Svandís í hvalnum Sigurjón Þórðarson skrifar 23. maí 2023 11:30 Skýrsla MAST um hvalveiðar segir berum orðum að veiðarnar samræmast ekki markmiðum um dýravelferð, enda þarf að skutla fjórðung dýra oftar en einu sinni og fjórðung þeirra þrisvar eða fjórum sinnum! Maður myndi ætla að ekki þyrfti frekari rök fyrir ráðamenn til að grípa inn í veiðarnar og gildir þá einu hvort menn séu almennt fylgjandi eða mótfallnir hvalveiðum. Matvælaráðherra er að vísu ekki þeirrar skoðunar, að minnsta kosti ef marka má framgöngu hennar á opnum fundi Atvinnuveganefndar Alþingis. Í máli hennar kom fram að hún hyggst afla frekari gagna og mun láta þann feril sem málið er í ganga til enda. Mikil pólitík þar. Ráðherra hefur ekki lagt fram neitt mál fyrir þingið sem snýr að því að auðvelda inngrip ráðherra í veiðarnar eða boðað útgáfu á reglugerð með það að markmiði að treysta umgjörð veiðanna. Á sama tíma hefur hún lagt fram nokkur frumvörp sem snúa að því að þrengja að strandveiðum og stöðva vistvænar veiðar ef veitt er fram úr naumt skömmtuðum potti ráðherra. Flótti Svandísar Svavarsdóttur frá bæði stefnuskrá VG og dýraverndarsjónarmiðum, virðist ganga út á að flækja málið og gripið er til undarlegra ráða t.d. með galinni umræðu um að rannsaka eigir frekar jákvæð loftslagsáhrif hvala. Hvaða líffræðingur sem er sér það í hendi sér að dýr sem anda frá sér koltvísýringi er ekki að fara að binda kolefni, enda aðeins lítill hluti af kolefni úr fæðu hvala sem nýtist til vaxtar. Málið er einfalt. Málið snýst um dýravelferð og því ætti matvælaráðherra að nýta þær heimildir sem hún hefur samkvæmt lögum um hvalveiðar til þess að a.m.k. bæta umgjörð veiðanna t.d. hvað varðar veður og sjólag þegar veiðar fara fram og þjálfun sjómanna, auk fleiri þátta sem tryggja lágmarks viðmið um dýravelferð. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Hvalveiðar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Skýrsla MAST um hvalveiðar segir berum orðum að veiðarnar samræmast ekki markmiðum um dýravelferð, enda þarf að skutla fjórðung dýra oftar en einu sinni og fjórðung þeirra þrisvar eða fjórum sinnum! Maður myndi ætla að ekki þyrfti frekari rök fyrir ráðamenn til að grípa inn í veiðarnar og gildir þá einu hvort menn séu almennt fylgjandi eða mótfallnir hvalveiðum. Matvælaráðherra er að vísu ekki þeirrar skoðunar, að minnsta kosti ef marka má framgöngu hennar á opnum fundi Atvinnuveganefndar Alþingis. Í máli hennar kom fram að hún hyggst afla frekari gagna og mun láta þann feril sem málið er í ganga til enda. Mikil pólitík þar. Ráðherra hefur ekki lagt fram neitt mál fyrir þingið sem snýr að því að auðvelda inngrip ráðherra í veiðarnar eða boðað útgáfu á reglugerð með það að markmiði að treysta umgjörð veiðanna. Á sama tíma hefur hún lagt fram nokkur frumvörp sem snúa að því að þrengja að strandveiðum og stöðva vistvænar veiðar ef veitt er fram úr naumt skömmtuðum potti ráðherra. Flótti Svandísar Svavarsdóttur frá bæði stefnuskrá VG og dýraverndarsjónarmiðum, virðist ganga út á að flækja málið og gripið er til undarlegra ráða t.d. með galinni umræðu um að rannsaka eigir frekar jákvæð loftslagsáhrif hvala. Hvaða líffræðingur sem er sér það í hendi sér að dýr sem anda frá sér koltvísýringi er ekki að fara að binda kolefni, enda aðeins lítill hluti af kolefni úr fæðu hvala sem nýtist til vaxtar. Málið er einfalt. Málið snýst um dýravelferð og því ætti matvælaráðherra að nýta þær heimildir sem hún hefur samkvæmt lögum um hvalveiðar til þess að a.m.k. bæta umgjörð veiðanna t.d. hvað varðar veður og sjólag þegar veiðar fara fram og þjálfun sjómanna, auk fleiri þátta sem tryggja lágmarks viðmið um dýravelferð. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun