Nýir skólastjórar úr ólíkum áttum hjá Kópavogsbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2023 16:44 Guðný, Margrét og Brynjar verða í aðalhlutverkum í þremur grunnskólum í Kópavogi á næsta ári. Kópavogsbær Brynjar Marinó Ólafsson, Guðný Sigurjónsdóttir og Margrét Ármann eru nýir skólastjórar í Kópavogi. Brynjar er nýr skólastjóri Snælandsskóla, Guðný í Kópavogsskóla og Margrét í Lindaskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Prófaði lögguna Brynjar Marinó, nýr skólastjóri Snæalndsskóla, lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari með kjörsvið í stærðfræði og eðlisfræði árið 1999. Þá lauk hann M.Ed. gráðu í faggreinakennslu með kjörsvið í kennslu náttúrugreina og upplýsingatækni árið 2021. Brynjar hefur starfað við grunnskóla frá árinu 1999, að undanskildum þremur árum, 2001-2004, þar sem hann starfaði sem lögreglumaður í fullu starfi en því starfi sinnti hann einnig á sumrin og í hlutastarfi samhliða kennslu allt til ársins 2016. Brynjar starfaði sem faggreinakennari í eðlisfræði í Hagaskóla 1999-2001. Árið 2004, þegar hann snéri aftur til kennslu, gerðist hann umsjónarkennari og faggreinakennari í stærðfræði við Álftamýrarskóla og Háaleitisskóla og sinnti því starfi til ársins 2019. Jafnframt var hann umsjónarmaður félagsstarfs unglinga á árunum 2010-2017. Árið 2019 tók Brynjar við starfi aðstoðarskólastjóra Snælandsskóla til dagsins í dag. „Brynjar hefur innleitt breytingar og stuðlað að nýsköpun í skólastarfi. Hann hefur öðlast góða reynslu af fjölbreyttum verkefnum í stjórnun, rekstri og skipulagi skólastarfs. Brynjar hefur jafnframt átt frumkvæði að og verið leiðandi í ýmiss konar þróunar- og faglegu starfi innan skólans, í samstarfi við kennara og annað starfsfólk, sem hefur haft jákvæð áhrif á skólastarf í Snælandsskóla,“ segir í tilkynningu. Kann sína stærðfræði Guðný, nýr skólastjóri Kópavogsskóla, lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari árið 2007. Þá lauk hún M.Ed. gráðu í náms- og kennslufræðum með áherslu á stærðfræði árið 2015. Hún hefur starfað við grunnskóla frá árinu 2002 og allan tímann við Kópavogsskóla. Fyrstu tvö árin starfaði hún sem stuðningsfulltrúi við skólann og eftir útskrift úr kennaranámi árið 2007 starfaði hún sem umsjónarkennari við skólann. Á árunum 2014–2016 var hún deildarstjóri 6.–10. bekkjar. Frá árinu 2016 hefur hún verið aðstoðarskólastjóri við skólann eða þar til haustið 2022 þegar hún tók að sér að gegna stöðu skólastjóra Kópavogsskóla tímabundið vegna afleysinga. Guðný hefur góða reynslu af fjölbreyttum verkefnum er lúta að stjórnun grunnskóla, bæði tengt samskiptum við nemendur og foreldra auk stjórnunar starfsmannamála. Hún hefur stýrt ýmsum verkefnum og þróunarstarfi innan Kópavogsskóla í samstarfi við kennara og stjórnendur, meðal annars í tengslum við samþættingu námsgreina og einstaklingsmiðaða kennslu. Guðný hefur jafnframt leitt vinnu við stefnumótun skólans með öllum aðilum skólasamfélagsins, nemendum, foreldrum og starfsfólki. Staðan auglýst að ári Margrét færir sig úr hlutverki aðstoðarskólastjóra í skólastjóra Lindaskóla næsta skólaár, tímabundið til eins árs þar til staðan verður auglýst að nýju. Margrét lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari árið 1989 og lagði stund á sálfræðinám í Bandaríkjunum eftir það. Þá lauk hún mastersgráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2018. Frá árinu 2002 hefur Margrét starfað við Lindaskóla, fyrst sem enskukennari á elsta stigi, frá árinu 2007 sem deildarstjóri unglingastigs og frá árinu 2020 sem aðstoðarskólastjóri ásamt því að gegna áfram stöðu deildarstjóra elsta stigs. Margrét hefur starfað í stjórnunarteymi Lindaskóla í 16 ár. „Hún hefur leitt faglegt starf og skipulag kennslustarfs á unglingastigi Lindaskóla í nánu samstarfi við kennara og stjórnendateymi skólans og átt farsælt samstarf og samskipti við samstarfsfólk, nemendur og foreldra,“ segir í tilkynningu. Kópavogur Skóla - og menntamál Grunnskólar Vistaskipti Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Prófaði lögguna Brynjar Marinó, nýr skólastjóri Snæalndsskóla, lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari með kjörsvið í stærðfræði og eðlisfræði árið 1999. Þá lauk hann M.Ed. gráðu í faggreinakennslu með kjörsvið í kennslu náttúrugreina og upplýsingatækni árið 2021. Brynjar hefur starfað við grunnskóla frá árinu 1999, að undanskildum þremur árum, 2001-2004, þar sem hann starfaði sem lögreglumaður í fullu starfi en því starfi sinnti hann einnig á sumrin og í hlutastarfi samhliða kennslu allt til ársins 2016. Brynjar starfaði sem faggreinakennari í eðlisfræði í Hagaskóla 1999-2001. Árið 2004, þegar hann snéri aftur til kennslu, gerðist hann umsjónarkennari og faggreinakennari í stærðfræði við Álftamýrarskóla og Háaleitisskóla og sinnti því starfi til ársins 2019. Jafnframt var hann umsjónarmaður félagsstarfs unglinga á árunum 2010-2017. Árið 2019 tók Brynjar við starfi aðstoðarskólastjóra Snælandsskóla til dagsins í dag. „Brynjar hefur innleitt breytingar og stuðlað að nýsköpun í skólastarfi. Hann hefur öðlast góða reynslu af fjölbreyttum verkefnum í stjórnun, rekstri og skipulagi skólastarfs. Brynjar hefur jafnframt átt frumkvæði að og verið leiðandi í ýmiss konar þróunar- og faglegu starfi innan skólans, í samstarfi við kennara og annað starfsfólk, sem hefur haft jákvæð áhrif á skólastarf í Snælandsskóla,“ segir í tilkynningu. Kann sína stærðfræði Guðný, nýr skólastjóri Kópavogsskóla, lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari árið 2007. Þá lauk hún M.Ed. gráðu í náms- og kennslufræðum með áherslu á stærðfræði árið 2015. Hún hefur starfað við grunnskóla frá árinu 2002 og allan tímann við Kópavogsskóla. Fyrstu tvö árin starfaði hún sem stuðningsfulltrúi við skólann og eftir útskrift úr kennaranámi árið 2007 starfaði hún sem umsjónarkennari við skólann. Á árunum 2014–2016 var hún deildarstjóri 6.–10. bekkjar. Frá árinu 2016 hefur hún verið aðstoðarskólastjóri við skólann eða þar til haustið 2022 þegar hún tók að sér að gegna stöðu skólastjóra Kópavogsskóla tímabundið vegna afleysinga. Guðný hefur góða reynslu af fjölbreyttum verkefnum er lúta að stjórnun grunnskóla, bæði tengt samskiptum við nemendur og foreldra auk stjórnunar starfsmannamála. Hún hefur stýrt ýmsum verkefnum og þróunarstarfi innan Kópavogsskóla í samstarfi við kennara og stjórnendur, meðal annars í tengslum við samþættingu námsgreina og einstaklingsmiðaða kennslu. Guðný hefur jafnframt leitt vinnu við stefnumótun skólans með öllum aðilum skólasamfélagsins, nemendum, foreldrum og starfsfólki. Staðan auglýst að ári Margrét færir sig úr hlutverki aðstoðarskólastjóra í skólastjóra Lindaskóla næsta skólaár, tímabundið til eins árs þar til staðan verður auglýst að nýju. Margrét lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari árið 1989 og lagði stund á sálfræðinám í Bandaríkjunum eftir það. Þá lauk hún mastersgráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2018. Frá árinu 2002 hefur Margrét starfað við Lindaskóla, fyrst sem enskukennari á elsta stigi, frá árinu 2007 sem deildarstjóri unglingastigs og frá árinu 2020 sem aðstoðarskólastjóri ásamt því að gegna áfram stöðu deildarstjóra elsta stigs. Margrét hefur starfað í stjórnunarteymi Lindaskóla í 16 ár. „Hún hefur leitt faglegt starf og skipulag kennslustarfs á unglingastigi Lindaskóla í nánu samstarfi við kennara og stjórnendateymi skólans og átt farsælt samstarf og samskipti við samstarfsfólk, nemendur og foreldra,“ segir í tilkynningu.
Kópavogur Skóla - og menntamál Grunnskólar Vistaskipti Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira