Sorpa Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson skrifa 26. maí 2023 08:01 Hugmynd um endurvinnslustöð Sorpu við Kópavogskirkjugarð kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fram kom að óformlegar viðræður hafi farið fram við kirkjugarðinn en forsvarsmenn hans og forsvarsmenn Lindakirkju kannast ekki við það. Þeir voru því jafnundrandi og bæjarbúar þegar fréttin birtist. Staðsetning endurvinnslustöðvar við kirkjugarð er mikil vanvirðing við hina látnu og aðstandendur þeirra. Almennt er staðsetning endurvinnslustöðva í miðri íbúabyggð ekki heppileg, einkum vegna mikillar umferðar þungaflutningabíla sem skapast í kringum slíkar stöðvar. Núverandi staðsetning endurvinnslustöðvar Sorpu við Dalveg er því ákaflega óheppileg enda ekki í samræmi við aðalskipulag og stefnu bæjarins. Mikil slysahætta er við Dalveginn vegna starfsemi stöðvarinnar. Íbúar nærliggjandi byggðar hafa ítrekað óskað eftir brotthvarfi Sorpu af Dalvegi enda gerir deiliskipulag svæðisins ráð fyrir annars konar þjónustu fyrir bæjarbúa og aðra vegfarendur í Kópavogsdalnum, eins og kaffi- og veitingastöðum, leiksvæði o.s.frv. Í áratug hefur málið verið rætt í bæjarstjórn, verið í opinberri umræðu og í samskiptum við forsvarsmenn Sorpu án þess að málið þokist eitthvað áfram. Ótækt var að láta annan áratug líða með Sorpu áfram á Dalvegi. Nú þegar fyrir liggur að Sorpa flytur af Dalvegi í september 2024 þarf að huga að næstu skrefum. Við ætlum að efla grenndarstöðvar í hverfum Kópavogs og hefst undirbúningur á þeirri vinnu fljótlega. Þá blasir við að gera þarf ítarlega þarfa- og valkostagreiningu á mögulegri endurvinnslustöð sem skilar raunhæfri niðurstöðu. Við sem leiðum bæjarstjórn Kópavogs höfum ávallt staðið fast á því að mikilvægt sé að finna heppilega staðsetningu fyrir endurvinnslustöð sem þjónar hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Sorpa er byggðarsamlag í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning endurvinnslustöðva á að ráðast út frá heppilegustu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu, óháð sveitarfélagamörkum. Ef heppileg staðsetning finnst í Kópavogi fyrir nýja endurvinnslustöð þá fögnum við því. Eitt er þó víst að endurvinnslustöð við Kópavogskirkjugarð var aldrei raunhæfur möguleiki frá upphafi að okkar mati. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri KópavogsOrri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Kópavogs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Orri Hlöðversson Sorpa Kirkjugarðar Kópavogur Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hugmynd um endurvinnslustöð Sorpu við Kópavogskirkjugarð kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fram kom að óformlegar viðræður hafi farið fram við kirkjugarðinn en forsvarsmenn hans og forsvarsmenn Lindakirkju kannast ekki við það. Þeir voru því jafnundrandi og bæjarbúar þegar fréttin birtist. Staðsetning endurvinnslustöðvar við kirkjugarð er mikil vanvirðing við hina látnu og aðstandendur þeirra. Almennt er staðsetning endurvinnslustöðva í miðri íbúabyggð ekki heppileg, einkum vegna mikillar umferðar þungaflutningabíla sem skapast í kringum slíkar stöðvar. Núverandi staðsetning endurvinnslustöðvar Sorpu við Dalveg er því ákaflega óheppileg enda ekki í samræmi við aðalskipulag og stefnu bæjarins. Mikil slysahætta er við Dalveginn vegna starfsemi stöðvarinnar. Íbúar nærliggjandi byggðar hafa ítrekað óskað eftir brotthvarfi Sorpu af Dalvegi enda gerir deiliskipulag svæðisins ráð fyrir annars konar þjónustu fyrir bæjarbúa og aðra vegfarendur í Kópavogsdalnum, eins og kaffi- og veitingastöðum, leiksvæði o.s.frv. Í áratug hefur málið verið rætt í bæjarstjórn, verið í opinberri umræðu og í samskiptum við forsvarsmenn Sorpu án þess að málið þokist eitthvað áfram. Ótækt var að láta annan áratug líða með Sorpu áfram á Dalvegi. Nú þegar fyrir liggur að Sorpa flytur af Dalvegi í september 2024 þarf að huga að næstu skrefum. Við ætlum að efla grenndarstöðvar í hverfum Kópavogs og hefst undirbúningur á þeirri vinnu fljótlega. Þá blasir við að gera þarf ítarlega þarfa- og valkostagreiningu á mögulegri endurvinnslustöð sem skilar raunhæfri niðurstöðu. Við sem leiðum bæjarstjórn Kópavogs höfum ávallt staðið fast á því að mikilvægt sé að finna heppilega staðsetningu fyrir endurvinnslustöð sem þjónar hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Sorpa er byggðarsamlag í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning endurvinnslustöðva á að ráðast út frá heppilegustu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu, óháð sveitarfélagamörkum. Ef heppileg staðsetning finnst í Kópavogi fyrir nýja endurvinnslustöð þá fögnum við því. Eitt er þó víst að endurvinnslustöð við Kópavogskirkjugarð var aldrei raunhæfur möguleiki frá upphafi að okkar mati. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri KópavogsOrri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Kópavogs
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar