0,0 Inga Sæland skrifar 3. maí 2023 09:30 Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028 segir fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, að felist skýr markmið. Meðal annars sé eitt markmiðanna að styðja við Seðlabankann í því verkefni að tempra verðbólgu. Þvílíkt froðusnakk! Það fer ekki fram hjá neinum að þetta er innantómt blaður. Við getum kinnroðalaust skrifað ófremdarástand okurvaxta og himinhárrar verðbólgu beinustu leið á stjórnvöld. Stjórnvöld sem hafa troðið fingrunum í eyrun og sett leppa fyrir bæði augun, svo einbeitt eru þau í að hunsa hjálparköllin sem berast frá Svörtuloftum, um aðstoð í baráttunni við verðbólgudrauginn. Stjórnvöld eru harðákveðin í því að vaxtahækkunarsveðjunni verði áfram höggvið af fullum þunga þar sem þegar hafa verið opnuð svöðusár. Í löndunum í kringum okkur sjáum við hvernig þjóðirnar takast með mismunandi hætti á við verðbólguna. Á Spáni sem dæmi lækkaði verðbólgan um heil tvö prósentustig á milli mánaðanna febrúar og mars. Hvernig fóru Spánverjar að því? Spænsk stjórnvöld lækkuðu álögur á bensín. Á sama tíma ákvað ríkisstjórn Íslands að hækka hvern einasta bensínlítra um níu krónur. Spænsk stjórnvöld drógu úr öllum álögum hvaða nöfnum sem þær kunna að nefnast á meðan íslensk stjórnvöld réðust af afli á samfélagið með krónutöluhækkunum. Skattahækkanirnar skiluðu sér svo beina leið út í verðlagið sem vítamínbætt fóður fyrir verðbólguna. Hvarflaði að þeim að sækja þessar krónur í stórútgerðina sem græðir sem aldrei fyrr? Eða í bankana sem mergsjúga samfélagið með okurvöxtum og verðtryggingu? Nei, að sjálfsögðu hvarflar ekki að þeim að sækja fjármagn þar sem nóg er af því fyrir og allar hirslur eru yfirfullar af peningum milljarðamæringanna sem þessi ríkisstjórn verndar með kjafti og klóm undir forystu VG. Ef einhver hefur velkst í vafa um að þetta sé ríkisstjórn sérhagsmuna þá hlýtur sannleikurinn nú að blasa við. Ríkisstjórn sérhagsmunaaflanna stendur aðgerðalaus hjá og horfir á hvernig þjóðinni blæðir á meðan hún færir auðmagninu heilu peningahlössin á silfurfati. Enn og aftur skal fórna þeim efnaminni á altari græðginnar. Ríkisstjórnin talar um að verja framúrskarandi lífskjör og kaupmátt á meðan gjáin á milli þeirra ríku og fátæku heldur áfram að breikka og dýpka. Fátækt íslenskra barna hefur vaxið um heil 44% sl. sex ár. Öll útgjöld heimilanna hafa aukist stjarnfræðilega. Ríkisstjórnin reynir að telja fátæku fólki trú um að það hafi það gott og hér drjúpi smjör af hverju strái. Þvílík ósannindi, þvílík hræsni. Ef þetta er ekki vanhæf ríkisstjorn þá er hún ekki til. Ég gef bæði ríkisstjórninni og fjármálaáætlun hennar til næstu fjögurra ára 0,0. Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Mest lesið Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024-2028 segir fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, að felist skýr markmið. Meðal annars sé eitt markmiðanna að styðja við Seðlabankann í því verkefni að tempra verðbólgu. Þvílíkt froðusnakk! Það fer ekki fram hjá neinum að þetta er innantómt blaður. Við getum kinnroðalaust skrifað ófremdarástand okurvaxta og himinhárrar verðbólgu beinustu leið á stjórnvöld. Stjórnvöld sem hafa troðið fingrunum í eyrun og sett leppa fyrir bæði augun, svo einbeitt eru þau í að hunsa hjálparköllin sem berast frá Svörtuloftum, um aðstoð í baráttunni við verðbólgudrauginn. Stjórnvöld eru harðákveðin í því að vaxtahækkunarsveðjunni verði áfram höggvið af fullum þunga þar sem þegar hafa verið opnuð svöðusár. Í löndunum í kringum okkur sjáum við hvernig þjóðirnar takast með mismunandi hætti á við verðbólguna. Á Spáni sem dæmi lækkaði verðbólgan um heil tvö prósentustig á milli mánaðanna febrúar og mars. Hvernig fóru Spánverjar að því? Spænsk stjórnvöld lækkuðu álögur á bensín. Á sama tíma ákvað ríkisstjórn Íslands að hækka hvern einasta bensínlítra um níu krónur. Spænsk stjórnvöld drógu úr öllum álögum hvaða nöfnum sem þær kunna að nefnast á meðan íslensk stjórnvöld réðust af afli á samfélagið með krónutöluhækkunum. Skattahækkanirnar skiluðu sér svo beina leið út í verðlagið sem vítamínbætt fóður fyrir verðbólguna. Hvarflaði að þeim að sækja þessar krónur í stórútgerðina sem græðir sem aldrei fyrr? Eða í bankana sem mergsjúga samfélagið með okurvöxtum og verðtryggingu? Nei, að sjálfsögðu hvarflar ekki að þeim að sækja fjármagn þar sem nóg er af því fyrir og allar hirslur eru yfirfullar af peningum milljarðamæringanna sem þessi ríkisstjórn verndar með kjafti og klóm undir forystu VG. Ef einhver hefur velkst í vafa um að þetta sé ríkisstjórn sérhagsmuna þá hlýtur sannleikurinn nú að blasa við. Ríkisstjórn sérhagsmunaaflanna stendur aðgerðalaus hjá og horfir á hvernig þjóðinni blæðir á meðan hún færir auðmagninu heilu peningahlössin á silfurfati. Enn og aftur skal fórna þeim efnaminni á altari græðginnar. Ríkisstjórnin talar um að verja framúrskarandi lífskjör og kaupmátt á meðan gjáin á milli þeirra ríku og fátæku heldur áfram að breikka og dýpka. Fátækt íslenskra barna hefur vaxið um heil 44% sl. sex ár. Öll útgjöld heimilanna hafa aukist stjarnfræðilega. Ríkisstjórnin reynir að telja fátæku fólki trú um að það hafi það gott og hér drjúpi smjör af hverju strái. Þvílík ósannindi, þvílík hræsni. Ef þetta er ekki vanhæf ríkisstjorn þá er hún ekki til. Ég gef bæði ríkisstjórninni og fjármálaáætlun hennar til næstu fjögurra ára 0,0. Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun