Sömu laun fyrir sömu störf Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 15. maí 2023 13:00 Í byrjun febrúar tók síminn að hringja hjá stéttafélögum BSRB þar sem starfsfólk sveitarfélaga um land allt skildi ekki hvers vegna samstarfsfélagar þeirra, sem starfa við hlið þeirra, hefðu fengið launahækkun í janúar en ekki þau. Um er að ræða fólk sem sinnir ómissandi störfum m.a. í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, í þjónustu við fatlað fólk, sundlaugum, íþróttamannvirkjum og bæjarskrifstofum og er að stærstum hluta til konur. Á ársgrundvelli nemur þessi launamismunur fólks í sömu og sambærilegum störfum 25%. Stjórnendur vinnustaða og launafulltrúar fjölda sveitarfélaga virtust jafn gáttaðir og fólkið sem sætir launamisréttinu. Enda um að ræða fólk sem veit að sveitarfélög landsins hafa gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja sömu laun fyrir sömu störf og jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf, m.a. með innleiðingu starfsmats sveitarfélaga og jafnlaunavottun. Þessi verkfæri eiga að tryggja að sveitarfélög sem atvinnurekendur grípi til aðgerða til að leiðrétta laun ef upp kemur launamisrétti á vinnustað. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þessa launamismunun síðustu mánuði og leiðir til að leiðrétta hana við sveitarfélögin og Samband íslenskra sveitarfélaga, sem veitir sveitarfélögunum ráðgjöf í málefum tengt réttindum starfsfólks, hefur ekkert verið að gert. Ómissandi störf Félagsfólk BSRB starfar alla daga undir miklu álagi í samfélagslega mikilvægum störfum t.d. við að annast og þjónusta börn og fatlað fólk. Álagið stórjókst í heimsfaraldri kórónaveirunnar en t.d. voru skólar hér á landi mun meira opnir en í öðrum löndum þegar samkomutakmarkanir voru settar á. Vegna þess hve krefjandi störfin eru er veikindatíðni langt um hærri en í flestum öðrum störfum og mikil starfsmannavelta sem aftur eykur álagið á þau sem standa vaktina. Launaumslagið tekur að engu leyti tillit til verðmætis starfanna heldur er stærstur hluti þeirra á lægstu launum sem greidd eru á vinnumarkaði. Þannig er verið að bæta gráu ofan á svart með því að mismuna þessu starfsfólki. Þar tekur svo steininn úr að vísa bara fólki á dómstóla sem tæki 1-2 ár að fá niðurstöðu í, þegar kröfur þeirra eru ekki bara sanngjarnar heldur einnig augljóst réttlætismál. Enda hefur félagsfólk kosið að leggja niður störf til að knýja fram kröfur sínar – af því það ætlar ekki að bíða! Óumflýjanlegar aðgerðir Í dag hófust því verkföll BSRB félaga í fjórum sveitarfélögum sem hafa víðtæk áhrif á líf fólks. Börn verða send heim úr grunnskólum, fá ekki stuðning frá stuðningsfulltrúum, komast ekki í frístund eftir skóla og fjöldamargir leikskólar þurfa að loka. Ekki er gripið til verkfallanna af léttúð heldur til að knýja sveitarfélög landsins að samningsborðinu sem neita að leiðrétta launamisrétti gagnvart starfsfólkinu. Til að leysa þennan hnút verður forysta sveitarfélagana að beita sér fyrir hönd starfsfólks síns í stað þess að hlaupa í felur á bak við Samband íslenskra sveitarfélaga sem starfar í umboði þeirra.Það er sjálfsagt réttlæti að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf. Og það er löngu tímabært að hækka lægstu launin til að stuðla að því að fólk nái endum saman og geti veitt sér og börnum sínum mannsæmandi líf. Um það hljótum við öll að geta verið sammála. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun febrúar tók síminn að hringja hjá stéttafélögum BSRB þar sem starfsfólk sveitarfélaga um land allt skildi ekki hvers vegna samstarfsfélagar þeirra, sem starfa við hlið þeirra, hefðu fengið launahækkun í janúar en ekki þau. Um er að ræða fólk sem sinnir ómissandi störfum m.a. í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, í þjónustu við fatlað fólk, sundlaugum, íþróttamannvirkjum og bæjarskrifstofum og er að stærstum hluta til konur. Á ársgrundvelli nemur þessi launamismunur fólks í sömu og sambærilegum störfum 25%. Stjórnendur vinnustaða og launafulltrúar fjölda sveitarfélaga virtust jafn gáttaðir og fólkið sem sætir launamisréttinu. Enda um að ræða fólk sem veit að sveitarfélög landsins hafa gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja sömu laun fyrir sömu störf og jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf, m.a. með innleiðingu starfsmats sveitarfélaga og jafnlaunavottun. Þessi verkfæri eiga að tryggja að sveitarfélög sem atvinnurekendur grípi til aðgerða til að leiðrétta laun ef upp kemur launamisrétti á vinnustað. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þessa launamismunun síðustu mánuði og leiðir til að leiðrétta hana við sveitarfélögin og Samband íslenskra sveitarfélaga, sem veitir sveitarfélögunum ráðgjöf í málefum tengt réttindum starfsfólks, hefur ekkert verið að gert. Ómissandi störf Félagsfólk BSRB starfar alla daga undir miklu álagi í samfélagslega mikilvægum störfum t.d. við að annast og þjónusta börn og fatlað fólk. Álagið stórjókst í heimsfaraldri kórónaveirunnar en t.d. voru skólar hér á landi mun meira opnir en í öðrum löndum þegar samkomutakmarkanir voru settar á. Vegna þess hve krefjandi störfin eru er veikindatíðni langt um hærri en í flestum öðrum störfum og mikil starfsmannavelta sem aftur eykur álagið á þau sem standa vaktina. Launaumslagið tekur að engu leyti tillit til verðmætis starfanna heldur er stærstur hluti þeirra á lægstu launum sem greidd eru á vinnumarkaði. Þannig er verið að bæta gráu ofan á svart með því að mismuna þessu starfsfólki. Þar tekur svo steininn úr að vísa bara fólki á dómstóla sem tæki 1-2 ár að fá niðurstöðu í, þegar kröfur þeirra eru ekki bara sanngjarnar heldur einnig augljóst réttlætismál. Enda hefur félagsfólk kosið að leggja niður störf til að knýja fram kröfur sínar – af því það ætlar ekki að bíða! Óumflýjanlegar aðgerðir Í dag hófust því verkföll BSRB félaga í fjórum sveitarfélögum sem hafa víðtæk áhrif á líf fólks. Börn verða send heim úr grunnskólum, fá ekki stuðning frá stuðningsfulltrúum, komast ekki í frístund eftir skóla og fjöldamargir leikskólar þurfa að loka. Ekki er gripið til verkfallanna af léttúð heldur til að knýja sveitarfélög landsins að samningsborðinu sem neita að leiðrétta launamisrétti gagnvart starfsfólkinu. Til að leysa þennan hnút verður forysta sveitarfélagana að beita sér fyrir hönd starfsfólks síns í stað þess að hlaupa í felur á bak við Samband íslenskra sveitarfélaga sem starfar í umboði þeirra.Það er sjálfsagt réttlæti að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf. Og það er löngu tímabært að hækka lægstu launin til að stuðla að því að fólk nái endum saman og geti veitt sér og börnum sínum mannsæmandi líf. Um það hljótum við öll að geta verið sammála. Höfundur er formaður BSRB.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar