Birgir: Draumur hjá mér að vinna þennan bikar Árni Gísli Magnússon skrifar 6. júní 2023 20:21 Birgir samdi við KA til 2025 fyrir leiktíðina. KA Birgir Baldvinsson, leikmaður KA, spilaði í vinstri bakvarðarstöðunni og skoraði fyrsta mark leiksins í 2-1 sigri KA á Grindavík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Greifavellinum á Akureyri í dag. Birgir var kampakátur strax eftir leik sér bikarúrslitin í hyllingum. „Bara ógeðslega vel. Ég er fyrst og fremst ánægður með að vera kominn áfram í þessum bikar og það er draumur hjá mér að vinna þennan bikar. Við erum alltaf að tala um að við ætlum alla leið í þessu þannig tilfinningin er ógeðslega góð.” Birgir skoraði fyrsta mark leikins í blálok fyrri hálfleiks og fagnaði vel og innilega með stuðningsmönnum KA. Þetta var fyrsta meistaraflokksmark Birgis með KA en hann hefur verið á láni hjá Leikni R. undanfarin ár. „Ég var mjög ánægður með þetta, langt síðan ég skoraði seinast. Boltinn dettur eiginlega fyrir mig og ég tek snertingu og svo reyni ég bara að hamra honum á markið og svo endaði hann einhvernveginn inni þannig ég er bara rosa sáttur sko.” „Mér fannst við spila mjög vel í dag. Við vorum fastir fyrir og duglegir sem var einmitt það sem við ætluðum okkur að vera og stuðningsmennirnir náttúrulega frábærir, alvöru stemming, og þá spilar maður bara einfaldlega betur,” bætti Birgir við. KA menn eru komnir yfir fyrir norðan! Vinstri bakvörðurinn Birgir Baldvinsson gerði markið með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks pic.twitter.com/1UiUF3CVLc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 6, 2023 Birgir hefur verið að glíma við meiðsli og lítið spilað í upphafi móts. „Ég var að koma mér svolítið inn í þetta fannst mér áður en ég meiddi mig á móti Breiðabliki, fékk eitthvað í hælinn þannig ég var frá í nokkra leiki, en ég er orðinn heill núna og er þá vonandi bara að fara spila en við sjáum til hvað Haddi (Hallgrímur Jónasson) gerir, hann stjórnar þessu náttúrulega bara.” KA hefur gengið illa í síðustu leikjum í deild og tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og þar af þremur með markatölunni 4-0. Hvernig ætla norðanmenn að snúa þessu gengi við? „Við ætlum bara fyrst og fremst að reyna ramma fyrir markið og hætta að fá á okkur svona mörg mörk en við ætlum bara að halda áfram, það getur alveg komið fyrir að menn tapi 4-0, við ætlum bara að halda ótrauðir áfram. Það er ekkert annað í stöðunni,” sagði Birgir að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Sjá meira
„Bara ógeðslega vel. Ég er fyrst og fremst ánægður með að vera kominn áfram í þessum bikar og það er draumur hjá mér að vinna þennan bikar. Við erum alltaf að tala um að við ætlum alla leið í þessu þannig tilfinningin er ógeðslega góð.” Birgir skoraði fyrsta mark leikins í blálok fyrri hálfleiks og fagnaði vel og innilega með stuðningsmönnum KA. Þetta var fyrsta meistaraflokksmark Birgis með KA en hann hefur verið á láni hjá Leikni R. undanfarin ár. „Ég var mjög ánægður með þetta, langt síðan ég skoraði seinast. Boltinn dettur eiginlega fyrir mig og ég tek snertingu og svo reyni ég bara að hamra honum á markið og svo endaði hann einhvernveginn inni þannig ég er bara rosa sáttur sko.” „Mér fannst við spila mjög vel í dag. Við vorum fastir fyrir og duglegir sem var einmitt það sem við ætluðum okkur að vera og stuðningsmennirnir náttúrulega frábærir, alvöru stemming, og þá spilar maður bara einfaldlega betur,” bætti Birgir við. KA menn eru komnir yfir fyrir norðan! Vinstri bakvörðurinn Birgir Baldvinsson gerði markið með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks pic.twitter.com/1UiUF3CVLc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 6, 2023 Birgir hefur verið að glíma við meiðsli og lítið spilað í upphafi móts. „Ég var að koma mér svolítið inn í þetta fannst mér áður en ég meiddi mig á móti Breiðabliki, fékk eitthvað í hælinn þannig ég var frá í nokkra leiki, en ég er orðinn heill núna og er þá vonandi bara að fara spila en við sjáum til hvað Haddi (Hallgrímur Jónasson) gerir, hann stjórnar þessu náttúrulega bara.” KA hefur gengið illa í síðustu leikjum í deild og tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og þar af þremur með markatölunni 4-0. Hvernig ætla norðanmenn að snúa þessu gengi við? „Við ætlum bara fyrst og fremst að reyna ramma fyrir markið og hætta að fá á okkur svona mörg mörk en við ætlum bara að halda áfram, það getur alveg komið fyrir að menn tapi 4-0, við ætlum bara að halda ótrauðir áfram. Það er ekkert annað í stöðunni,” sagði Birgir að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Sjá meira