Ranghugmyndir Seðlabankans um efnahagsmál Stefán Ólafsson skrifar 10. maí 2023 15:01 Seðlabankinn segir réttilega að það sé þensla (ofhitun) í hagkerfinu, en horfir framhjá helstu orsökunum. Helsta orsökin er taumlaus ofvöxtur ferðaþjónustunnar sem kallar á mikla fjárfestingu og gríðarlegan innflutning á vinnuafli, sem kyndir undir verðbólgu. Mikil einkaneysla efnaðri hluta þjóðarinnar er einnig mikilvæg orsök þenslunnar. Til að bregðast við þessari ofþenslu ræðst seðlabankinn á kaupmátt almennings með fordæmalausum vaxtahækkunum, sem miða að því að draga niður kaupgetu þorra almennings (það kallar bankinn „að draga úr eftirspurn“ í hagkerfinu). Verðbólguhvetjandi ofþenslu ferðaþjónustunnar og ríka fólksins í landinu er sem sé mætt með því að lækka kaupmátt almennings (einkum þeirra sem eru með húsnæðisskuldir). En er það almenningur, tekju- og eignaminni helmingur þjóðarinnar, sem er helsta orsök ofþenslunnar, of mikillar eftirspurnar (neyslu og fjárfestinga)? Er það fólkið sem á erfitt með að ná endum saman sem er að eyða of miklu? Það er einmitt tæpur helmingur launafólks sem er í þeirri stöðu að ná endum illa saman, skv. nýrri könnun Vörðu. Nei, öðru nær. Það er ferðaþjónustan og efnaðri helmingur þjóðarinnar sem eru helstu orsakavaldar ofþenslunnar og innlends verðbólguþrýstings. En það er ekki verið að taka á þessum helstu orsakavöldum. Stór hluti ferðaþjónustunnar býr meira að segja við skattaafslátt (eru í lægra þrepi virðisaukaskatts) umfram fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum. Ferðaþjónustan er sem sagt með skattahvata til vaxtar, einmitt þegar hún er að vaxta of hratt! Er eitthvert vit í þessu? Ríkasta fólkið skuldar almennt minna í húsnæði sínu og finnur heldur ekki fyrir vaxtahækkunum vegna rúmrar kaupgetu sinnar. Úrræði Seðlabankans bíta því fyrst og fremst á kjörum þeirra sem minna eiga og lægri tekjur hafa – einmitt á þeim sem eru saklausir af ofþenslunni í samfélaginu. Aðrar afleiðingar ofþenslu ferðaþjónustunnar og ríka fólksins eru t.d. gríðarleg aukning á innflutningi vinnuafls. Það hjálpar svo til við að eyðileggja húsnæðismarkaðinn fyrir almenningi, með skorti íbúða og gríðarlegum verðhækkunum. Óhóflegar vaxtahækkanir Seðlabankans draga nú orðið að auki úr framleiðslu nýrra íbúða fyrir lægri tekjuhópa. Vítahringur á húsnæðismarkaði magnast þannig og húsnæðisstuðningur stjórnvalda er alltof lítill. Meira að segja Alþjóðabankinn hefur orð á þessu (sjá hér). Seðlabankastjórinn viðurkennir þetta í nýlegu blaðaviðtali og kallar það „þversögn á íbúðamarkaði“ (sjá hér)! En þetta endurspeglar einfaldlega ranga kenningu Seðlabankans um orsakir vandans og þar af leiðandi röng viðbrögð. Seðlabankastjóri sýnir þó engin merki um að breytinga sé að vænta á stefnunni, en hann kennir ríkisstjórninni um aðgerðaleysi. Bankinn og ríkisstjórnin eru að hengja láglaunafólk og þá eignaminni fyrir þá eignameiri og hærra launuðu – og einnig fyrir eigendur ferðaþjónustufyrirtækja og annarra fyrirtækja sem búa nú við methagnað. Þetta er eins öfugsnúið og frekast má vera. Spurningin er hvort Seðlabankinn ætli að genga enn lengra á þessu feigðarflani sínu í næstu vaxtaákvörðun? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Stefán Ólafsson Efnahagsmál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsmódelið Atli Ísleifsson skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Seðlabankinn segir réttilega að það sé þensla (ofhitun) í hagkerfinu, en horfir framhjá helstu orsökunum. Helsta orsökin er taumlaus ofvöxtur ferðaþjónustunnar sem kallar á mikla fjárfestingu og gríðarlegan innflutning á vinnuafli, sem kyndir undir verðbólgu. Mikil einkaneysla efnaðri hluta þjóðarinnar er einnig mikilvæg orsök þenslunnar. Til að bregðast við þessari ofþenslu ræðst seðlabankinn á kaupmátt almennings með fordæmalausum vaxtahækkunum, sem miða að því að draga niður kaupgetu þorra almennings (það kallar bankinn „að draga úr eftirspurn“ í hagkerfinu). Verðbólguhvetjandi ofþenslu ferðaþjónustunnar og ríka fólksins í landinu er sem sé mætt með því að lækka kaupmátt almennings (einkum þeirra sem eru með húsnæðisskuldir). En er það almenningur, tekju- og eignaminni helmingur þjóðarinnar, sem er helsta orsök ofþenslunnar, of mikillar eftirspurnar (neyslu og fjárfestinga)? Er það fólkið sem á erfitt með að ná endum saman sem er að eyða of miklu? Það er einmitt tæpur helmingur launafólks sem er í þeirri stöðu að ná endum illa saman, skv. nýrri könnun Vörðu. Nei, öðru nær. Það er ferðaþjónustan og efnaðri helmingur þjóðarinnar sem eru helstu orsakavaldar ofþenslunnar og innlends verðbólguþrýstings. En það er ekki verið að taka á þessum helstu orsakavöldum. Stór hluti ferðaþjónustunnar býr meira að segja við skattaafslátt (eru í lægra þrepi virðisaukaskatts) umfram fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum. Ferðaþjónustan er sem sagt með skattahvata til vaxtar, einmitt þegar hún er að vaxta of hratt! Er eitthvert vit í þessu? Ríkasta fólkið skuldar almennt minna í húsnæði sínu og finnur heldur ekki fyrir vaxtahækkunum vegna rúmrar kaupgetu sinnar. Úrræði Seðlabankans bíta því fyrst og fremst á kjörum þeirra sem minna eiga og lægri tekjur hafa – einmitt á þeim sem eru saklausir af ofþenslunni í samfélaginu. Aðrar afleiðingar ofþenslu ferðaþjónustunnar og ríka fólksins eru t.d. gríðarleg aukning á innflutningi vinnuafls. Það hjálpar svo til við að eyðileggja húsnæðismarkaðinn fyrir almenningi, með skorti íbúða og gríðarlegum verðhækkunum. Óhóflegar vaxtahækkanir Seðlabankans draga nú orðið að auki úr framleiðslu nýrra íbúða fyrir lægri tekjuhópa. Vítahringur á húsnæðismarkaði magnast þannig og húsnæðisstuðningur stjórnvalda er alltof lítill. Meira að segja Alþjóðabankinn hefur orð á þessu (sjá hér). Seðlabankastjórinn viðurkennir þetta í nýlegu blaðaviðtali og kallar það „þversögn á íbúðamarkaði“ (sjá hér)! En þetta endurspeglar einfaldlega ranga kenningu Seðlabankans um orsakir vandans og þar af leiðandi röng viðbrögð. Seðlabankastjóri sýnir þó engin merki um að breytinga sé að vænta á stefnunni, en hann kennir ríkisstjórninni um aðgerðaleysi. Bankinn og ríkisstjórnin eru að hengja láglaunafólk og þá eignaminni fyrir þá eignameiri og hærra launuðu – og einnig fyrir eigendur ferðaþjónustufyrirtækja og annarra fyrirtækja sem búa nú við methagnað. Þetta er eins öfugsnúið og frekast má vera. Spurningin er hvort Seðlabankinn ætli að genga enn lengra á þessu feigðarflani sínu í næstu vaxtaákvörðun? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun