Fosfórsvopn eru ekki bönnuð en notkun þeirra gegn almennum borgurum er stríðsglæpur.
Þetta er ekki í fyrsta sinn síðan innrásin hófst sem Rússar eru sakaðir um að hafa gripið til fosfórssprengja og átökin í Bakhmut hafa varað í marga mánuði. Þúsundir Rússar eru taldir hafa fallið í bardögum um borgina.
Varnarmálaráðuneyti Twitter sagði að umrædd árás hefði beinst gegn svæðum í Bakhmut sem eru ekki á valdi Rússa. Ekki liggur fyrir hvenær myndskeiðið var tekið en það sýnir háhýsi í ljósum logum.
Sérfræðingar BBC hafa greint myndskeiðin og segja þau hafa verið tekin vestur af miðborg Bakhmut, nærri barnaspítala. Þá hafa þeir staðfest að Rússar hafi beitt eldvopnum í árásinni en ekki sé hægt að fullyrða að um sé að ræða fosfór.
Stjórnvöld í Moskvu hafa aldrei viðurkennt að hafa notað fosfór-vopn og harðneituðu því í kjölfar fullyrðinga Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta þess efnis.
Samkvæmt Human Rights Watch er fosfór alræmt fyrir að valda alvarlegum sárum og það getur meira að segja kviknað aftur í því þegar sáraumbúðir eru fjarlægðar.
Samtökin segja fosfór-vopnum hafa verið beitt margsinnis á síðustu 15 árum, meðal annars af Bandaríkjamönnum gegn Ríki íslam í Írak og Sýrlandi.