Skilur borgarstjóri ekki rekstur Reykjavíkurborgar? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. maí 2023 09:02 Ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um ársreikning borgarinnar, bæði í Silfrinu og í borgarstjórn, hafa vakið mikla furðu þeirra sem til þekkja. Borgarstjóri hefur sagt að stóran hluta hallans mætti rekja annars vegar til verðbólgunnar og stýrivaxtahækkana henni tengdum. Verðbreytingar hafi hækkað lán borgarinnar um sex milljarða. En á sama tíma jukust tekjur (aðallega skatttekjur) borgarsjóðs um tæpa 14 milljarða. Við þetta má bæta að vísitöluhækkun á lánum kemur ekki til greiðslu fyrr en síðar. Að sjálfsögðu þarf engin lán að taka til að standa undir verðbótum á lán. Lántaka borgarinnar skýrist því auðvitað af allt öðru. Borgarstjóri er reyndar svo djarfur að hann telur fjárhagsstöðu borgarinnar miklu betri en stöðu ríkisins ef rétt er skilið. Ef hann ætti skilinn brottrekstur, ætti Bjarni Benediktsson það miklu fremur að hans mati! Útlit er fyrir að tekjur verði um 24 milljarðar umfram útgjöld ríkissjóðs í ár að frátöldum vaxtatekjum- og gjöldum og því verði svonefndur frumjöfnuður jákvæður sem því nemur. Borgarsjóður Reykjavíkurborgar tekur lán til að standa undir rekstrargjöldum; til að geta borgað laun og önnur útgjöld. Samkvæmt bráðabirgðauppgjörinu batnaði frumjöfnuður ríkissjóðs milli áranna 2021 og 2022. Hjá borginni versnar staðan jafnt og þétt, áætlanir reynast kolrangar og afkoman allt önnur en ætlað var. Hjá ríkinu standast áætlanir ekki heldur; en stóri munurinn er sá að staðan er þar miklu betri en áætlað hafi verið. Skilur borgarstjórinn ekki tölurnar og samhengi þeirra? Hann er ekki alveg reynslulaus. Eða reynir hann að blekkja almenning? Ég veit hreinlega ekki hvort er verra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um ársreikning borgarinnar, bæði í Silfrinu og í borgarstjórn, hafa vakið mikla furðu þeirra sem til þekkja. Borgarstjóri hefur sagt að stóran hluta hallans mætti rekja annars vegar til verðbólgunnar og stýrivaxtahækkana henni tengdum. Verðbreytingar hafi hækkað lán borgarinnar um sex milljarða. En á sama tíma jukust tekjur (aðallega skatttekjur) borgarsjóðs um tæpa 14 milljarða. Við þetta má bæta að vísitöluhækkun á lánum kemur ekki til greiðslu fyrr en síðar. Að sjálfsögðu þarf engin lán að taka til að standa undir verðbótum á lán. Lántaka borgarinnar skýrist því auðvitað af allt öðru. Borgarstjóri er reyndar svo djarfur að hann telur fjárhagsstöðu borgarinnar miklu betri en stöðu ríkisins ef rétt er skilið. Ef hann ætti skilinn brottrekstur, ætti Bjarni Benediktsson það miklu fremur að hans mati! Útlit er fyrir að tekjur verði um 24 milljarðar umfram útgjöld ríkissjóðs í ár að frátöldum vaxtatekjum- og gjöldum og því verði svonefndur frumjöfnuður jákvæður sem því nemur. Borgarsjóður Reykjavíkurborgar tekur lán til að standa undir rekstrargjöldum; til að geta borgað laun og önnur útgjöld. Samkvæmt bráðabirgðauppgjörinu batnaði frumjöfnuður ríkissjóðs milli áranna 2021 og 2022. Hjá borginni versnar staðan jafnt og þétt, áætlanir reynast kolrangar og afkoman allt önnur en ætlað var. Hjá ríkinu standast áætlanir ekki heldur; en stóri munurinn er sá að staðan er þar miklu betri en áætlað hafi verið. Skilur borgarstjórinn ekki tölurnar og samhengi þeirra? Hann er ekki alveg reynslulaus. Eða reynir hann að blekkja almenning? Ég veit hreinlega ekki hvort er verra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar