Vísað frá neyðarskýli og svipti sig lífi skömmu síðar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júní 2023 21:01 Neyðarskýlið Lindargötu, fyrir heimilislausa karlmenn. vísir Heimilislausum manni var ítrekað vísað frá neyðarskýli í Reykjavík að kröfu Hafnarfjarðarbæjar og svipti sig lífi skömmu síðar. Systir mannsins segir hann hafa upplifað niðurlægingu og skilningsleysi. Frá þessu greinir Heimildin. Þar er haft eftir systur mannsins sem segir fjárhagsvandræði hafa leitt til dauða mannsins. Í umfjöllunini kemur fram að þann 1. maí hafi gistináttagjald í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar, fyrir fólk með lögheimili utan borgarinnar hækkað um 119 prósent þann 1 maí: úr 21 þúsund krónum í 46 þúsund. Reykjavík er eina sveitarfélagið á Íslandi sem rekur neyðarskýli fyrir heimilislaust fólk. „Peningar og samráðsleysi milli sveitarfélaga urðu til þess að bróðir minn er látinn,“ er haft eftir systurinni. Maðurinn hafi komið í neyðarskýlið föstudagskvöldið 26. maí en fengið synjun um gistingu. Starfsfólk hafi fengið þær upplýsingar að tilteknum einstaklingum með lögheimili í öðrum sveitarfélögum skyldi vísað frá ef þeir kæmu þangað í leit að skjóli. „Þetta var í minnst þriðja skipti sem honum var vísað frá. Ég talaði við hann á laugardeginum og við ætluðum að hittast og fá okkur kaffi. Hann svaraði síðan aldrei þegar ég hringdi aftur. Ég vissi ekkert um hann fyrr en spítalinn hringdi,“ segir systirin að auki. Fólk hafi komið að manninum meðvitundarlausum eftir alvarlega sjálfsvígstilraun og var maðurinn fluttur á sjúkrahús í kjölfarið. Systirin segir manninn aldrei hafa komist til lífs eða meðvitundar aftur. Hann var úrskurðaður látinn 1. júní. Í umfjöllun Heimildarinnar kemur einnig fram að maðurinn hafi upplifað skilningsleysi og vanvirðingu. Ýmislegt hafi verið reynt til að fá hjálp í kerfinu og mikið hafi tekið á manninn að hafa verið neitað um gistingu í neyðarskýlinu, sem hann hafi upplifað sem niðurlægingu. Málefni heimilislausra Heilbrigðismál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Frá þessu greinir Heimildin. Þar er haft eftir systur mannsins sem segir fjárhagsvandræði hafa leitt til dauða mannsins. Í umfjöllunini kemur fram að þann 1. maí hafi gistináttagjald í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar, fyrir fólk með lögheimili utan borgarinnar hækkað um 119 prósent þann 1 maí: úr 21 þúsund krónum í 46 þúsund. Reykjavík er eina sveitarfélagið á Íslandi sem rekur neyðarskýli fyrir heimilislaust fólk. „Peningar og samráðsleysi milli sveitarfélaga urðu til þess að bróðir minn er látinn,“ er haft eftir systurinni. Maðurinn hafi komið í neyðarskýlið föstudagskvöldið 26. maí en fengið synjun um gistingu. Starfsfólk hafi fengið þær upplýsingar að tilteknum einstaklingum með lögheimili í öðrum sveitarfélögum skyldi vísað frá ef þeir kæmu þangað í leit að skjóli. „Þetta var í minnst þriðja skipti sem honum var vísað frá. Ég talaði við hann á laugardeginum og við ætluðum að hittast og fá okkur kaffi. Hann svaraði síðan aldrei þegar ég hringdi aftur. Ég vissi ekkert um hann fyrr en spítalinn hringdi,“ segir systirin að auki. Fólk hafi komið að manninum meðvitundarlausum eftir alvarlega sjálfsvígstilraun og var maðurinn fluttur á sjúkrahús í kjölfarið. Systirin segir manninn aldrei hafa komist til lífs eða meðvitundar aftur. Hann var úrskurðaður látinn 1. júní. Í umfjöllun Heimildarinnar kemur einnig fram að maðurinn hafi upplifað skilningsleysi og vanvirðingu. Ýmislegt hafi verið reynt til að fá hjálp í kerfinu og mikið hafi tekið á manninn að hafa verið neitað um gistingu í neyðarskýlinu, sem hann hafi upplifað sem niðurlægingu.
Málefni heimilislausra Heilbrigðismál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira