Forsetahjónin á leið í opinbera heimsókn til fæðingarlands Elizu Atli Ísleifsson skrifar 25. maí 2023 11:37 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Kanada 29. maí og verða til 1. júní. Þau verða þar í boði landstjórans Mary Simon. Um er að ræða fyrstu ríkisheimsókn Íslands til Kanada frá árinu 2000, en meðal annars verður fundað með Justin Trudeau forsætisráðherra. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að markmið heimsóknarinnar sé að styrkja enn frekar hin margþættu tengsl landanna sem hafi fagnað 75 ára afmæli stjórnmálasambands á síðasta ári. „Með forsetahjónum í för verður sendinefnd skipuð Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Pétri Þ. Óskarssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu, Jóni Sigfússyni, stjórnarformanni Planet Youth og Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, auk Hlyns Guðjónssonar sendiherra Íslands í Kanada. Þá fylgir forseta fjöldi fulltrúa úr viðskiptalífinu* sem hyggjast efla samstarf við Kanada, m.a. á sviði nýsköpunar í sjávarútvegi, heilsutækni og við nýtingu grænnar orku. Heimsóknin hefst að morgni mánudagsins 29. maí með formlegri móttökuathöfn í höfuðborginni Ottawa sem er fæðingarstaður Elizu Reid forsetafrúar. Þar verður fundað með Mary Simon landstjóra og Justin Trudeau forsætisráðherra. Jafnframt verður þar efnt til tveggja funda um sameiginleg hagsmunamál Íslands og Kanada. Á þeim fyrri verður fjallað um varðveislu tungumáls í fámennum málsamfélögum og kynntar aðferðir í notkun máltæknilausna á íslensku. Á síðari fundinum verður sjónum beint að lýðheilsu ungmenna og munu fulltrúar frá Planet Youth á Íslandi ræða við kanadísk heilbrigðismálayfirvöld (Public Health Agency of Canada) um íslenska forvarnarmódelið sem innleitt hefur verið víða um lönd, þar á meðal í Kanada, undir merkjum Planet Youth. Í Ottawa er einnig boðið til bókmenntaviðburðarins „Sögur úr norðri“þar sem rithöfundarnir Eliza Reid forsetafrú og Whit Fraser, eiginmaður landstjóra Kanada, ræða við kanadíska rithöfunda um bókmenntaarf þjóðanna. Frá Ottawa halda forsetahjónin ásamt sendinefndum til Halifax í Nova Scotia og til St. John’s á Nýfundnalandi og Labrador. Þau munu eiga fundi með fylkisstjórum og ráðherrum auk þess sem efnt verður til fjölda viðburða í því skyni að efla menningar- og viðskiptatengsl Íslands og Kanada. Heimsókninni lýkur í Toronto þar sem forsetahjón eiga fund með fylkisstjóra Ontario. Þá býður Íslandsstofa til íslensks markaðsdags þar sem leiddir eru saman kanadískir fjárfestar og fulltrúar íslensks viðskiptalífs, og mun forseti ávarpa gestina. Ríkisheimsókn forseta Íslands og forsetafrúar til Kanada lýkur að kvöldi fimmtudagsins 1. júní,“ segir um heimsóknina. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kanada Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira
Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að markmið heimsóknarinnar sé að styrkja enn frekar hin margþættu tengsl landanna sem hafi fagnað 75 ára afmæli stjórnmálasambands á síðasta ári. „Með forsetahjónum í för verður sendinefnd skipuð Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Pétri Þ. Óskarssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu, Jóni Sigfússyni, stjórnarformanni Planet Youth og Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, auk Hlyns Guðjónssonar sendiherra Íslands í Kanada. Þá fylgir forseta fjöldi fulltrúa úr viðskiptalífinu* sem hyggjast efla samstarf við Kanada, m.a. á sviði nýsköpunar í sjávarútvegi, heilsutækni og við nýtingu grænnar orku. Heimsóknin hefst að morgni mánudagsins 29. maí með formlegri móttökuathöfn í höfuðborginni Ottawa sem er fæðingarstaður Elizu Reid forsetafrúar. Þar verður fundað með Mary Simon landstjóra og Justin Trudeau forsætisráðherra. Jafnframt verður þar efnt til tveggja funda um sameiginleg hagsmunamál Íslands og Kanada. Á þeim fyrri verður fjallað um varðveislu tungumáls í fámennum málsamfélögum og kynntar aðferðir í notkun máltæknilausna á íslensku. Á síðari fundinum verður sjónum beint að lýðheilsu ungmenna og munu fulltrúar frá Planet Youth á Íslandi ræða við kanadísk heilbrigðismálayfirvöld (Public Health Agency of Canada) um íslenska forvarnarmódelið sem innleitt hefur verið víða um lönd, þar á meðal í Kanada, undir merkjum Planet Youth. Í Ottawa er einnig boðið til bókmenntaviðburðarins „Sögur úr norðri“þar sem rithöfundarnir Eliza Reid forsetafrú og Whit Fraser, eiginmaður landstjóra Kanada, ræða við kanadíska rithöfunda um bókmenntaarf þjóðanna. Frá Ottawa halda forsetahjónin ásamt sendinefndum til Halifax í Nova Scotia og til St. John’s á Nýfundnalandi og Labrador. Þau munu eiga fundi með fylkisstjórum og ráðherrum auk þess sem efnt verður til fjölda viðburða í því skyni að efla menningar- og viðskiptatengsl Íslands og Kanada. Heimsókninni lýkur í Toronto þar sem forsetahjón eiga fund með fylkisstjóra Ontario. Þá býður Íslandsstofa til íslensks markaðsdags þar sem leiddir eru saman kanadískir fjárfestar og fulltrúar íslensks viðskiptalífs, og mun forseti ávarpa gestina. Ríkisheimsókn forseta Íslands og forsetafrúar til Kanada lýkur að kvöldi fimmtudagsins 1. júní,“ segir um heimsóknina.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kanada Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira