Skoðun

Til hinstu hvílu

Karólína Helga Símonardóttir skrifar

Áskorun til bæjarráðs Kópavogs.

Allir þeir sem misst hafa ástvin, þekkja þá tilfinningu þegar taka þarf ákvörðun um hin hinsta hvílustað þeirra. Mörgum er þessi ákvörðun erfið, ber með sér erfiðan raunveruleika um síðasta andardrátt ástvinar þeirra og að eftir eru aðeins jarðneskar leifar. Það er í raun eitt af því fáa sem við getum gert fyrir látin ástvin okkar er að finna þeim góðan hvíldarstað og fyrir okkur sem syrgjum að þau muni fá að hvíla sína hinstu hvílu, á fallegum stað þar sem ríkir friður og ró.

Starfshópur á vegum Sorpu hefur þá sýn að ákjósanlegasti staðurinn fyrir nýja endurvinnslustöð Sorpu í Kópavogi sé reitur sem þegar er hluti af kirkjugarði Lindakirkju. Hefur hópurinn lagt til að tekinn verði 1ha af kirkjugarðinum í þessu skyni og honum ráðstafað undir endurvinnslustöð Sorpu.

Sorgarmiðstöð skorar á bæjarráð Kópavogs að hafna þessari hugmynd þar sem hún samræmist ekki friðhelgi grafreita, sbr. 6. gr. laga um kirkjugarða: Kirkjugarðar og grafreitir eru friðhelgir. Það er ekki leyfilegt að reisa mannvirki, starfrækja stofnanir eða reka fyrirtæki sem frá stafar hávaði eða ys við kirkjugarða.

Með von og virðingu um að starfshópur Sorpu endurskoði tillögu sína og Bæjarráð Kópavogs standi saman og verji hinsta grafreit þeirra ástvina sem jarðsett eru í Lindakirkjugarði.

Höfundur er stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×