Beðið eftir mannréttindum - í sjötíu og fimm ár! Hjálmtýr Heiðdal skrifar 30. maí 2023 18:00 Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Ég byrja þetta bréf með tilvitnunum í ykkar eigin orð: „Dýpsta hugmyndafræðilega baráttan á okkar tímum snýst um mannréttindi og snýst um lýðréttindi og lýðræðismál“ (1) „Við getum haft áhrif á það hvernig sagan endar. Það kallar á hugrekki, visku, auðmýkt og leiðtogahæfni.“ (2) Sýna gerðir ykkar að þið standið við þessi sterku og réttmætu orð? Þórdís Kolbrún ræddi nýlega um mannréttindi í Íran og tók rétta og einarða afstöðu gegn mannréttindabrotum klerkastjórnarinnar. Þórdís Kolbrún sagði að það „er ljóst að stjórnvöld brjóta ítrekað og kerfisbundið á fólki og neita þeim um þau mannréttindi sem Íran er þó skuldbundið að alþjóðalögum til þess að tryggja.“ (3) Ísland hafði forgöngu á vettvangi Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í gagnrýni vegna mannréttindabrota stjórnvalda í Saudi Arabíu. Katrín Jakobsdóttir sagði í aðdraganda Evrópuráðsfundarins í Reykjavík að „helstu markmið formennsku Íslands er að efla grundvallargildi Evrópuráðsins; lýðræði, réttarríkið og mannréttindi,“ markmið sem eru öllum til heilla. Þögn er sama og samþykki En því miður verða orð ykkar ekki jafn marktæk þegar fjallað er um mannréttindabrot sem eru framin daglega fyrir allra augum og það af ríki sem íslensk stjórnvöld hafa stutt í áratugi og virðast ætla að halda þeirri stefnu áfram. Í sjötíu og fimm ár hefur Ísrael getað stundað stórfelld mannréttindabrot í Palestínu án þess að þjóðarleiðtogar lýðræðisríkja hafi brugðist við með sama hætti og gagnvart brotum ýmissa annarra ríkja sem hefur verið mætt með viðskiptaþvingunum og þátttökubanni í menningaratburðum og íþróttum. Og það sem verra er; Ísrael fær stuðning og hvatningu samanber heillaóskir Úrsulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB (sem nýlega var gerð að heiðursdoktor við Ben-Gurion háskólann í Ísrael), til Ísraels í tilefni sjötíu og fimm áranna sem liðin eru frá stofnun Ísraels í landi Palestínu. Úrsula von der Leyen sagði m.a. "Fyrir sjötíu og fimm árum varð draumur að veruleika, með sjálfstæðisdegi Ísraels.“ og„Frelsi ykkar [Ísraela] er frelsi okkar“. En hún minnist ekki í einu orði á mannréttindabrot Ísraelsstjórna gegn Palestínumönnum, sjötíu og fimm ára þrautagöngu, fangelsun barna, morðum á börnum, konum og fötluðum og ólöglegum fangelsunum án dóms og laga. Evrópuráðsfundurinn í Reykjavík þagði um stöðu mála í Palestínu. Það segir sína sögu; þögn leiðtoga Evrópuríkja og heillaóskir er stuðningur við glæpi Ísraels gegn Palestínumönnum. Annað verður ekki lesið úr afstöðu þeirra og aðgerðaleysi í áratugi. Í Ísrael ríkir ólögleg aðskilnaðarstefna Þegar málefni Ísraels bera á góma, oft eftir enn eina ofsafengna árás á Palestínumenn, þar sem hundruð eða þúsundir eru drepin, bregða vestænir ráðmenn klisjum á loft - „Ísrael hefur rétt til að verja sig“ - „Ísrael er lýðræðisríki“ - og síðan „við styðjum tveggja ríkja lausnina og friðarviðræður.“ Íslensk yfirvöld hafa margoft brugðist við með þessari orðræðu. Sannleikurinn er sá að Ísrael er ekki lýðræðisríki. Í grunnlögum landsins, sem jafngilda stjórnarskrá, segir: „Ísraelsríki er þjóðarheimili gyðingaþjóðarinnar, þar sem hún nýtir sér sinn eðlilega [natural], menningarlegan, trúarlegan og sögulegan rétt til sjálfræðis ... Rétturinn til að iðka þjóðlegt sjálfræði í ríkinu Ísrael er eingöngu fyrir gyðingaþjóðina.“ Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar Netanyahu tekur af allan vafa um það að 25% landsmanna njóta ekki sömu mannréttinda og sá hluti sem telst vera gyðingar: „Gyðingaþjóðin hefur einkarétt og óumdeilanlegan rétt til alls landrýmis í Landi Ísraels. Ríkisstjórnin mun stuðla að og þróa landnemabyggðir í gjörvöllu Ísrael - í Galíleu, Negev, Gólan, Júdeu og Samaríu.“ Júdea og Samaría eru heiti sem Ísraelsstjórn notar yfir Vesturbakkann þar sem milljónir Palestínumanna búa við hernám Ísraelshers og hafa gert í 46 ár. Ísrael brýtur mannréttindi og Ísrael háir stríð gegn fólki sem hefur ekkert til saka unnið en að vera ekki af réttum uppruna og búa á landi sem Ísrael ágirnist. Ísrael er ekki að verja sig, Ísrael er árásaraðilinn - frá upphafi. Bæði tveggja ríkja lausnin og s.k. friðarviðræður eru ekki lengur valkostir vegna þess að Ísrael hefur hvorki samþykkt stofnun Palestínuríkis né raunverulegar friðarviðræður. Vestræn ríki ríghalda í þá afstöðu að fram skuli fara friðarviðræður. En hvernig ber að haga friðarviðræðum þegar annar aðilinn hefur bundið í sín lög að hann eigi landið sem viðræðurnar fjalla um? Samtímis því að leiðtogar Evrópu tala um lausnir heldur Ísrael áfram að brjóta alþjóðasamþykktir með því að flytja sífellt fleiri ólöglega landræningja inn á Vesturbakkann og A-Jerúsalem og hrekja fleiri og fleiri palestínskar fjölskyldur af heimilum sínum. Palestínumenn hafa engin þau vopn að þeir geti varist árásum Ísraelshers. Leiðin til að rétta hlut þeirra og verja mannréttindi þeirra væri fyrst og fremst sú að alþjóðasamfélagið skerist í leikinn. Barátta fyrir mannréttindum er ekki valkvæð Ef leiðtogar lýðræðisríkjanna sem m.a. sátu Evrópuráðsfundinn í Reykjavík, og þið þar með taldar Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún, væru heiðarlegir í sínu tali um mannréttindi, réttarríkið og lýðræði, hefðu málefni Ísraels og Palestínu verið á dagskrá ykkar á einhverjum þeirra fjölda funda sem þið hafið átt með leiðtogum annarra ríkja. Vissulega eru málefni Úkraínu krefjandi núna - en barátta fyrir mannréttindum er ekki valkvæð - hún verður að vera í forgrunni líkt og þið segið sjálfar í tilvitnuðum orðum ykkar. Leiðtogar Evrópuríkja hafa ekki fallist á að setja Ísraelsríki stólinn fyrir dyrnar með því að beita viðskiptaþvingunum og sniðgöngu á sviði menningar og íþrótta. Þvert á móti þá er Ísrael fagnað eins og ekkert skyggi á framferði þeirra. Ísrael tekur þátt í íþróttamótum og söngvakeppnum og njóta sérkjara í viðskiptum við Evrópulönd sem það væri eitt Evrópuríkjanna sem virða mannréttindi þótt allir viti að svo sé ekki. Og til að bæta gráu ofan á svart þá hafa þrjátíu Evrópulönd samþykkt s.k. IHRA reglur til að skilgreina gyðingahatur. Þessar reglur, sem ganga gegn tjáningarfrelsi eins og fram hefur komið m.a. hjá þýskum dómstólum, eru nú notaðar víða til þess að reyna að hindra eða trufla starf sem unnið er til stuðnings Palestínumönnum. Ísland hefur þó eitt Norðurlanda ekki samþykkt þessar reglur. Fjölmörg alþjóðleg mannréttindasamtök hafa á undanförnum misserum birt skýrslur sem sýna skýrt að í Ísrael ríkir aðskilnaðarstefna, apartheid. Sameinuðu þjóðirna hafa lýst apartheidstefnuna ólöglega og að stefnan brjóti gegn grundvallarreglu mannréttindasáttmála SÞ. Spyrja má: takið þið ekkert mark á rannsóknum og niðurstöðum Amnesty International, Human Right Watch, sendimönnum Sameinuðu þjóðanna eða B´T Selem, helstu mannréttindasamtaka Ísraels? Takið þið ekkert mark á úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu sem hefur lýst aðskilnaðarmúrinn sem Ísrael hefur reist ólöglegan og hernámið ólöglegt? Hvað með úrskurðinn um að landránsbyggðir ísraelsku landræningjanna séu ólöglegar skv. Genfarsáttmálanum? Kaldar kveðjur frá Íslandi Þann 14. maí 1948, fyrir sjötíu og fimm árum, var Ísraelsríki stofnað á fósturjörð Palestínuþjóðarinnar, hundruð þúsunda íbúa Palestínu voru hraktir frá heimilum sínum með hervaldi, eigum þeirra stolið og þorp þeirra jöfnuð við jörðu. Atburður þessi í maí 1948 heitir á tungu Palestínumanna Nakba - hörmungin mikla. Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að 15. maí verði Nakba minnst árlega með samkomum þar sem dagsins verður minnst með tónlist, ljósmyndasýningum og fundarhöldum. Nítíu aðildarríki Sameinuðu þjóðana samþykktu að minnast Nakba, þrjátíu voru á móti, fjörtíu og sjö sátu hjá og þar á meðal var Ísland. Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma að Ísland situr hjá þegar hagsmunir Palestínumanna eru til umfjöllunar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hvað veldur? Og ennfremur; Hvers vegna selur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins vín sem er framleitt í ólöglegum landránsbyggðum á Vesturbakkanum? Hvers vegna hefur Alþingi látið þingsályktunartillögu um að sérmerkja vörur frá landránsbyggðunum liggja í skúffunni í tólf ár?! Ábyrgð Íslands Ísland var eitt þeirra ríkja sem samþykktu tillögu um skiptingu Palestínu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna árið 1947. Ábyrgð íslenskra stjórnvalda er því til staðar á því ástandi sem skapaðist við stofnun Ísraels og ríkir enn. „Við getum haft áhrif á það hvernig sagan endar“ sagðir þú Þórdís Kolbrún og þú Katrín sagðir að „baráttan á okkar tímum snýst um mannréttindi og snýst um lýðréttindi og lýðræðismál.“ Sýnið að afstaða ykkar sé heilsteypt og trúverðug. Styðjið baráttu Palestínumanna fyrir mannréttindum. Eftir sjötíu og fimm ár af ofbeldi, landráni og drápum er kominn tími til að segja sannleikann um Ísraelsríki hátt og snjallt á við öll tækifæri - jafnt hér heima sem erlendis. (1) Katrín Jakobsdóttir í Silfrinu 21. maí s.l. (2) Þórdís Kolbrún í Heimildinni bls. 8, 12. tbl. (3) Frettabl. 24.11. 22 Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mannréttindi Ísrael Palestína Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Ég byrja þetta bréf með tilvitnunum í ykkar eigin orð: „Dýpsta hugmyndafræðilega baráttan á okkar tímum snýst um mannréttindi og snýst um lýðréttindi og lýðræðismál“ (1) „Við getum haft áhrif á það hvernig sagan endar. Það kallar á hugrekki, visku, auðmýkt og leiðtogahæfni.“ (2) Sýna gerðir ykkar að þið standið við þessi sterku og réttmætu orð? Þórdís Kolbrún ræddi nýlega um mannréttindi í Íran og tók rétta og einarða afstöðu gegn mannréttindabrotum klerkastjórnarinnar. Þórdís Kolbrún sagði að það „er ljóst að stjórnvöld brjóta ítrekað og kerfisbundið á fólki og neita þeim um þau mannréttindi sem Íran er þó skuldbundið að alþjóðalögum til þess að tryggja.“ (3) Ísland hafði forgöngu á vettvangi Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í gagnrýni vegna mannréttindabrota stjórnvalda í Saudi Arabíu. Katrín Jakobsdóttir sagði í aðdraganda Evrópuráðsfundarins í Reykjavík að „helstu markmið formennsku Íslands er að efla grundvallargildi Evrópuráðsins; lýðræði, réttarríkið og mannréttindi,“ markmið sem eru öllum til heilla. Þögn er sama og samþykki En því miður verða orð ykkar ekki jafn marktæk þegar fjallað er um mannréttindabrot sem eru framin daglega fyrir allra augum og það af ríki sem íslensk stjórnvöld hafa stutt í áratugi og virðast ætla að halda þeirri stefnu áfram. Í sjötíu og fimm ár hefur Ísrael getað stundað stórfelld mannréttindabrot í Palestínu án þess að þjóðarleiðtogar lýðræðisríkja hafi brugðist við með sama hætti og gagnvart brotum ýmissa annarra ríkja sem hefur verið mætt með viðskiptaþvingunum og þátttökubanni í menningaratburðum og íþróttum. Og það sem verra er; Ísrael fær stuðning og hvatningu samanber heillaóskir Úrsulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB (sem nýlega var gerð að heiðursdoktor við Ben-Gurion háskólann í Ísrael), til Ísraels í tilefni sjötíu og fimm áranna sem liðin eru frá stofnun Ísraels í landi Palestínu. Úrsula von der Leyen sagði m.a. "Fyrir sjötíu og fimm árum varð draumur að veruleika, með sjálfstæðisdegi Ísraels.“ og„Frelsi ykkar [Ísraela] er frelsi okkar“. En hún minnist ekki í einu orði á mannréttindabrot Ísraelsstjórna gegn Palestínumönnum, sjötíu og fimm ára þrautagöngu, fangelsun barna, morðum á börnum, konum og fötluðum og ólöglegum fangelsunum án dóms og laga. Evrópuráðsfundurinn í Reykjavík þagði um stöðu mála í Palestínu. Það segir sína sögu; þögn leiðtoga Evrópuríkja og heillaóskir er stuðningur við glæpi Ísraels gegn Palestínumönnum. Annað verður ekki lesið úr afstöðu þeirra og aðgerðaleysi í áratugi. Í Ísrael ríkir ólögleg aðskilnaðarstefna Þegar málefni Ísraels bera á góma, oft eftir enn eina ofsafengna árás á Palestínumenn, þar sem hundruð eða þúsundir eru drepin, bregða vestænir ráðmenn klisjum á loft - „Ísrael hefur rétt til að verja sig“ - „Ísrael er lýðræðisríki“ - og síðan „við styðjum tveggja ríkja lausnina og friðarviðræður.“ Íslensk yfirvöld hafa margoft brugðist við með þessari orðræðu. Sannleikurinn er sá að Ísrael er ekki lýðræðisríki. Í grunnlögum landsins, sem jafngilda stjórnarskrá, segir: „Ísraelsríki er þjóðarheimili gyðingaþjóðarinnar, þar sem hún nýtir sér sinn eðlilega [natural], menningarlegan, trúarlegan og sögulegan rétt til sjálfræðis ... Rétturinn til að iðka þjóðlegt sjálfræði í ríkinu Ísrael er eingöngu fyrir gyðingaþjóðina.“ Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar Netanyahu tekur af allan vafa um það að 25% landsmanna njóta ekki sömu mannréttinda og sá hluti sem telst vera gyðingar: „Gyðingaþjóðin hefur einkarétt og óumdeilanlegan rétt til alls landrýmis í Landi Ísraels. Ríkisstjórnin mun stuðla að og þróa landnemabyggðir í gjörvöllu Ísrael - í Galíleu, Negev, Gólan, Júdeu og Samaríu.“ Júdea og Samaría eru heiti sem Ísraelsstjórn notar yfir Vesturbakkann þar sem milljónir Palestínumanna búa við hernám Ísraelshers og hafa gert í 46 ár. Ísrael brýtur mannréttindi og Ísrael háir stríð gegn fólki sem hefur ekkert til saka unnið en að vera ekki af réttum uppruna og búa á landi sem Ísrael ágirnist. Ísrael er ekki að verja sig, Ísrael er árásaraðilinn - frá upphafi. Bæði tveggja ríkja lausnin og s.k. friðarviðræður eru ekki lengur valkostir vegna þess að Ísrael hefur hvorki samþykkt stofnun Palestínuríkis né raunverulegar friðarviðræður. Vestræn ríki ríghalda í þá afstöðu að fram skuli fara friðarviðræður. En hvernig ber að haga friðarviðræðum þegar annar aðilinn hefur bundið í sín lög að hann eigi landið sem viðræðurnar fjalla um? Samtímis því að leiðtogar Evrópu tala um lausnir heldur Ísrael áfram að brjóta alþjóðasamþykktir með því að flytja sífellt fleiri ólöglega landræningja inn á Vesturbakkann og A-Jerúsalem og hrekja fleiri og fleiri palestínskar fjölskyldur af heimilum sínum. Palestínumenn hafa engin þau vopn að þeir geti varist árásum Ísraelshers. Leiðin til að rétta hlut þeirra og verja mannréttindi þeirra væri fyrst og fremst sú að alþjóðasamfélagið skerist í leikinn. Barátta fyrir mannréttindum er ekki valkvæð Ef leiðtogar lýðræðisríkjanna sem m.a. sátu Evrópuráðsfundinn í Reykjavík, og þið þar með taldar Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún, væru heiðarlegir í sínu tali um mannréttindi, réttarríkið og lýðræði, hefðu málefni Ísraels og Palestínu verið á dagskrá ykkar á einhverjum þeirra fjölda funda sem þið hafið átt með leiðtogum annarra ríkja. Vissulega eru málefni Úkraínu krefjandi núna - en barátta fyrir mannréttindum er ekki valkvæð - hún verður að vera í forgrunni líkt og þið segið sjálfar í tilvitnuðum orðum ykkar. Leiðtogar Evrópuríkja hafa ekki fallist á að setja Ísraelsríki stólinn fyrir dyrnar með því að beita viðskiptaþvingunum og sniðgöngu á sviði menningar og íþrótta. Þvert á móti þá er Ísrael fagnað eins og ekkert skyggi á framferði þeirra. Ísrael tekur þátt í íþróttamótum og söngvakeppnum og njóta sérkjara í viðskiptum við Evrópulönd sem það væri eitt Evrópuríkjanna sem virða mannréttindi þótt allir viti að svo sé ekki. Og til að bæta gráu ofan á svart þá hafa þrjátíu Evrópulönd samþykkt s.k. IHRA reglur til að skilgreina gyðingahatur. Þessar reglur, sem ganga gegn tjáningarfrelsi eins og fram hefur komið m.a. hjá þýskum dómstólum, eru nú notaðar víða til þess að reyna að hindra eða trufla starf sem unnið er til stuðnings Palestínumönnum. Ísland hefur þó eitt Norðurlanda ekki samþykkt þessar reglur. Fjölmörg alþjóðleg mannréttindasamtök hafa á undanförnum misserum birt skýrslur sem sýna skýrt að í Ísrael ríkir aðskilnaðarstefna, apartheid. Sameinuðu þjóðirna hafa lýst apartheidstefnuna ólöglega og að stefnan brjóti gegn grundvallarreglu mannréttindasáttmála SÞ. Spyrja má: takið þið ekkert mark á rannsóknum og niðurstöðum Amnesty International, Human Right Watch, sendimönnum Sameinuðu þjóðanna eða B´T Selem, helstu mannréttindasamtaka Ísraels? Takið þið ekkert mark á úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu sem hefur lýst aðskilnaðarmúrinn sem Ísrael hefur reist ólöglegan og hernámið ólöglegt? Hvað með úrskurðinn um að landránsbyggðir ísraelsku landræningjanna séu ólöglegar skv. Genfarsáttmálanum? Kaldar kveðjur frá Íslandi Þann 14. maí 1948, fyrir sjötíu og fimm árum, var Ísraelsríki stofnað á fósturjörð Palestínuþjóðarinnar, hundruð þúsunda íbúa Palestínu voru hraktir frá heimilum sínum með hervaldi, eigum þeirra stolið og þorp þeirra jöfnuð við jörðu. Atburður þessi í maí 1948 heitir á tungu Palestínumanna Nakba - hörmungin mikla. Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að 15. maí verði Nakba minnst árlega með samkomum þar sem dagsins verður minnst með tónlist, ljósmyndasýningum og fundarhöldum. Nítíu aðildarríki Sameinuðu þjóðana samþykktu að minnast Nakba, þrjátíu voru á móti, fjörtíu og sjö sátu hjá og þar á meðal var Ísland. Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma að Ísland situr hjá þegar hagsmunir Palestínumanna eru til umfjöllunar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hvað veldur? Og ennfremur; Hvers vegna selur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins vín sem er framleitt í ólöglegum landránsbyggðum á Vesturbakkanum? Hvers vegna hefur Alþingi látið þingsályktunartillögu um að sérmerkja vörur frá landránsbyggðunum liggja í skúffunni í tólf ár?! Ábyrgð Íslands Ísland var eitt þeirra ríkja sem samþykktu tillögu um skiptingu Palestínu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna árið 1947. Ábyrgð íslenskra stjórnvalda er því til staðar á því ástandi sem skapaðist við stofnun Ísraels og ríkir enn. „Við getum haft áhrif á það hvernig sagan endar“ sagðir þú Þórdís Kolbrún og þú Katrín sagðir að „baráttan á okkar tímum snýst um mannréttindi og snýst um lýðréttindi og lýðræðismál.“ Sýnið að afstaða ykkar sé heilsteypt og trúverðug. Styðjið baráttu Palestínumanna fyrir mannréttindum. Eftir sjötíu og fimm ár af ofbeldi, landráni og drápum er kominn tími til að segja sannleikann um Ísraelsríki hátt og snjallt á við öll tækifæri - jafnt hér heima sem erlendis. (1) Katrín Jakobsdóttir í Silfrinu 21. maí s.l. (2) Þórdís Kolbrún í Heimildinni bls. 8, 12. tbl. (3) Frettabl. 24.11. 22 Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun