Varmadælu-rafbílar Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 6. júní 2023 17:30 Hvað eiga varmadælur og rafbílar nú sameiginlegt? Ekki mikið nema hvað í nýjustu rafbílum er varmadæla í miðstöðinni til að spara raforku og auka þannig drægnina á köldum dögum. Varmadæla er einmitt töfratæki sem sparar raforku til hitunar Sem betur fer eiga Íslendingar jarðhitann, gríðarlega auðlind sem sér yfir 90% landsmanna fyrir ódýrri og umhverfisvænni húshitun. Aðrir, sem ekki hafa aðgang að jarðhita, þurfa hinsvegar að notast við rafhitun sem er mun dýrari húshitunarkostur þó að ríkið niðurgreiði rafhitun að hluta. Þrátt fyrir að hlutfallslega fáir íbúar búi við rafhitun þá er hún umfangsmikil og talsverður hluti af almennri raforkunotkun í landinu. Líta má á þessa raforku til hitunar sem vannýtta auðlind vegna þess að auðveldlega má draga úr henni með uppsetningu varmadæla. Það er nefnilega ekki skynsamleg orkunýting að nota hágæða raforku til að mynda lággæða hitaorku og þar að auki er hitunarþörf íbúða mest þegar raforkukerfið hefur minnstu framleiðslugetuna. Virkni varmadæla Varmadælur nota umhverfishita frá lofti, láði eða legi í lokuðu dælukerfi. Þannig er hægt að fá 2-5 kWst af hitaorku úr hverri kWst af raforku sem knýr dæluna. Bein rafhitun skilar hinsvegar aðeins einni kWst af hita fyrir hverja kWst raforku sem fer inn í kerfið. Með notkun varmadæla má því mæta sömu hitunarþörf með mun færri kWst af hágæða raforku. Varmadæluvirkjanir Afkastageta raforkukerfisins skerðist ekkert með uppsetningu varmadæla sem þýðir að þær kWst sem sparast má nota í aðra uppbyggingu eða til að mæta aukinn raforkuþörf til framtíðar. Tökum dæmi: Bóndi á Snæfellsnesi notar 40.000 kWst í beina rafhitun. Til að lækka orkukostnaðinn hjá sér setur hann upp varmadælu og minnkar með því raforkunotkun sína um t.d. 50% eða 20.000 kWst. Þessi einfalda framkvæmd bóndans hefur nákvæmlega sömu áhrif og bygging virkjunar sem getur framleitt 20.000 kWst. Bóndinn hefur því „frelsað“ 20.000 kWst sem nota má annars staðar t.d. til að anna almennri raforkunotkun 4-5 nýbygginga í Reykjavík eða ársnotkun 8 rafbíla. Sem sagt önnur tenging milli rafbíla og varmadæla. Nú eru orkuskipti í fullum gangi og um 43 þúsund bifreiðar á götunum sem hægt er að stinga í samband. Við þann fjölda má svo bæta við þúsundum rafhjóla og rafskúta sem líka þurfa sitt. Græn raforka er verðmæt afurð og hver kWst sem sparast við rafhitun má nota í annað og því má segja að raforkusparnaður með varmadælum sé ódýrasta leiðin til að “virkja” til grænnar raforkuframleiðslu. Varmadælu uppsetningar hafa tekið rækilega við sér með breytingum á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Með breytingunum var kerfið einfaldað og umsýsla gerð skilvirkari. Notendur geta nú fengið helming af tækjakostnaði varmadæla frá ríkinu og uppsetning á slíkum búnaði hefur engin áhrif á niðurgreiðslurétt þeirra. Nokkur sveitarfélög hafa einnig sett upp eigið styrkjakerfi sem bætist við styrkinn frá ríkinu og gerir framkvæmdina enn hagkvæmari. Mögulega verður orkan sem þú notar í næsta bíltúr á rafbílnum þínum aðgengileg vegna varmadælu hjá framsýnum íbúa á rafhituðu svæði. Nánar verður fjallað varmadælur og önnur orkumál á ársfundi Orkustofnunar, föstudaginn 9. júní kl. 9 í Hörpu. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað eiga varmadælur og rafbílar nú sameiginlegt? Ekki mikið nema hvað í nýjustu rafbílum er varmadæla í miðstöðinni til að spara raforku og auka þannig drægnina á köldum dögum. Varmadæla er einmitt töfratæki sem sparar raforku til hitunar Sem betur fer eiga Íslendingar jarðhitann, gríðarlega auðlind sem sér yfir 90% landsmanna fyrir ódýrri og umhverfisvænni húshitun. Aðrir, sem ekki hafa aðgang að jarðhita, þurfa hinsvegar að notast við rafhitun sem er mun dýrari húshitunarkostur þó að ríkið niðurgreiði rafhitun að hluta. Þrátt fyrir að hlutfallslega fáir íbúar búi við rafhitun þá er hún umfangsmikil og talsverður hluti af almennri raforkunotkun í landinu. Líta má á þessa raforku til hitunar sem vannýtta auðlind vegna þess að auðveldlega má draga úr henni með uppsetningu varmadæla. Það er nefnilega ekki skynsamleg orkunýting að nota hágæða raforku til að mynda lággæða hitaorku og þar að auki er hitunarþörf íbúða mest þegar raforkukerfið hefur minnstu framleiðslugetuna. Virkni varmadæla Varmadælur nota umhverfishita frá lofti, láði eða legi í lokuðu dælukerfi. Þannig er hægt að fá 2-5 kWst af hitaorku úr hverri kWst af raforku sem knýr dæluna. Bein rafhitun skilar hinsvegar aðeins einni kWst af hita fyrir hverja kWst raforku sem fer inn í kerfið. Með notkun varmadæla má því mæta sömu hitunarþörf með mun færri kWst af hágæða raforku. Varmadæluvirkjanir Afkastageta raforkukerfisins skerðist ekkert með uppsetningu varmadæla sem þýðir að þær kWst sem sparast má nota í aðra uppbyggingu eða til að mæta aukinn raforkuþörf til framtíðar. Tökum dæmi: Bóndi á Snæfellsnesi notar 40.000 kWst í beina rafhitun. Til að lækka orkukostnaðinn hjá sér setur hann upp varmadælu og minnkar með því raforkunotkun sína um t.d. 50% eða 20.000 kWst. Þessi einfalda framkvæmd bóndans hefur nákvæmlega sömu áhrif og bygging virkjunar sem getur framleitt 20.000 kWst. Bóndinn hefur því „frelsað“ 20.000 kWst sem nota má annars staðar t.d. til að anna almennri raforkunotkun 4-5 nýbygginga í Reykjavík eða ársnotkun 8 rafbíla. Sem sagt önnur tenging milli rafbíla og varmadæla. Nú eru orkuskipti í fullum gangi og um 43 þúsund bifreiðar á götunum sem hægt er að stinga í samband. Við þann fjölda má svo bæta við þúsundum rafhjóla og rafskúta sem líka þurfa sitt. Græn raforka er verðmæt afurð og hver kWst sem sparast við rafhitun má nota í annað og því má segja að raforkusparnaður með varmadælum sé ódýrasta leiðin til að “virkja” til grænnar raforkuframleiðslu. Varmadælu uppsetningar hafa tekið rækilega við sér með breytingum á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Með breytingunum var kerfið einfaldað og umsýsla gerð skilvirkari. Notendur geta nú fengið helming af tækjakostnaði varmadæla frá ríkinu og uppsetning á slíkum búnaði hefur engin áhrif á niðurgreiðslurétt þeirra. Nokkur sveitarfélög hafa einnig sett upp eigið styrkjakerfi sem bætist við styrkinn frá ríkinu og gerir framkvæmdina enn hagkvæmari. Mögulega verður orkan sem þú notar í næsta bíltúr á rafbílnum þínum aðgengileg vegna varmadælu hjá framsýnum íbúa á rafhituðu svæði. Nánar verður fjallað varmadælur og önnur orkumál á ársfundi Orkustofnunar, föstudaginn 9. júní kl. 9 í Hörpu. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun