Erlent

Opnaði dyr farþegaþotu á flugi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Flugmönnum vélarinnar tókst að lenda án vandræða þrátt fyrir að dyrnar væru opnar upp á gátt.
Flugmönnum vélarinnar tókst að lenda án vandræða þrátt fyrir að dyrnar væru opnar upp á gátt. Yun Kwan-shick/Yonhap via AP

Lögreglan í Suður-Kóreu handtók mann í morgun sem hafði opnað dyr farþegaþotu þegar vélin var að koma inn til lendingar á Daegu alþjóðaflugvellinum.

194 farþegar voru um borð í vélinni sem er frá Asiana flugfélaginu og sakaði engan alvarlega. Þó þurfti að flytja sex einstaklinga á sjúkrahús með öndunarörðugleika sem sátu næst hurðinni þegar hún opnaðist. Ekki er vitað hvað manninum, sem er á fertugsaldri gekk til.

Myndband náðist af atvikinu þar sem sést að miklar vindhviður verða í vélinni þegar dyrnar opnuðust. Stór hluti farþeganna voru skólabörn á ferðalagi og urðu börnin afar skelkuð við uppákomuna, að því er kóreskir miðlar greina frá.

Flugfélagið hefur fyrirskipað ítarlega rannsókn á atvikinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×