Skilur borgarstjóri ekki rekstur Reykjavíkurborgar? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. maí 2023 09:02 Ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um ársreikning borgarinnar, bæði í Silfrinu og í borgarstjórn, hafa vakið mikla furðu þeirra sem til þekkja. Borgarstjóri hefur sagt að stóran hluta hallans mætti rekja annars vegar til verðbólgunnar og stýrivaxtahækkana henni tengdum. Verðbreytingar hafi hækkað lán borgarinnar um sex milljarða. En á sama tíma jukust tekjur (aðallega skatttekjur) borgarsjóðs um tæpa 14 milljarða. Við þetta má bæta að vísitöluhækkun á lánum kemur ekki til greiðslu fyrr en síðar. Að sjálfsögðu þarf engin lán að taka til að standa undir verðbótum á lán. Lántaka borgarinnar skýrist því auðvitað af allt öðru. Borgarstjóri er reyndar svo djarfur að hann telur fjárhagsstöðu borgarinnar miklu betri en stöðu ríkisins ef rétt er skilið. Ef hann ætti skilinn brottrekstur, ætti Bjarni Benediktsson það miklu fremur að hans mati! Útlit er fyrir að tekjur verði um 24 milljarðar umfram útgjöld ríkissjóðs í ár að frátöldum vaxtatekjum- og gjöldum og því verði svonefndur frumjöfnuður jákvæður sem því nemur. Borgarsjóður Reykjavíkurborgar tekur lán til að standa undir rekstrargjöldum; til að geta borgað laun og önnur útgjöld. Samkvæmt bráðabirgðauppgjörinu batnaði frumjöfnuður ríkissjóðs milli áranna 2021 og 2022. Hjá borginni versnar staðan jafnt og þétt, áætlanir reynast kolrangar og afkoman allt önnur en ætlað var. Hjá ríkinu standast áætlanir ekki heldur; en stóri munurinn er sá að staðan er þar miklu betri en áætlað hafi verið. Skilur borgarstjórinn ekki tölurnar og samhengi þeirra? Hann er ekki alveg reynslulaus. Eða reynir hann að blekkja almenning? Ég veit hreinlega ekki hvort er verra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um ársreikning borgarinnar, bæði í Silfrinu og í borgarstjórn, hafa vakið mikla furðu þeirra sem til þekkja. Borgarstjóri hefur sagt að stóran hluta hallans mætti rekja annars vegar til verðbólgunnar og stýrivaxtahækkana henni tengdum. Verðbreytingar hafi hækkað lán borgarinnar um sex milljarða. En á sama tíma jukust tekjur (aðallega skatttekjur) borgarsjóðs um tæpa 14 milljarða. Við þetta má bæta að vísitöluhækkun á lánum kemur ekki til greiðslu fyrr en síðar. Að sjálfsögðu þarf engin lán að taka til að standa undir verðbótum á lán. Lántaka borgarinnar skýrist því auðvitað af allt öðru. Borgarstjóri er reyndar svo djarfur að hann telur fjárhagsstöðu borgarinnar miklu betri en stöðu ríkisins ef rétt er skilið. Ef hann ætti skilinn brottrekstur, ætti Bjarni Benediktsson það miklu fremur að hans mati! Útlit er fyrir að tekjur verði um 24 milljarðar umfram útgjöld ríkissjóðs í ár að frátöldum vaxtatekjum- og gjöldum og því verði svonefndur frumjöfnuður jákvæður sem því nemur. Borgarsjóður Reykjavíkurborgar tekur lán til að standa undir rekstrargjöldum; til að geta borgað laun og önnur útgjöld. Samkvæmt bráðabirgðauppgjörinu batnaði frumjöfnuður ríkissjóðs milli áranna 2021 og 2022. Hjá borginni versnar staðan jafnt og þétt, áætlanir reynast kolrangar og afkoman allt önnur en ætlað var. Hjá ríkinu standast áætlanir ekki heldur; en stóri munurinn er sá að staðan er þar miklu betri en áætlað hafi verið. Skilur borgarstjórinn ekki tölurnar og samhengi þeirra? Hann er ekki alveg reynslulaus. Eða reynir hann að blekkja almenning? Ég veit hreinlega ekki hvort er verra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun