Dúxaði í FG eins og mamma og pabbi Árni Sæberg skrifar 29. maí 2023 19:31 Agnes með foreldrum sínum í útskriftarveislunni. Aðsend Agnes Ómarsdóttir útskrifaðist af náttúrufræðibraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ um helgina og varð dúx með ágætiseinkunnina 9,8. Henni kippir greinilega í kynið enda dúxuðu báðir foreldrar hennar við sama skóla á sínum tíma. Agnes segir í samtali við Vísi að það hafi ekki verið henni sérstakt keppikefli að jafna námsafrek foreldra hennar, en Ómar Gústafsson faðir hennar dúxaði árið 1995 og Jóhanna Guðrún Guðmundsdóttir móðir hennar gerði slíkt hið sama þremur árum síðar. „Þetta var ekki markmiðið allan tímann, ég gerði bara mitt besta,“ segir hún og bætir við að galdurinn að baki góðum námsárangri sé að fylgjast vel með í tímum og skipuleggja lærdóminn vel. Móður- og föðurbetrungur Vísir heyrði einnig í Ómari föður Agnesar í gærkvöldi. Líkt og gefur að skilja var hann kampakátur með afrek dóttur sinnar, sem og fjölskyldan öll. Hann vildi þó alls ekki eigna sér heiðurinn af því. „Hún gerði þetta bara alveg sjálf, ég get ekki lofað því að það hafi verið neitt sérstakt í uppeldinu sem olli þessu,“ sagði hann og hló. Þá sagði hann að Agnes hefði ekki aðeins jafnað árangur foreldranna með því að dúxa heldur hafi hún hlotið töluvert hærri meðaleinkunn en þeir báðir. „Hún er tvímælalaust móður- og föðurbetrungur,“ sagði hann. Afrekskona á öðru sviði Það er ekki aðeins í námi sem Agnes hefur náð góðum árangri. Hún æfir og keppir í hópfimleikum fyrir Stjörnuna úr Garðabæ. Stjörnukonur hafa ráðið ríkjum í hópfimleikum hér á landi undanfarin ár og hafa til að mynda hreppt Íslandsmeistaratitilinn á hverju ári frá árinu 2015, ef frá eru talin árin 2017, þegar Gerpla vann, og 2020, þegar mótið féll niður vegna heimsfaraldursins. Agnes ásamt Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar.Aðsend Agnes segir að það hafi verið gaman en krefjandi að stunda fimleika af krafti meðfram náminu. Þar hafi skipulagið komið að góðum notum. Skráð í lýðháskóla og langar í Háskólann í Reykjavík Agnes segist ætla að taka sér pásu frá námi í ár og „gera eitthvað skemmtilegt.“ Hún er til að mynda búin að skrá sig í lýðháskóla í Danmörku. Hún var einmitt fædd í Danaveldi á meðan foreldrar hennar voru þar ytra í námi. Því næst langar Agnesi að skrá sig í Háskólann í Reykjavík. Þar segir hún hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði og verkfræði kalla mest á sig. Þær greinar ættu að liggja vel fyrir henni, enda útskrifaðist hún með glæsibrag af tæknisviði á náttúrufræðibraut. Framhaldsskólar Garðabær Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Sjá meira
Agnes segir í samtali við Vísi að það hafi ekki verið henni sérstakt keppikefli að jafna námsafrek foreldra hennar, en Ómar Gústafsson faðir hennar dúxaði árið 1995 og Jóhanna Guðrún Guðmundsdóttir móðir hennar gerði slíkt hið sama þremur árum síðar. „Þetta var ekki markmiðið allan tímann, ég gerði bara mitt besta,“ segir hún og bætir við að galdurinn að baki góðum námsárangri sé að fylgjast vel með í tímum og skipuleggja lærdóminn vel. Móður- og föðurbetrungur Vísir heyrði einnig í Ómari föður Agnesar í gærkvöldi. Líkt og gefur að skilja var hann kampakátur með afrek dóttur sinnar, sem og fjölskyldan öll. Hann vildi þó alls ekki eigna sér heiðurinn af því. „Hún gerði þetta bara alveg sjálf, ég get ekki lofað því að það hafi verið neitt sérstakt í uppeldinu sem olli þessu,“ sagði hann og hló. Þá sagði hann að Agnes hefði ekki aðeins jafnað árangur foreldranna með því að dúxa heldur hafi hún hlotið töluvert hærri meðaleinkunn en þeir báðir. „Hún er tvímælalaust móður- og föðurbetrungur,“ sagði hann. Afrekskona á öðru sviði Það er ekki aðeins í námi sem Agnes hefur náð góðum árangri. Hún æfir og keppir í hópfimleikum fyrir Stjörnuna úr Garðabæ. Stjörnukonur hafa ráðið ríkjum í hópfimleikum hér á landi undanfarin ár og hafa til að mynda hreppt Íslandsmeistaratitilinn á hverju ári frá árinu 2015, ef frá eru talin árin 2017, þegar Gerpla vann, og 2020, þegar mótið féll niður vegna heimsfaraldursins. Agnes ásamt Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar.Aðsend Agnes segir að það hafi verið gaman en krefjandi að stunda fimleika af krafti meðfram náminu. Þar hafi skipulagið komið að góðum notum. Skráð í lýðháskóla og langar í Háskólann í Reykjavík Agnes segist ætla að taka sér pásu frá námi í ár og „gera eitthvað skemmtilegt.“ Hún er til að mynda búin að skrá sig í lýðháskóla í Danmörku. Hún var einmitt fædd í Danaveldi á meðan foreldrar hennar voru þar ytra í námi. Því næst langar Agnesi að skrá sig í Háskólann í Reykjavík. Þar segir hún hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði og verkfræði kalla mest á sig. Þær greinar ættu að liggja vel fyrir henni, enda útskrifaðist hún með glæsibrag af tæknisviði á náttúrufræðibraut.
Framhaldsskólar Garðabær Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Sjá meira