Ósýnilegu láglaunakonurnar Agnieszka Ewa Ziółkowska skrifar 3. maí 2023 11:30 Það kom til mín kona, þegar ég vann við vinnustaðaeftirlit Eflingar, henni hafði verið sagt upp störfum en átti inni vetrarfrí sem hún átti rétt á að fá greitt. Vinnuveitandinn neitaði. Af því hann gat það. Hún leitaði á náðir stéttarfélags síns og við tókum málið að okkur. Hún var ekki sú eina. Þau eru mörg sem verða undir þegar þau reyna að verja réttindi sín og kjör, fyrst ein síns liðs, sum leita réttar síns, önnur gefast upp, vegna þess að þau eru ráðalaus. Þau eru ósýnileg. Þau eru láglaunafólk, gjarnan af erlendum uppruna, eiga erfitt með íslensku, eru valdalaus og hlunnfarin. Og þau eru mörg. Fyrir hundrað árum gekk reykvískt verkafólk 1. maí göngu í fyrsta sinn, árið 1923. Gengið var frá Vonarstræti og upp í Þingholtin og þaðan að Laugavegi og aftur niður brekkuna. Hvað vildu þau, þessar langömmur, eða langalangömmur okkar og afar, eða réttara sagt ykkar, því mínir forfeður höfðu á þessum degi gengið 1. maí göngu í 33 ár áður en 1. maí ganga var gengin í fyrsta sinn á Íslandi. Hverjar voru kröfurnar? Þær eru kunnuglegar: styttri vinnutími betra húsnæði („engar kjallarakompur samþykktar!“, var ekki Kveikur að sýna okkur einmitt þær um daginn?) engan tekjuskatt á lágmarkslaun. Lífsaðstæður okkar og kjör hafa batnað. Verkafólk hefur skipulagt sig og staðið saman, framan af síðustu öld hafði verkalýðshreyfingin á að skipa bæði alþýðusambandi og alþýðuflokki, við börðumst á götunni, við samningaborðið og á alþingi. Lög voru sett um vinnutíma, vinnuvernd, almannatryggingar, sjúkratryggingar, lífeyriskerfi, og margt annað. Stóru málin hnikuðust áfram, saga hreyfingarinnar er mörkuð glæstum sigrum og framförum. Í það heila tekið. En það er ekki allt sem sýnist. Ísland hefur breyst, okkur hefur fjölgað og við erum öðruvísi. Það sem hefur ekki breyst er samstaðan, gildi hennar, mikilvægi og þýðing. Atvinnurekendur og kapítalistar eiga pening. Við eigum samstöðu. Hún er okkar auður og vald. Verkalýðshreyfingin og forysta hennar er vel sýnileg okkur öllum, við vitum hvað þau heita og hvernig þau líta út. Svo eru aðrir sem við vitum ekkert um. Varðveitum samstöðuna, en berjumst fyrir þau ósýnilegu Varðveitum samstöðuna, en gleymum ekki valdalausu láglaunakonunum Varðveitum samstöðuna, og gerum baráttu valdalausra láglaunakvenna að okkar baráttu! Þá munu þeir svara: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi og hjálpuðum þér ekki? Hann mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Höfundur var varaformaður Eflingar, stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Það kom til mín kona, þegar ég vann við vinnustaðaeftirlit Eflingar, henni hafði verið sagt upp störfum en átti inni vetrarfrí sem hún átti rétt á að fá greitt. Vinnuveitandinn neitaði. Af því hann gat það. Hún leitaði á náðir stéttarfélags síns og við tókum málið að okkur. Hún var ekki sú eina. Þau eru mörg sem verða undir þegar þau reyna að verja réttindi sín og kjör, fyrst ein síns liðs, sum leita réttar síns, önnur gefast upp, vegna þess að þau eru ráðalaus. Þau eru ósýnileg. Þau eru láglaunafólk, gjarnan af erlendum uppruna, eiga erfitt með íslensku, eru valdalaus og hlunnfarin. Og þau eru mörg. Fyrir hundrað árum gekk reykvískt verkafólk 1. maí göngu í fyrsta sinn, árið 1923. Gengið var frá Vonarstræti og upp í Þingholtin og þaðan að Laugavegi og aftur niður brekkuna. Hvað vildu þau, þessar langömmur, eða langalangömmur okkar og afar, eða réttara sagt ykkar, því mínir forfeður höfðu á þessum degi gengið 1. maí göngu í 33 ár áður en 1. maí ganga var gengin í fyrsta sinn á Íslandi. Hverjar voru kröfurnar? Þær eru kunnuglegar: styttri vinnutími betra húsnæði („engar kjallarakompur samþykktar!“, var ekki Kveikur að sýna okkur einmitt þær um daginn?) engan tekjuskatt á lágmarkslaun. Lífsaðstæður okkar og kjör hafa batnað. Verkafólk hefur skipulagt sig og staðið saman, framan af síðustu öld hafði verkalýðshreyfingin á að skipa bæði alþýðusambandi og alþýðuflokki, við börðumst á götunni, við samningaborðið og á alþingi. Lög voru sett um vinnutíma, vinnuvernd, almannatryggingar, sjúkratryggingar, lífeyriskerfi, og margt annað. Stóru málin hnikuðust áfram, saga hreyfingarinnar er mörkuð glæstum sigrum og framförum. Í það heila tekið. En það er ekki allt sem sýnist. Ísland hefur breyst, okkur hefur fjölgað og við erum öðruvísi. Það sem hefur ekki breyst er samstaðan, gildi hennar, mikilvægi og þýðing. Atvinnurekendur og kapítalistar eiga pening. Við eigum samstöðu. Hún er okkar auður og vald. Verkalýðshreyfingin og forysta hennar er vel sýnileg okkur öllum, við vitum hvað þau heita og hvernig þau líta út. Svo eru aðrir sem við vitum ekkert um. Varðveitum samstöðuna, en berjumst fyrir þau ósýnilegu Varðveitum samstöðuna, en gleymum ekki valdalausu láglaunakonunum Varðveitum samstöðuna, og gerum baráttu valdalausra láglaunakvenna að okkar baráttu! Þá munu þeir svara: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi og hjálpuðum þér ekki? Hann mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Höfundur var varaformaður Eflingar, stéttarfélags.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun