Allt orðið að einhverjum Excel-æfingum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2023 16:44 Frá Þjóðskjalasafni sem á að taka við verkefnum Borgarskjalasafns og Héraðsskjalasafns Kópavogsbæjar. vísir Prófessorar lýstu yfir miklum áhyggjum af stöðu safnamála og sameiningu skjalasafna á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í morgun. Fjárhagslegir hagsmunir ráði för en menningarhlutverkið mæti afgangi. Fyrirkomulag skjalavörslu hefur verið í deiglunni í kjölfar ákvarðana Reykjavíkurborgar um að leggja niður Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Kópavogsbæjar að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs og flytja verkefnin til Þjóðskjalasafns. Efnt var til opins fundar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis vegna málsins í morgun þar sem Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði, lýsti yfir miklum áhyggjum af þróuninni. Sérþekking tapast „Það er sérþekking á þessum skjalasöfnum sem nýtist bæði í héraði og okkur sem erum staðsett hér en höfum áhuga á sögu alls landsins. Ef þeim myndi fækka myndi það hafa bein og óbein áhrif á uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu, sem mikil áhersla hefur verið lögð á,“ sagði Ragnheiður. „Það er svo margt sem myndi tapast ef skjalasöfnum myndi fækka mikið, þannig ég held að það sé full ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu.“ Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, ítrekaði að unnið væri að stefnu um rafræna langtímavörslu skjala og Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður, sem kom fyrir nefndina vísaði til þess að samkvæmt lögum hafi þjóðskjalasafn hið minnsta fulla heimild til að rukka sveitarfélög fyrir vörsluna. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði, sagði skjalavörslu snúast um minni þjóðarinnar. Hlutverkið sé ekki að þjóna stjórnsýslunni. „Þetta er allt orðið að einhverjum Excel-skjals æfingum og fjárhagsleg viðmið eru númer eitt, tvö og þrjú. Réttindi borgaranna og hagsmunir þjóðarinnar eru algjörlega fyrir borð bornir,“ sagði Sigurjón „Það sést á því hvernig ríki og sveitarfélög eru að ráða til sín til ráðgjafafyrirtæki sem er á engan hátt með innanborðs þekkingu eða reynslu af því að stýra eða vinna inni á slíkum stofnunum. Það út af fyrir sig er mjög mikið áhyggjuefni held ég,“ sagði Sigurjón. Alþingi Menning Lokun Borgarskjalasafns Söfn Reykjavík Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Sjá meira
Fyrirkomulag skjalavörslu hefur verið í deiglunni í kjölfar ákvarðana Reykjavíkurborgar um að leggja niður Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Kópavogsbæjar að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs og flytja verkefnin til Þjóðskjalasafns. Efnt var til opins fundar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis vegna málsins í morgun þar sem Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði, lýsti yfir miklum áhyggjum af þróuninni. Sérþekking tapast „Það er sérþekking á þessum skjalasöfnum sem nýtist bæði í héraði og okkur sem erum staðsett hér en höfum áhuga á sögu alls landsins. Ef þeim myndi fækka myndi það hafa bein og óbein áhrif á uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu, sem mikil áhersla hefur verið lögð á,“ sagði Ragnheiður. „Það er svo margt sem myndi tapast ef skjalasöfnum myndi fækka mikið, þannig ég held að það sé full ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu.“ Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, ítrekaði að unnið væri að stefnu um rafræna langtímavörslu skjala og Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður, sem kom fyrir nefndina vísaði til þess að samkvæmt lögum hafi þjóðskjalasafn hið minnsta fulla heimild til að rukka sveitarfélög fyrir vörsluna. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði, sagði skjalavörslu snúast um minni þjóðarinnar. Hlutverkið sé ekki að þjóna stjórnsýslunni. „Þetta er allt orðið að einhverjum Excel-skjals æfingum og fjárhagsleg viðmið eru númer eitt, tvö og þrjú. Réttindi borgaranna og hagsmunir þjóðarinnar eru algjörlega fyrir borð bornir,“ sagði Sigurjón „Það sést á því hvernig ríki og sveitarfélög eru að ráða til sín til ráðgjafafyrirtæki sem er á engan hátt með innanborðs þekkingu eða reynslu af því að stýra eða vinna inni á slíkum stofnunum. Það út af fyrir sig er mjög mikið áhyggjuefni held ég,“ sagði Sigurjón.
Alþingi Menning Lokun Borgarskjalasafns Söfn Reykjavík Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Sjá meira