinni gegn innrás Rússlands. Þá kemur fram að Þorgerður Katrín hafi haldið því ranglega fram að formaður samtakanna væri heiðursræðismaður Rússa á Íslandi og sagt það setja ábendingar samtakanna, um að vænlegra væri að velja önnur stuðningsform en niðurfellingu tolla til að styðja við Úkraínu, í enn verra ljós. Í yfirlýsingunni segjast samtökin „harma þennan rógburð alþingismannsins úr pontu Alþingis Íslendinga.“ Almannahagsmunir framar sérhagsmunum Í fyrrnefndri facebookfærslu segir Þorgerður Katrín að henni sé ljúft og skylt að leiðrétta þetta, eftir yfirlýsingu samtakanna þar um. „Þessi leiðu mistök breyta hins vegar ekki stóru myndinni og málinu sjálfu. Þeirri staðreynd að Framsóknarflokkurinn og stöku þingmenn Sjálfstæðisflokks vildu ekki framlengja ákvæði um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara til að styðja við efnahags- og atvinnulíf þar í landi sem af augljósum ástæðum er í lamasessi. Og mér þykir það aumt af okkar hálfu. Því þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda er komið í ljós að stuðningur okkar við Úkraínu er ekki skilyrðislaus. Stuðningur og samhugur þessarar ríkisstjórnar stöðvast við tollfrjálsar kjúklingabringur vegna skammtímahagsmuna þröngs hóps í atvinnulífinu. Sumir þingmenn hafa beinlínis viðurkennt að ákvörðunin hafi orðið vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum í landbúnaði.“ Þorgerður Katrín tekur fram að á meðan hafi bæði Bretland og Evrópusambandið endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tollanna í breiðri sátt. „Í fyrrnefndri yfirlýsingu finna Samtök fyrirtækja í landbúnaði einnig að því að engar mótvægisaðgerðir fyrir íslenska framleiðendur hafi verið að finna hjá stjórnvöldum samhliða því að hugmyndir um að framlengja niðurfellingu tollanna voru viðraðar. Sem formaður Viðreisnar get ég ekki annað en boðið þau velkomin í hóp okkar sem berjumst fyrir stuðningskerfunum sem ESB tryggir bændum og ræktendum í okkar heimshluta og aðgengi að stærri markaði fyrir okkar frábæru íslensku vörur. Þá vona ég einnig að samtökin hætti að berjast fyrir sérreglum og undanþágum fyrir sig frá samkeppnislögum. Það er ekki margt sem við Íslendingar getum gert til að styðja Úkraínu. En við eigum að sjá sóma okkar í því að stilla okkur upp með þeim þjóðum sem eru samstíga okkur í baráttunni við afturhaldsöfl Pútíns,“ ritar Þorgerður Katrín og endar færsluna á þessum orðum: „Sjaldan hafa einkennisorð Viðreisnar átt betur við en í þessu máli - almannahagsmunir framar sérhagsmunum.“ Landbúnaður Alþingi Viðreisn Skattar og tollar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu sem Þorgerður Katrín birti á facebooksíðu sinni fyrr í dag. Líkt og fram í frétt Vísis gær sendu Samtök fyrirtækja í landbúnaði frá sér yfirlýsingu vegna umræðu á Alþingi þann 9. júní síðastliðinn. um framlengingu niðurfellingar tolla á vörur upprunnar í Úkraínu. Samtökin segja Þorgerði Katrínu hafa gefið í skyn í umræðum á Alþingi að samtökin styddu ekki við Úkraínumenn í baráttu sinni gegn innrás Rússlands. Þá kemur fram að Þorgerður Katrín hafi haldið því ranglega fram að formaður samtakanna væri heiðursræðismaður Rússa á Íslandi og sagt það setja ábendingar samtakanna, um að vænlegra væri að velja önnur stuðningsform en niðurfellingu tolla til að styðja við Úkraínu, í enn verra ljós. Í yfirlýsingunni segjast samtökin „harma þennan rógburð alþingismannsins úr pontu Alþingis Íslendinga.“ Almannahagsmunir framar sérhagsmunum Í fyrrnefndri facebookfærslu segir Þorgerður Katrín að henni sé ljúft og skylt að leiðrétta þetta, eftir yfirlýsingu samtakanna þar um. „Þessi leiðu mistök breyta hins vegar ekki stóru myndinni og málinu sjálfu. Þeirri staðreynd að Framsóknarflokkurinn og stöku þingmenn Sjálfstæðisflokks vildu ekki framlengja ákvæði um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara til að styðja við efnahags- og atvinnulíf þar í landi sem af augljósum ástæðum er í lamasessi. Og mér þykir það aumt af okkar hálfu. Því þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda er komið í ljós að stuðningur okkar við Úkraínu er ekki skilyrðislaus. Stuðningur og samhugur þessarar ríkisstjórnar stöðvast við tollfrjálsar kjúklingabringur vegna skammtímahagsmuna þröngs hóps í atvinnulífinu. Sumir þingmenn hafa beinlínis viðurkennt að ákvörðunin hafi orðið vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum í landbúnaði.“ Þorgerður Katrín tekur fram að á meðan hafi bæði Bretland og Evrópusambandið endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tollanna í breiðri sátt. „Í fyrrnefndri yfirlýsingu finna Samtök fyrirtækja í landbúnaði einnig að því að engar mótvægisaðgerðir fyrir íslenska framleiðendur hafi verið að finna hjá stjórnvöldum samhliða því að hugmyndir um að framlengja niðurfellingu tollanna voru viðraðar. Sem formaður Viðreisnar get ég ekki annað en boðið þau velkomin í hóp okkar sem berjumst fyrir stuðningskerfunum sem ESB tryggir bændum og ræktendum í okkar heimshluta og aðgengi að stærri markaði fyrir okkar frábæru íslensku vörur. Þá vona ég einnig að samtökin hætti að berjast fyrir sérreglum og undanþágum fyrir sig frá samkeppnislögum. Það er ekki margt sem við Íslendingar getum gert til að styðja Úkraínu. En við eigum að sjá sóma okkar í því að stilla okkur upp með þeim þjóðum sem eru samstíga okkur í baráttunni við afturhaldsöfl Pútíns,“ ritar Þorgerður Katrín og endar færsluna á þessum orðum: „Sjaldan hafa einkennisorð Viðreisnar átt betur við en í þessu máli - almannahagsmunir framar sérhagsmunum.“
Landbúnaður Alþingi Viðreisn Skattar og tollar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira