Hundruð fórnarlamba kaþólskra presta á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2023 15:44 Ljóstrað hefur verið upp um kynferðisbrot kaþólskra presta í fjölda landa á undanförnum árum. Spánn gengur nú í gegnum sitt eigið uppgjör á syndum kirkjunnar manna. Vísir/Getty Rannsókn kaþólsku kirkjunnar á Spáni á misnotkun presta og annarra þjóna kirkjunnar á börnum hefur afhjúpað 728 meinta gerendur og 927 fórnarlömb frá fimmta áratug síðustu aldar. Meira en helmingur meintra gerenda voru prestar en flest brotin áttu sér stað á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar á Spáni hafa verið í sviðsljósinu eftir að dagblaðið El País greindi frá fleir en tólf hundruð tilfellum árið 2021. Sambærileg uppgjör hafa átt sér stað víða annars staðar á undanförnum árum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Frakklandi og Írlandi. „Við viðurkennum þann skaða sem var valdið. Við viljum hjálpa öllum fórnarlömbunum, fylgja þeim á meðan sár þeirra gróa,“ sagði José Gabriel Vera, talsmaður spænsku biskupastefnunnar, þegar skýrsla um innri rannsókn kirkjunnar var kynnt í dag. Reuters-fréttastofan segir að skýrslan byggi á framburði fórnarlamba og hún sanni hvorki sekt né sakleysi kirkjunnar manna. Nærri því allir meintu gerendurnir voru karlar, flestir þeirra prestar. Meira en 63 prósent þeirra eru látin. Flest fórnarlömbin voru einnig karlar. Þrjú af hverjum fjórum brotum áttu sér stað fyrir árið 1990. Flest þeirra áttu sér stað í skólum, prestaskólum og safnaðarheimilum. Vera sagði að kirkjuna fýsti að vita hvað fór úrskeiðis við val á prestum og þjálfun þeirra. Ætlun hennar er að uppfæra skýrsluna reglulega. Telja ekki mark takandi á rannsókn kirkjunnar El País segir að raunverulegur fjöldi fórnarlamba kirkjunnar sé mun hærri. Skýrslan nái aðeins til brota sem hafa verið skráð frá 2019, ekki þeirra sem kirkjan hafði vitneskju um fyrir það. Rannsóknir á kynferðisofbeldi kaþólskra presta og annarra starfsmanna kirkjunnar í öðrum löndum hafa leitt í ljós að það hafi verið mun útbreiddara en skýrsla spænsku kirkjunnar gefur tilefni til að ætla. Í Frakklandi ályktaði opinber nefnd að um 330.000 börn hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi innan kirkjunnar á árunum 1950 til 2020. Í Portúgal taldi sérfræðinganefnd að hátt í fimm þúsund manns hefðu verið misnotaðir sem börn. Embætti umboðsmanns rannsakar einnig kynferðisbrotin að ósk spænska þingsins. Fyrr á þessu ári sagðist umboðsmaður hafa safnað framburði 445 fórnarlamba og að rannsóknin héldi áfram. Ríkissaksóknari Spánar tjáði embættinu í fyrra að innri rannsókn kirkjunnar væri hlutdræg og að lítið væri hægt að byggja á henni. Biskupar kirkjunnar reyndu að halda eftir sönnunargögnum. Biskuparnir mótmæltu því, að sögn AP-fréttastofunnar. Spánn Trúmál Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar á Spáni hafa verið í sviðsljósinu eftir að dagblaðið El País greindi frá fleir en tólf hundruð tilfellum árið 2021. Sambærileg uppgjör hafa átt sér stað víða annars staðar á undanförnum árum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Frakklandi og Írlandi. „Við viðurkennum þann skaða sem var valdið. Við viljum hjálpa öllum fórnarlömbunum, fylgja þeim á meðan sár þeirra gróa,“ sagði José Gabriel Vera, talsmaður spænsku biskupastefnunnar, þegar skýrsla um innri rannsókn kirkjunnar var kynnt í dag. Reuters-fréttastofan segir að skýrslan byggi á framburði fórnarlamba og hún sanni hvorki sekt né sakleysi kirkjunnar manna. Nærri því allir meintu gerendurnir voru karlar, flestir þeirra prestar. Meira en 63 prósent þeirra eru látin. Flest fórnarlömbin voru einnig karlar. Þrjú af hverjum fjórum brotum áttu sér stað fyrir árið 1990. Flest þeirra áttu sér stað í skólum, prestaskólum og safnaðarheimilum. Vera sagði að kirkjuna fýsti að vita hvað fór úrskeiðis við val á prestum og þjálfun þeirra. Ætlun hennar er að uppfæra skýrsluna reglulega. Telja ekki mark takandi á rannsókn kirkjunnar El País segir að raunverulegur fjöldi fórnarlamba kirkjunnar sé mun hærri. Skýrslan nái aðeins til brota sem hafa verið skráð frá 2019, ekki þeirra sem kirkjan hafði vitneskju um fyrir það. Rannsóknir á kynferðisofbeldi kaþólskra presta og annarra starfsmanna kirkjunnar í öðrum löndum hafa leitt í ljós að það hafi verið mun útbreiddara en skýrsla spænsku kirkjunnar gefur tilefni til að ætla. Í Frakklandi ályktaði opinber nefnd að um 330.000 börn hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi innan kirkjunnar á árunum 1950 til 2020. Í Portúgal taldi sérfræðinganefnd að hátt í fimm þúsund manns hefðu verið misnotaðir sem börn. Embætti umboðsmanns rannsakar einnig kynferðisbrotin að ósk spænska þingsins. Fyrr á þessu ári sagðist umboðsmaður hafa safnað framburði 445 fórnarlamba og að rannsóknin héldi áfram. Ríkissaksóknari Spánar tjáði embættinu í fyrra að innri rannsókn kirkjunnar væri hlutdræg og að lítið væri hægt að byggja á henni. Biskupar kirkjunnar reyndu að halda eftir sönnunargögnum. Biskuparnir mótmæltu því, að sögn AP-fréttastofunnar.
Spánn Trúmál Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira