Staða öryrkja: „Er í mínus en fæ stuðning frá börnunum mínum“ Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar 8. júní 2023 08:30 Ég heiti Kristín og er stofnandi Instagram síðunnar Lífið og líðan. Á síðunni höfum við verið með vakningu um allskonar, þá sérstaklega tengt andlegri og líkamlegri líðan - frá ýmsum sjónarhornum. Annars bara lífið almennt, án glansmyndar. Sjálf er ég í endurhæfingu, aðeins 35 ára gömul og það er stór biti að kyngja. Upp á síðkastið hafa verið að koma inn hinar ótrúlegustu umræður innan öryrkja samfélagsins og langar mig að fjalla um það stuttlega hér, ásamt því að deila nokkrum svörum öryrkja um það hver fjárhagsleg staða þeirra er á örorkubótum frá mánuði til mánaðar. Ein umræðan snéri að því að eldri maður væri að safna fyrir viðhaldi á húsinu sínu. Upphæðin væri samtals í kringum 2,5 milljónir og því ekki hægt fyrir hann að fjármagna slíka upphæð á örorkubótum á skömmum tíma. Það er ekki í frásögu færandi nema fyrir það að vegna þess að hann á auka pening, fær hann á móti lægri bætur. Svona mætti lengi telja. Eins mega fjármagnstekjur einstaklinga á örorku ekki vera meiri en 100.000 á ári, þar með talið leigutekjur, nema bætur skerðist. Það er því ekki hægt að segja að almennt sé mikill hvati fyrir öryrkja til þess að legga inn á sparnaðarreikinga né afla sér fjár. Nú þegar verðlagið í samfélaginu fer hækkandi og póstum á facebook fjölgar, þar sem verið er að biðja um fjárhagsaðstoð - þá spyr maður sig að því hvernig staða örykja sé. Ekki má heldur gleyma láglauna fólki, einstæðum foreldrum og þeim sem einhverra hluta vegna rétt ná upp í lágmarkslaun. Spurningin til öryrkja var þessi: Hvað eigi þið eftir af örorkubótunum ykkar út mánuðinn þegar búið er að borga alla reikninga? Hér má sjá hluta af svörunum: Ég átti ekkert eftir núna en oft á ég kannski um 100.000 tops ef ég er heppin. Ekkert. Minna en 50 þúsund. Undir 80.000. Hjá mér er álagningin og endurgreiðsla til TR næstu mánuði.. Sumum okkar tekst að nurla saman á mörgum mánuðum smáræðis upphæðum, t.d. með því að neita sér um allt nema það lífsnauðsynlegasta. Ég legg til hliðar í hverjum mánuði ef ég mögulega get, helst ekki minna en 10 þúsund. Mér finnst ég rík ef ég enda með 50-60 þús í plús og ég er ein í heimili. Allt yfir það eru bara nánast auðævi. Er í sambúð með 2 lítil börn og ég á kannski um 50 þús eftir ef ég er heppin. Eitthvað svipað sem maðurinn minn á eftir en hann er á vinnumarkaði. Búin að vera í mínus í allan vetur, en kannski sérstakar aðstæður núna. Ekkert. Sirka 60 þús en ég er líka að borga reikninga til Síminn Pay og Aur því annars ætti ég ekki neitt inni í íbúðinni minni. Ég bý samt ekki einn svo matur og leiga er 50/50. Þarna á ég líka eftir að borga í mat svo peningurinn sem ég hef til að eyða í lyf eða annað er þá kannski um 20 þús. 40.000 eftir húsnæði og reikninga ef ég væri ein í heimili. Eins gott að maðurinn minn fari ekki frá mér. Ekkert! Sirka 50 þús. Mínus 30.000 þúsund. Er í mínus en fæ stuðning frá börnunum mínum. Þegar ég er búinn borga alla mína reikninga, þá á ég sirka 5-10.000kr eftir af tekjum frá TR og lífeyrissjóð samanlagt. 80.000. 54.000 þennan mánuðinn fyrst að það þurfti að borga skattinum. 70.000 eftir en er með ógreidda reikninga upp á 29.000 ennþá. Ég er 1,6 milljón í mínus. Velti og velti til að kaupa mat og borga reikninga (ekkert áfengi eða tóbak hér). Er ein með 4 börn. Er sem betur fer gift manni sem þénar nóg til að við getum framfleytt fjölskyldunni og leyft okkur smá auka. Ég gæti ekki lifað á bótum ef ég væri einstæð. Þið sem þurfið þess fáið alla mína samúð! Já, það má segja að þetta sé erfitt ástand. Eitthvað þarf að gera. Höfundur er móðir, háskólanemi og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Kristín Auðbjörnsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Kristín og er stofnandi Instagram síðunnar Lífið og líðan. Á síðunni höfum við verið með vakningu um allskonar, þá sérstaklega tengt andlegri og líkamlegri líðan - frá ýmsum sjónarhornum. Annars bara lífið almennt, án glansmyndar. Sjálf er ég í endurhæfingu, aðeins 35 ára gömul og það er stór biti að kyngja. Upp á síðkastið hafa verið að koma inn hinar ótrúlegustu umræður innan öryrkja samfélagsins og langar mig að fjalla um það stuttlega hér, ásamt því að deila nokkrum svörum öryrkja um það hver fjárhagsleg staða þeirra er á örorkubótum frá mánuði til mánaðar. Ein umræðan snéri að því að eldri maður væri að safna fyrir viðhaldi á húsinu sínu. Upphæðin væri samtals í kringum 2,5 milljónir og því ekki hægt fyrir hann að fjármagna slíka upphæð á örorkubótum á skömmum tíma. Það er ekki í frásögu færandi nema fyrir það að vegna þess að hann á auka pening, fær hann á móti lægri bætur. Svona mætti lengi telja. Eins mega fjármagnstekjur einstaklinga á örorku ekki vera meiri en 100.000 á ári, þar með talið leigutekjur, nema bætur skerðist. Það er því ekki hægt að segja að almennt sé mikill hvati fyrir öryrkja til þess að legga inn á sparnaðarreikinga né afla sér fjár. Nú þegar verðlagið í samfélaginu fer hækkandi og póstum á facebook fjölgar, þar sem verið er að biðja um fjárhagsaðstoð - þá spyr maður sig að því hvernig staða örykja sé. Ekki má heldur gleyma láglauna fólki, einstæðum foreldrum og þeim sem einhverra hluta vegna rétt ná upp í lágmarkslaun. Spurningin til öryrkja var þessi: Hvað eigi þið eftir af örorkubótunum ykkar út mánuðinn þegar búið er að borga alla reikninga? Hér má sjá hluta af svörunum: Ég átti ekkert eftir núna en oft á ég kannski um 100.000 tops ef ég er heppin. Ekkert. Minna en 50 þúsund. Undir 80.000. Hjá mér er álagningin og endurgreiðsla til TR næstu mánuði.. Sumum okkar tekst að nurla saman á mörgum mánuðum smáræðis upphæðum, t.d. með því að neita sér um allt nema það lífsnauðsynlegasta. Ég legg til hliðar í hverjum mánuði ef ég mögulega get, helst ekki minna en 10 þúsund. Mér finnst ég rík ef ég enda með 50-60 þús í plús og ég er ein í heimili. Allt yfir það eru bara nánast auðævi. Er í sambúð með 2 lítil börn og ég á kannski um 50 þús eftir ef ég er heppin. Eitthvað svipað sem maðurinn minn á eftir en hann er á vinnumarkaði. Búin að vera í mínus í allan vetur, en kannski sérstakar aðstæður núna. Ekkert. Sirka 60 þús en ég er líka að borga reikninga til Síminn Pay og Aur því annars ætti ég ekki neitt inni í íbúðinni minni. Ég bý samt ekki einn svo matur og leiga er 50/50. Þarna á ég líka eftir að borga í mat svo peningurinn sem ég hef til að eyða í lyf eða annað er þá kannski um 20 þús. 40.000 eftir húsnæði og reikninga ef ég væri ein í heimili. Eins gott að maðurinn minn fari ekki frá mér. Ekkert! Sirka 50 þús. Mínus 30.000 þúsund. Er í mínus en fæ stuðning frá börnunum mínum. Þegar ég er búinn borga alla mína reikninga, þá á ég sirka 5-10.000kr eftir af tekjum frá TR og lífeyrissjóð samanlagt. 80.000. 54.000 þennan mánuðinn fyrst að það þurfti að borga skattinum. 70.000 eftir en er með ógreidda reikninga upp á 29.000 ennþá. Ég er 1,6 milljón í mínus. Velti og velti til að kaupa mat og borga reikninga (ekkert áfengi eða tóbak hér). Er ein með 4 börn. Er sem betur fer gift manni sem þénar nóg til að við getum framfleytt fjölskyldunni og leyft okkur smá auka. Ég gæti ekki lifað á bótum ef ég væri einstæð. Þið sem þurfið þess fáið alla mína samúð! Já, það má segja að þetta sé erfitt ástand. Eitthvað þarf að gera. Höfundur er móðir, háskólanemi og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar