Laun venjulega fólksins lækka en laun hinna efnuðu hækka Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. maí 2023 15:01 Getty Images Raunlaun vinnandi fólks á Spáni lækkuðu um fimm og hálft prósent í fyrra og á heimsvísu lækkuðu laun vinnandi fólks. Á sama tíma hækkuðu laun stjórnenda í fyrirtækjum um tæplega 10 prósent. Verðbólgan étur upp launahækkanir almennra launþega Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Oxfam, sem eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn fátækt í heiminum. Þessi launalækkun á Spáni þýðir að hver maður hafði í raun að meðaltali 1.523 evrum minna til ráðstöfunar í fyrra en árið áður. Að meðaltali lækkuðu laun á heimsvísu um 3,19%, en vegna lítilla launahækkana á Spáni var lækkunin meiri þar en víðast annars staðar. Þetta þýðir með öðrum orðum að launahækkanir venjulegs fólks héldu að engu leyti í við aukna verðbólgu sem rakin er til Covid-farsóttarinnar og stríðsins í Úkraínu. Getty Images Stjórnendur fá miklu meiri launahækkanir en aðrir Þessi veruleiki almennra launþega er í hróplegu ósamræmi við himinháan arð fyrirtækja sem eru skráð á markaði. Arðgreiðslur þeirra hækkuðu um 26,8% og námu alls um 26 milljörðum evra. Þá kemur fram í gögnum Oxfam að undantekning frá þessum versnandi kjörum vinnandi fólks, eru stjórnendur fyrirtækja. Laun þeirra hækkuðu að meðaltali um tæp 10 prósent þegar búið er að draga verðbólguáhrif frá, en um 16 prósent ef ekki er leiðrétt fyrir verðbólguáhrifum. Með 147-föld árslaun Spænskur verkamaður þarf að vinna í 147 ár til að afla árslauna stjórnenda hjá 35 efstu fyrirtækjunum í spænsku kauphöllinni. Með öðrum orðum, stjórnendur þessara fyrirtækja eru með 147-föld verkamannalaun á mánuði. Oxfam segir í greiningu sinni að óhóflegar arðgreiðslur til hluthafa komi einungis auðugasta hluta samfélagsins til góða og auki ójöfnuð. Á Spáni endar 86% arðgreiðslna í vasa þeirra 10 prósenta sem eiga mestan pening fyrir. Amitabh Behar, forstjóri Oxfam Intermón, segir að á sama tíma og eigendur og stjórnendur fyrirtækja haldi því fram að ekki sé borð fyrir báru til launahækkana þá gildni bankainnistæður hinna ríku sem aldrei fyrr. Spánn Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Verðbólgan étur upp launahækkanir almennra launþega Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Oxfam, sem eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn fátækt í heiminum. Þessi launalækkun á Spáni þýðir að hver maður hafði í raun að meðaltali 1.523 evrum minna til ráðstöfunar í fyrra en árið áður. Að meðaltali lækkuðu laun á heimsvísu um 3,19%, en vegna lítilla launahækkana á Spáni var lækkunin meiri þar en víðast annars staðar. Þetta þýðir með öðrum orðum að launahækkanir venjulegs fólks héldu að engu leyti í við aukna verðbólgu sem rakin er til Covid-farsóttarinnar og stríðsins í Úkraínu. Getty Images Stjórnendur fá miklu meiri launahækkanir en aðrir Þessi veruleiki almennra launþega er í hróplegu ósamræmi við himinháan arð fyrirtækja sem eru skráð á markaði. Arðgreiðslur þeirra hækkuðu um 26,8% og námu alls um 26 milljörðum evra. Þá kemur fram í gögnum Oxfam að undantekning frá þessum versnandi kjörum vinnandi fólks, eru stjórnendur fyrirtækja. Laun þeirra hækkuðu að meðaltali um tæp 10 prósent þegar búið er að draga verðbólguáhrif frá, en um 16 prósent ef ekki er leiðrétt fyrir verðbólguáhrifum. Með 147-föld árslaun Spænskur verkamaður þarf að vinna í 147 ár til að afla árslauna stjórnenda hjá 35 efstu fyrirtækjunum í spænsku kauphöllinni. Með öðrum orðum, stjórnendur þessara fyrirtækja eru með 147-föld verkamannalaun á mánuði. Oxfam segir í greiningu sinni að óhóflegar arðgreiðslur til hluthafa komi einungis auðugasta hluta samfélagsins til góða og auki ójöfnuð. Á Spáni endar 86% arðgreiðslna í vasa þeirra 10 prósenta sem eiga mestan pening fyrir. Amitabh Behar, forstjóri Oxfam Intermón, segir að á sama tíma og eigendur og stjórnendur fyrirtækja haldi því fram að ekki sé borð fyrir báru til launahækkana þá gildni bankainnistæður hinna ríku sem aldrei fyrr.
Spánn Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira