Laun venjulega fólksins lækka en laun hinna efnuðu hækka Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. maí 2023 15:01 Getty Images Raunlaun vinnandi fólks á Spáni lækkuðu um fimm og hálft prósent í fyrra og á heimsvísu lækkuðu laun vinnandi fólks. Á sama tíma hækkuðu laun stjórnenda í fyrirtækjum um tæplega 10 prósent. Verðbólgan étur upp launahækkanir almennra launþega Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Oxfam, sem eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn fátækt í heiminum. Þessi launalækkun á Spáni þýðir að hver maður hafði í raun að meðaltali 1.523 evrum minna til ráðstöfunar í fyrra en árið áður. Að meðaltali lækkuðu laun á heimsvísu um 3,19%, en vegna lítilla launahækkana á Spáni var lækkunin meiri þar en víðast annars staðar. Þetta þýðir með öðrum orðum að launahækkanir venjulegs fólks héldu að engu leyti í við aukna verðbólgu sem rakin er til Covid-farsóttarinnar og stríðsins í Úkraínu. Getty Images Stjórnendur fá miklu meiri launahækkanir en aðrir Þessi veruleiki almennra launþega er í hróplegu ósamræmi við himinháan arð fyrirtækja sem eru skráð á markaði. Arðgreiðslur þeirra hækkuðu um 26,8% og námu alls um 26 milljörðum evra. Þá kemur fram í gögnum Oxfam að undantekning frá þessum versnandi kjörum vinnandi fólks, eru stjórnendur fyrirtækja. Laun þeirra hækkuðu að meðaltali um tæp 10 prósent þegar búið er að draga verðbólguáhrif frá, en um 16 prósent ef ekki er leiðrétt fyrir verðbólguáhrifum. Með 147-föld árslaun Spænskur verkamaður þarf að vinna í 147 ár til að afla árslauna stjórnenda hjá 35 efstu fyrirtækjunum í spænsku kauphöllinni. Með öðrum orðum, stjórnendur þessara fyrirtækja eru með 147-föld verkamannalaun á mánuði. Oxfam segir í greiningu sinni að óhóflegar arðgreiðslur til hluthafa komi einungis auðugasta hluta samfélagsins til góða og auki ójöfnuð. Á Spáni endar 86% arðgreiðslna í vasa þeirra 10 prósenta sem eiga mestan pening fyrir. Amitabh Behar, forstjóri Oxfam Intermón, segir að á sama tíma og eigendur og stjórnendur fyrirtækja haldi því fram að ekki sé borð fyrir báru til launahækkana þá gildni bankainnistæður hinna ríku sem aldrei fyrr. Spánn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Verðbólgan étur upp launahækkanir almennra launþega Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Oxfam, sem eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn fátækt í heiminum. Þessi launalækkun á Spáni þýðir að hver maður hafði í raun að meðaltali 1.523 evrum minna til ráðstöfunar í fyrra en árið áður. Að meðaltali lækkuðu laun á heimsvísu um 3,19%, en vegna lítilla launahækkana á Spáni var lækkunin meiri þar en víðast annars staðar. Þetta þýðir með öðrum orðum að launahækkanir venjulegs fólks héldu að engu leyti í við aukna verðbólgu sem rakin er til Covid-farsóttarinnar og stríðsins í Úkraínu. Getty Images Stjórnendur fá miklu meiri launahækkanir en aðrir Þessi veruleiki almennra launþega er í hróplegu ósamræmi við himinháan arð fyrirtækja sem eru skráð á markaði. Arðgreiðslur þeirra hækkuðu um 26,8% og námu alls um 26 milljörðum evra. Þá kemur fram í gögnum Oxfam að undantekning frá þessum versnandi kjörum vinnandi fólks, eru stjórnendur fyrirtækja. Laun þeirra hækkuðu að meðaltali um tæp 10 prósent þegar búið er að draga verðbólguáhrif frá, en um 16 prósent ef ekki er leiðrétt fyrir verðbólguáhrifum. Með 147-föld árslaun Spænskur verkamaður þarf að vinna í 147 ár til að afla árslauna stjórnenda hjá 35 efstu fyrirtækjunum í spænsku kauphöllinni. Með öðrum orðum, stjórnendur þessara fyrirtækja eru með 147-föld verkamannalaun á mánuði. Oxfam segir í greiningu sinni að óhóflegar arðgreiðslur til hluthafa komi einungis auðugasta hluta samfélagsins til góða og auki ójöfnuð. Á Spáni endar 86% arðgreiðslna í vasa þeirra 10 prósenta sem eiga mestan pening fyrir. Amitabh Behar, forstjóri Oxfam Intermón, segir að á sama tíma og eigendur og stjórnendur fyrirtækja haldi því fram að ekki sé borð fyrir báru til launahækkana þá gildni bankainnistæður hinna ríku sem aldrei fyrr.
Spánn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira