Sömu laun fyrir sömu störf Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 15. maí 2023 13:00 Í byrjun febrúar tók síminn að hringja hjá stéttafélögum BSRB þar sem starfsfólk sveitarfélaga um land allt skildi ekki hvers vegna samstarfsfélagar þeirra, sem starfa við hlið þeirra, hefðu fengið launahækkun í janúar en ekki þau. Um er að ræða fólk sem sinnir ómissandi störfum m.a. í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, í þjónustu við fatlað fólk, sundlaugum, íþróttamannvirkjum og bæjarskrifstofum og er að stærstum hluta til konur. Á ársgrundvelli nemur þessi launamismunur fólks í sömu og sambærilegum störfum 25%. Stjórnendur vinnustaða og launafulltrúar fjölda sveitarfélaga virtust jafn gáttaðir og fólkið sem sætir launamisréttinu. Enda um að ræða fólk sem veit að sveitarfélög landsins hafa gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja sömu laun fyrir sömu störf og jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf, m.a. með innleiðingu starfsmats sveitarfélaga og jafnlaunavottun. Þessi verkfæri eiga að tryggja að sveitarfélög sem atvinnurekendur grípi til aðgerða til að leiðrétta laun ef upp kemur launamisrétti á vinnustað. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þessa launamismunun síðustu mánuði og leiðir til að leiðrétta hana við sveitarfélögin og Samband íslenskra sveitarfélaga, sem veitir sveitarfélögunum ráðgjöf í málefum tengt réttindum starfsfólks, hefur ekkert verið að gert. Ómissandi störf Félagsfólk BSRB starfar alla daga undir miklu álagi í samfélagslega mikilvægum störfum t.d. við að annast og þjónusta börn og fatlað fólk. Álagið stórjókst í heimsfaraldri kórónaveirunnar en t.d. voru skólar hér á landi mun meira opnir en í öðrum löndum þegar samkomutakmarkanir voru settar á. Vegna þess hve krefjandi störfin eru er veikindatíðni langt um hærri en í flestum öðrum störfum og mikil starfsmannavelta sem aftur eykur álagið á þau sem standa vaktina. Launaumslagið tekur að engu leyti tillit til verðmætis starfanna heldur er stærstur hluti þeirra á lægstu launum sem greidd eru á vinnumarkaði. Þannig er verið að bæta gráu ofan á svart með því að mismuna þessu starfsfólki. Þar tekur svo steininn úr að vísa bara fólki á dómstóla sem tæki 1-2 ár að fá niðurstöðu í, þegar kröfur þeirra eru ekki bara sanngjarnar heldur einnig augljóst réttlætismál. Enda hefur félagsfólk kosið að leggja niður störf til að knýja fram kröfur sínar – af því það ætlar ekki að bíða! Óumflýjanlegar aðgerðir Í dag hófust því verkföll BSRB félaga í fjórum sveitarfélögum sem hafa víðtæk áhrif á líf fólks. Börn verða send heim úr grunnskólum, fá ekki stuðning frá stuðningsfulltrúum, komast ekki í frístund eftir skóla og fjöldamargir leikskólar þurfa að loka. Ekki er gripið til verkfallanna af léttúð heldur til að knýja sveitarfélög landsins að samningsborðinu sem neita að leiðrétta launamisrétti gagnvart starfsfólkinu. Til að leysa þennan hnút verður forysta sveitarfélagana að beita sér fyrir hönd starfsfólks síns í stað þess að hlaupa í felur á bak við Samband íslenskra sveitarfélaga sem starfar í umboði þeirra.Það er sjálfsagt réttlæti að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf. Og það er löngu tímabært að hækka lægstu launin til að stuðla að því að fólk nái endum saman og geti veitt sér og börnum sínum mannsæmandi líf. Um það hljótum við öll að geta verið sammála. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í byrjun febrúar tók síminn að hringja hjá stéttafélögum BSRB þar sem starfsfólk sveitarfélaga um land allt skildi ekki hvers vegna samstarfsfélagar þeirra, sem starfa við hlið þeirra, hefðu fengið launahækkun í janúar en ekki þau. Um er að ræða fólk sem sinnir ómissandi störfum m.a. í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, í þjónustu við fatlað fólk, sundlaugum, íþróttamannvirkjum og bæjarskrifstofum og er að stærstum hluta til konur. Á ársgrundvelli nemur þessi launamismunur fólks í sömu og sambærilegum störfum 25%. Stjórnendur vinnustaða og launafulltrúar fjölda sveitarfélaga virtust jafn gáttaðir og fólkið sem sætir launamisréttinu. Enda um að ræða fólk sem veit að sveitarfélög landsins hafa gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja sömu laun fyrir sömu störf og jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf, m.a. með innleiðingu starfsmats sveitarfélaga og jafnlaunavottun. Þessi verkfæri eiga að tryggja að sveitarfélög sem atvinnurekendur grípi til aðgerða til að leiðrétta laun ef upp kemur launamisrétti á vinnustað. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þessa launamismunun síðustu mánuði og leiðir til að leiðrétta hana við sveitarfélögin og Samband íslenskra sveitarfélaga, sem veitir sveitarfélögunum ráðgjöf í málefum tengt réttindum starfsfólks, hefur ekkert verið að gert. Ómissandi störf Félagsfólk BSRB starfar alla daga undir miklu álagi í samfélagslega mikilvægum störfum t.d. við að annast og þjónusta börn og fatlað fólk. Álagið stórjókst í heimsfaraldri kórónaveirunnar en t.d. voru skólar hér á landi mun meira opnir en í öðrum löndum þegar samkomutakmarkanir voru settar á. Vegna þess hve krefjandi störfin eru er veikindatíðni langt um hærri en í flestum öðrum störfum og mikil starfsmannavelta sem aftur eykur álagið á þau sem standa vaktina. Launaumslagið tekur að engu leyti tillit til verðmætis starfanna heldur er stærstur hluti þeirra á lægstu launum sem greidd eru á vinnumarkaði. Þannig er verið að bæta gráu ofan á svart með því að mismuna þessu starfsfólki. Þar tekur svo steininn úr að vísa bara fólki á dómstóla sem tæki 1-2 ár að fá niðurstöðu í, þegar kröfur þeirra eru ekki bara sanngjarnar heldur einnig augljóst réttlætismál. Enda hefur félagsfólk kosið að leggja niður störf til að knýja fram kröfur sínar – af því það ætlar ekki að bíða! Óumflýjanlegar aðgerðir Í dag hófust því verkföll BSRB félaga í fjórum sveitarfélögum sem hafa víðtæk áhrif á líf fólks. Börn verða send heim úr grunnskólum, fá ekki stuðning frá stuðningsfulltrúum, komast ekki í frístund eftir skóla og fjöldamargir leikskólar þurfa að loka. Ekki er gripið til verkfallanna af léttúð heldur til að knýja sveitarfélög landsins að samningsborðinu sem neita að leiðrétta launamisrétti gagnvart starfsfólkinu. Til að leysa þennan hnút verður forysta sveitarfélagana að beita sér fyrir hönd starfsfólks síns í stað þess að hlaupa í felur á bak við Samband íslenskra sveitarfélaga sem starfar í umboði þeirra.Það er sjálfsagt réttlæti að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf. Og það er löngu tímabært að hækka lægstu launin til að stuðla að því að fólk nái endum saman og geti veitt sér og börnum sínum mannsæmandi líf. Um það hljótum við öll að geta verið sammála. Höfundur er formaður BSRB.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun