Leiðtogafundur Evrópuráðsins Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 16. maí 2023 21:31 Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í dag. Það hefur ekki farið fram hjá neinum enda um sögulegan viðburð að ræða. Samkvæmt stofnskrá Evrópuráðsins „er ráðinu ætlað að efla samvinnu aðildarríkjanna með það að markmiði að standa vörð um mannréttindi, styrkja lýðræðislega stjórnarhætti, efla mannleg gildi og almenn lífsgæði Evrópubúa. Rík áhersla hefur verið lögð á að auka skilning og samkennd meðal íbúa álfunnar á grundvelli sameiginlegrar arfleifðar.“ Markmið, gildi og sviptingar á alþjóðasviðinu Þetta eru göfug markmið. Ráðið var stofnað í kjölfar hörmunga heimsstyrjaldarinnar síðari þegar Evrópa var í rústum og ekkert annað í stöðunni en að horfa fram á veginn og leggja allt á vogaskálarnar til að hörmungar endurtækju sig ekki. Nú er aftur stríð í álfunni og gegnir Ísland miklu ábyrgðarhlutverki með formennsku í Evrópuráðinu. Helstu markmið formennsku Íslands eru að efla grundvallargildi Evrópuráðsins og standa væntingar til þess að fundurinn skili raunverulegum niðurstöðum sem varða ábyrgð rússneskra stjórnvalda vegna stríðsreksturs þeirra í Úkraínu. Lögð er áhersla á að efla vinnu ráðsins, meðal annars hvað varðar lýðræði, réttinn til heilnæms umhverfis og vernd mannréttinda þegar kemur að þróun gervigreindar. Það kemur heim og saman við sérstakar áherslur formennsku Íslands um umhverfismál, réttindi barna og ungmenna og jafnrétti. Rétturinn til heilnæms umhverfis Það er þýðingarmikið fyrir fámenna þjóð að vera í kastljósi heimsatburða sem þessa. Áhrif alþjóðlegra stofnana og skuldbindinga eru umtalsverðar. Oft er um að ræða veigamiklar ákvarðanir sem varða hag þjóðarinnar með beinum hætti og enn aðrar sem varða helstu samfélagsmál nútímans. Umhverfismálin eru ofarlega á baugi á fundi leiðtogaráðsins. Með vaxandi meðvitund alþjóðasamfélagsins um hnignun umhverfisins og gæða jarðarinnar hefur skýlaus krafa verið gerð um aðgerðir. Krafan um „réttinn til heilnæms umhverfis“ er liður í þeirri þróun og það gefst tækifæri til þess á leiðtogafundinum að stuðla að lagalegri viðurkenningu réttarins til heilnæms umhverfis í Evrópu, en Mannréttindasáttmáli Evrópu tryggir ekki sérstaklega slík réttindi enn sem komið er, ólíkt öðum mannréttindasamningum. Það er því til mikils að vinna að vel takist til á fundinum. Það er ábyrgðarhlutur stjórnvalda hverju sinni að leggja sitt á vogaskálarnar við slíka ákvarðanatöku og undan þeirri ábyrgð skorast ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ekki. Höfundur er formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Vinstri græn Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í dag. Það hefur ekki farið fram hjá neinum enda um sögulegan viðburð að ræða. Samkvæmt stofnskrá Evrópuráðsins „er ráðinu ætlað að efla samvinnu aðildarríkjanna með það að markmiði að standa vörð um mannréttindi, styrkja lýðræðislega stjórnarhætti, efla mannleg gildi og almenn lífsgæði Evrópubúa. Rík áhersla hefur verið lögð á að auka skilning og samkennd meðal íbúa álfunnar á grundvelli sameiginlegrar arfleifðar.“ Markmið, gildi og sviptingar á alþjóðasviðinu Þetta eru göfug markmið. Ráðið var stofnað í kjölfar hörmunga heimsstyrjaldarinnar síðari þegar Evrópa var í rústum og ekkert annað í stöðunni en að horfa fram á veginn og leggja allt á vogaskálarnar til að hörmungar endurtækju sig ekki. Nú er aftur stríð í álfunni og gegnir Ísland miklu ábyrgðarhlutverki með formennsku í Evrópuráðinu. Helstu markmið formennsku Íslands eru að efla grundvallargildi Evrópuráðsins og standa væntingar til þess að fundurinn skili raunverulegum niðurstöðum sem varða ábyrgð rússneskra stjórnvalda vegna stríðsreksturs þeirra í Úkraínu. Lögð er áhersla á að efla vinnu ráðsins, meðal annars hvað varðar lýðræði, réttinn til heilnæms umhverfis og vernd mannréttinda þegar kemur að þróun gervigreindar. Það kemur heim og saman við sérstakar áherslur formennsku Íslands um umhverfismál, réttindi barna og ungmenna og jafnrétti. Rétturinn til heilnæms umhverfis Það er þýðingarmikið fyrir fámenna þjóð að vera í kastljósi heimsatburða sem þessa. Áhrif alþjóðlegra stofnana og skuldbindinga eru umtalsverðar. Oft er um að ræða veigamiklar ákvarðanir sem varða hag þjóðarinnar með beinum hætti og enn aðrar sem varða helstu samfélagsmál nútímans. Umhverfismálin eru ofarlega á baugi á fundi leiðtogaráðsins. Með vaxandi meðvitund alþjóðasamfélagsins um hnignun umhverfisins og gæða jarðarinnar hefur skýlaus krafa verið gerð um aðgerðir. Krafan um „réttinn til heilnæms umhverfis“ er liður í þeirri þróun og það gefst tækifæri til þess á leiðtogafundinum að stuðla að lagalegri viðurkenningu réttarins til heilnæms umhverfis í Evrópu, en Mannréttindasáttmáli Evrópu tryggir ekki sérstaklega slík réttindi enn sem komið er, ólíkt öðum mannréttindasamningum. Það er því til mikils að vinna að vel takist til á fundinum. Það er ábyrgðarhlutur stjórnvalda hverju sinni að leggja sitt á vogaskálarnar við slíka ákvarðanatöku og undan þeirri ábyrgð skorast ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ekki. Höfundur er formaður fjárlaganefndar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar